Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 17
RANNSÓKN Garnasmokkun hjá börnum á íslandi Kristín Pétursdóttir1 læknanemi, Þráinn Rósmundsson1’2 læknir, Pétur H. Hannesson1’3 læknir, Páll Helgi Möller1'4 læknir ÁGRIP Inngangur: Garnasmokkun kallast það þegar hluti af görn smokrast inn í sjálfa sig og er algengasta ástæða garnastíflu hjá börnum á aldrinum þriggja mánaða til þriggja ára. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, aldur, kyn og einkenni garnasmokkunar hjá börnum á íslandi, greiningartækni, árangur meðferðar, endurkomu og dánartíðni. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn þar sem safnað var gögnum úr sjúkraskrám barna sem höfðu fengið garnasmokkun á (slandi á 25 ára timabili (1986-2010). Sjúklingar voru fundnir með því að leita i rafrænu sjúkraskrárkerfi Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Niðurstöður: Alls greindust 67 börn með garnasmokkun á timabilinu, 44 drengir (66%) og 23 stúlkur (34%). Börnin voru á aldrinum þriggja mánaða til 11 ára (miðgildi 8 mánuðir). Nýgengi garnasmokkunar var 0,4 tilfelli á hver 1000 börn yngri en eins árs. Garnasmokkunin var algengust á mótum smágirnis og ristils og var staðsett þar í 94% tilvika og i 70% tilvika var orsökin óþekkt. Helsta greiningaraðferðin var skuggaefnisinnhelling um endaþarm sem var jafnframt helsta meðferðarúrræðið. Hlutfall skugga- efnisinnhellinga þar sem leiðrétting tókst var 62%. Tæplega helmingur barnanna gekkst undir skurðaðgerð og var framkvæmt hlutabrottnám á görn hjá 6 börnum eða 9% allra sjúklinganna. Þrjú börn eða 4% fengu endurtekna garnasmokkun. Ályktanir: Árangur meðferðar við garnasmokkun er góður á (slandi en æskilegt er að snúa við þeirri þróun sem hér sést, að innhellingum sé að fækka og skurðaðgerðum að fjölga á rannsóknartimanum. Inngangur ’Læknadeild Háskóla íslands, 2barnaskurödeild, 3myndgreiningadeild og 4skurðlækningadeild Landspítala. Fyrirspurnir: Páll Helgi Möller pallm@landspitali. is Greinin barst 10. september 2012, samþykkt til birtingar 16. janúar 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Garnasmokkun (intussusception) er ástand sem myndast þegar garnahluti smokrast inn í aðliggjandi hluta garn- arinnar. Þó að garnasmokkun sé ekki algengt sjúkdóms- ástand er það algengasta ástæða garnastíflu hjá börnum á aldrinum þriggja mánaða til þriggja ára. Garnasmokkun veldur bláæðastasa og bjúg og ef ástandið er ekki greint og meðhöndlað getur það leitt til lokunar slagæða, dreps og rofs á görn.1 Hjá ungum börnum er garnasmokkun oftast staðsett á mótum smágirnis og ristils og er orsök hennar óþekkt í um 90% tilvika. Talið er að stækkaður eitilvefur vegna sýkingar og bólgu sé orsökin í mörgum þessara tilfella.11 einungis 10% tilvika er ástæðan þekkt og er þá oftast um að ræða „leiðandi punkt" í þarmaveggnum sem dregur garnasmokkunina áfram en líkurnar á því aukast með aldri.2 Það eru margar vel þekktar ástæður fyrir „leið- andi punkti". Helstar eru: Meckels-sarpur (Meckd's diverticulum), garnasepar, góðkynja og illkynja æxli. Ýmsir undirliggjandi sjúkdómar geta aukið hættuna á garnasmokkun, eins og Henoch Schönlein purpura, slímseigjusjúkdómur (cystic fibrosis) og Peutz-Jeghers- heilkenni.1 Mikill munur er á nýgengi milli landa. Nýgengi í Evrópu er 0,4-2,2 tilfelli á hver 1000 börn yngri en eins árs.3,4 Garnasmokkun getur komið fyrir á hvaða aldri sem er en fjöldi tilfella nær hámarki milli 5 og 9 mánaða og einungis 10-25% tilfella koma fyrir eftir tveggja ára aldur! Um 60-70% tilfella finnast hjá drengjum en orsök þess er ekki þekkt.1-2'5 Hjá flestum börnum undir tveggja ára aldri með hefð- bundna garnasmokkun á mótum smágirnis og ristils er klíníska myndin skyndilegir kveisukenndir kviðverkir og uppköst sem með tímanum verða galllituð.2'6 Kvið- verkjaköstin standa yfirleitt yfir í nokkrar mínútur með 10-20 mínútna hléum.7 A milli kasta getur barnið verið algjörlega einkennalaust.2 Önnur einkenni eru blóð í hægðum sem getur verið eins og rautt slím blandað hægðum, pylsulaga fyrirferð í efri hægri fjórðungi eða á uppmagálssvæði (epigastrium), þaninn kviður, lost og lífhimnubólga!6 Kviðaryfirlit er að jafnaði fyrsta rannsókn hjá þess- um sjúklingum og er notuð til að útiloka rof á görn og til greiningar á garnastíflu. Víða er skuggaefnisinnhell- ing um endaþarm hefðbundin rannsókn til greiningar á garnasmokkun hjá börnum og er aðferðin jafnframt notuð til að meðhöndla sjúkdóminn. Ómun er nú einnig notuð til greiningar á mörgum sjúkrastofnunum.8 Ef ekki tekst að leiðrétta garnasmokkunina með skuggaefnisinnhellingu þarf að framkvæma skurðað- gerð þar sem hún er leiðrétt og leiðandi punktur fjar- lægður sé hann til staðar. Einnig þarf aðgerð ef grunur er um drep eða rof á görn.2 Dauðsföll vegna garnasmokkunar eru nú orðin sjaldgæf í þróuðum löndum en dánartíðni í mörgum vanþróuðum ríkjum er þó enn há, eða allt að 55%.3'5'9 Endurtekin garnasmokkun verður hjá um 4% barna.2 Aldrei áður hefur verið gerð rannsókn á faraldsfræði garnasmokkunar á íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræðilega þætti sjúkdómsins hjá börnum hér á landi, svo sem nýgengi, aldur, kyn og einkenni. Einnig að kanna hvaða greiningartækni og meðferð var notuð, árangur greiningar og meðferðar, fylgikvilla, endurkomu, dánartíðni og bera niðurstöð- urnar saman við erlendar rannsóknir. LÆKNAblaðið 2013/99 77

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.