Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 44
 11 li 1 ■ 1 ■ rn&m m V SÍÍpfliB^ Íberíuför í Öldungadeild LÍ hefur verið hefð fyrir því að fara í tvær ferðir, innanlands og utan á ári hverju. Dagana 26. maí til 9. júní 2012 ferðaðist 39 manna hópur á vegum deildarinnar um norðurhluta Iberíuskagans. Fararstjóri var Kristinn R. Ólafs- son. Ferðin hófst í Oporto í Portúgal en lauk í Barselóna. Fjöldi fallegra og sögufrægra staða var skoðaður. Almenn ánægja var með ferðina. Myndina tók Hjörleifur Guttormsson 1. júní en þá var hópurinn staddur fyrir utan Guggenheimsafnið í borginni Bilbao. Fánaberinn er fararstjórinn. Ég og Vilmundur landlæknir Að loknu prófi úr læknadeild í júní 1954 fór ég á fund Vilmundar Jónssonar land- læknis til að forvitnast um starf í héraði, en hálfs árs vinnuskylda í héraði fylgdi kandídatsári. Vilmundur var ræðinn og þægilegur í viðmóti. Hann sagði mér að héraðslæknirinn á Hvammstanga væri að fara í námsfrí í hálft ár og gæti ég farið þangað ef okkur Brynjúlfi Dagssyni semdi. En að þeim tíma loknum ætti ég að fara norður á Strandir í Arnes því að þar vantaði lækni. Eg, með þrjú börn, eins árs tvíburadrengi og þriggja ára dreng, taldi öll tormerki á því. Þá sagði Vilmundur: „Þá tölum við ekki um þetta frekar." Síðan fór hann að tala um daginn og veginn og læknanámið. Eftir hálftíma dvöl kvaddi hann mig með virktum. Eg hringdi til Brynjúlfs Dagssonar á Hvammstanga og náðum við samkomulagi um að ég starfaði fyrir hann í hálft ár. Ég fór til Vilmundar og sagði honum tíðindin. Hans fyrstu viðbrögð voru: „Svo farið þér í Arnes." Ég sagði honum að ég hefði ekki gefið ádrátt um það. Þá sagði Vilmundur orðrétt: „Þér eruð dirty character, Hörð- ur." Þóttist ég sjá að hann hefði notið þess að segja þessa setningu. Síðan ræddum við saman um ýmis dægurmál í hér um bil 30 mínútur þar til hann sleit samtalinu og kvaddi mig. I febrúarbyrjun 1956 fékk ég veitingu fyrir Hvammstangahéraði. Ég var sam- viskan uppmáluð og sendi landlæknis- embættinu mánaðarlega skýrslu um sótt- arfar og sjúkdóma. Ég hafði eyðublaðið í töskunni og strikaði við, á réttum stað, hvert tilfelli sem ég sá. Nú liðu fáir mán- uðir. Þá kom bréf frá Vilmundi landlækni: „Herra héraðslæknir, undanfarna mánuði Hörður Þorleifsson hafið þér sent embættinu mánaðarlega skýrslu um sóttarfar og sjúkdóma áritað eins og hafnarverkamenn rita á tunnubotna við út- og uppskipun vara. Vinsamlega sendið embættinu eftirleiðis skýrslurnar áritaðar með serkneskum tölustöfum." Fannst mér ég sjá fyrir mér glettnissvip hans er hann reit bréfið. Síðar heimsótti Vilmundur mig á Hvammstanga ásamt Grétari Fells, ritara sínum, og lá vel á þeim. Landlæknisemb- ættið var nú ekki fjölmennara þá. Jldungadeild Læknafélags íslands Stjórn Öldungadeildar: Sigurður E. Þorvaldsson formaður, Jón Hilmar Alfreðsson ritari, Tryggvi Ásmundsson gjaldkeri, Bjarni Hannesson, Guðmundur Oddsson öldungaráð Hörður Þorleifsson, Jóhann Gunnar Þorbergsson, Höskuldur Baldursson, Kristín Guttormsson, Leifur Jónsson, Þáll Ásmundsson Umsjón síðu: Páll Ásmundsson Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li 104 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.