Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 32
UMFJÖLLUN O G GREINAR „Það er í sjálfu sér mjög skiljanlegt að konur sem þolnð hafn kynbundið ofbeldi fái líkamleg einkenni á grindar- holssvæðinu," segir Þóra Steingrímsdóttir fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Tengsl á m ofbeldis og langvinnra grindarholsverkja ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Það eru ótvíræð tengsl á milli ofbeldis, misnotkunar, slæmrar fæðingarreynslu og langvinnra grindarholsverkja," segir Þóra Steingrímsdóttir fæðinga- og kvensjúk- dómalæknir en hún flutti erindi um efnið á málþingi um langvinna grindarhols- verki á Læknadögum. Ymsar rannsóknir hafa verið gerðar á tengslum þessara þátta að sögn Þóru en þó geta orsakirnar verið mjög flóknar og af sálrænum og líkamlegum toga hvað í bland við annað. „Það gerir greininguna oft mun erfiðari og inngrip með aðgerðum eða lyfjum koma að litlu gagni þegar svo er ástatt," segir hún. Þóra segir staðfest að kona sem mátt hefur þola ofbeldi og/eða misnotkun fyrr á ævinni sé líklegri til að upplifa erfiða fæðingu. „Erfið fæðing er hins vegar mjög mikil einkaupplifun og í starfi mínu hef ég séð konur fara ótrúlega yfirvegaðar í gegn- um það sem ég myndi kalla erfiða fæðingu og strax daginn eftir eru þær brosandi út að eyrum og alsælar með fæðinguna. í öðrum tilfellum upplifa konur eðlilega fæðingu sem mjög erfiða og þá spyr maður sig af hverju það geti stafað." Misskilin tillitsemi við sjúklinginn Eitt af því sem gerir þetta flókið er að sjaldnast er um að ræða beinan líkamlegan skaða af völdum ofbeldis. „Skaðinn er af sálrænum toga og jafn alvarlegur sem slíkur. Það er í sjálfu sér mjög skiljanlegt að konur sem þolað hafa kynbundið ofbeldi fái líkamleg einkenni á grindarholssvæðinu. Það er einnig mjög skiljanlegt að konur með slíka reynslu í farteskinu óttist fæðingu. Það er einnig eðlilegt, ef engar beinar líkamlegar orsakir finnast fyrir verkjum í grindarholi, að leiða hugann að því hvort konan sé í ofbeldissambandi eða hafi verið beitt ofbeldi fyrr á ævinni. Það getur líka verið mjög erfitt að koma þeirri hugmynd að orsök á framfæri við sjúklinginn. Stað- reyndin er sú að það er erfitt þó það ætti ekki að vera það og líklega stafar það af misskilinni tillitsemi við sjúklinginn eða jafnvel ótta við viðbrögð hans. Við óttumst kannski að með því að segja orsakir líkam- legra verkja vera sálrænar, hljómi það eins og læknirinn taki ekki fullt mark á kvört- unum konunnar; sé í rauninni að segja að þetta sé ímyndun en ekki raunverulegir verkir." Þóra segir að þegar stigið sé yfir þennan þröskuld í samskiptum læknis við sjúkling og konan beinlínis spurð að því hvort hún hafi verið eða sé beitt ofbeldi, þá sé algeng- asta svarið einfaldlega nei. „Hvort sem það er sannleikanum samkvæmt eða ekki þá eru möguleikarnir fleiri en einn þó svarið sé nei. Ef konan svarar með já verður eftirleik- urinn yfirleitt mun auðveldari. En maður á að spyrja og þó svarið sé nei er rétt að spyrja aftur síðar því það getur vel verið að það þurfi fleiri en eina heimsókn til að kon- an treysti lækninum fyrir þessari reynslu. Erfiðast fyrir konur er sennilega að horfast í augu við og segja frá sifjaspellum og mis- notkun á barnsaldri, þá er einnig erfitt að viðurkenna að maður sé í ofbeldissambandi og í báðum dæmum er það sjálfsásökunin og skömmin sem konan upplifir sem heldur aftur af henni. Auðveldara er að opna um- ræðuna ef ofbeldissambandi er lokið eða ef um einstakt tilfelli ofbeldis er að ræða." Þóra nefnir tilfelli sem hún hafði reynslu af í starfi sínu við kvennadeild sjúkrahúss- ins í Uppsölum. „Þar kom inn kona vegna einhverra smámuna sem auðvelt var að laga en skýrslan hennar var þverhandarþykk og 92 LÆKNAblaðið 2013/99 I

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.