Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 29
UMFJÖLLUN O G GREINAR upplýsingarnar séu tæmandi þrátt fyrir það. „Þetta er náttúrulega það sem ein heildstæð rafræn sjúkraskrá á landsvísu á að leysa," segir Ingi Steinar og segir að sannarlega sé vel mögulegt að koma slíku kerfi á. Það kosti einfaldlega peninga. Sextiu kerfi á Landspítala „Enn í dag er mjög misjafnt hvað stofnan- irnar eru að nota mörg kerfi. Á flestum heilbrigðisstofnunum er nánast eingöngu notast við Sögukerfið. Á Landspítala eru 60 kerfi í notkun og fyrir nokkrum árum var algengt að menn væru með 10-12 kerfi opin í einu. Þessu var breytt fyrir um þremur árum þegar Heilsugáttin varð til en þar getur læknirinn nálgast allar helstu upplýsingar um sjúkling án þess að opna hvert kerfi fyrir sig. Þetta hefur gjörbreytt stöðunni en þó verður að viðurkenna að kerfin tala enn ekki nægilega vel saman. Það á sérstaklega við um lyfjakerfin en þar er kerfi fyrir lyfjagjafir inniliggjandi sjúklinga sem hefur lent á hrakhólum með þróun og þjónustu. Þetta kerfi talar ekkert við Sögukerfið og það gekk ekki nægjanlega vel að tengja það við Heilsu- gáttina og er ennþá umhendis að ná að samræma lyfjagjöf fyrir sjúkling sem verið hefur inniliggjandi en er síðan útskrifaður með breytingar á lyfjum og öfugt. Þetta er slæmur þröskuldur í kerfinu." Ingi Steinar segir að einn vandinn við Sögukerfið sé að það er upphaflega hugsað fyrir einstakar heilsugæslustöðvar. „Sam- eining Sögugrunna á landsbyggðinni reynir á þolmörk kerfisins og í ákveðnum tilfellum ræður það tæplega við verkefnið. Dæmi um þetta er á Norðurlandi þar sem kerfi margra sjálfstæðra stofnana hefur verið sameinað í eitt sem hýst er á FSA en tengist síðan í vestur til Sauðárkróks og austur til Húsavíkur. Öðruvísi horfir við á Vesturlandi þar sem einn kerfisstjóri á Akranesi stýrir öllu kerfinu enda er þar um eina stofnun að ræða eftir sameiningar þar. Ef halda á áfram að sameina þarf að taka mikið til í kerfinu. Við þurfum líka að huga að öryggi rafrænna sjúkraskráa, ef allar sjúkraskrár landsmanna eru hýstar á einum stað. í eldgosunum á Suðurlandi fór ljósleiðarinn í sundur þar og lítið þarf til dæmis að koma upp fyrir norðan og sunnan til að Austurland detti alveg úr tölvusambandi. Spurningin er hvort við sættum okkur við að allt aðgengi heils heilbrigðisumdæmis að rafrænum sjúkra- skrám sé háð því að einn strengur fari ekki LÆKNAblaðið 2013/99 89

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.