Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 18
RANNSÓKN Efniviður og aðferðir Gerð var afturskyggn rannsókn þar sem safnað var gögnum úr sjúkraskrám barna sem greindust með garnasmokkun á íslandi yfir 25 ára tímabil, eða frá 1. janúar 1986 til 31. desember 2010. Sjúklingar voru fundnir með því að leita að ICD-greiningarnúm- erum garnasmokkunar í rafrænu sjúkraskrárkerfi Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Meðferð garnasmokkunar er einungis veitt á þessum tveimur sjúkrastofnunum og því má leiða að því líkur að rannsóknin nái til allra barna á íslandi sem greindust með sjúkdóminn á ofangreindu tímabili. Börn voru skilgreind sem ein- staklingar undir 18 ára aldri. Hver sjúkraskrá var yfirfarin til þess að staðfesta að um garna- smokkun væri að ræða. í þeim tilfellum þar sem ekki var hægt að staðfesta garnasmokkun með myndgreiningarrannsóknum eða skurðaðgerð var tekin afstaða til sögu klínískra einkenna og sjúk- lingur annaðhvort útilokaður eða tekinn með í rannsóknina (n=7). Alls fundust 79 tilfelli í tölvukerfum Landspítala og Sjúkra- hússins á Akureyri með útskriftargreininguna garnasmokkun. Af þeim voru 9 sjúklingar útilokaðir úr rannsókninni af eftirfarandi ástæðum; sjúkraskrá fannst ekki (n=l), ICD-greining var ekki rétt (n=2) og grun um garnasmokkun var ekki hægt að staðfesta með myndgreiningarrannsókn, skurðaðgerð né klínískri greiningu (n=6). Eftir stóðu því 70 tilfelli garnasmokkunar hjá 67 börnum en þrjú þeirra fengu garnasmokkun tvisvar. Þessi endurteknu tilfelli voru útilokuð úr rannsókninni. Þau atriði sem meðal annars voru skráð úr sjúkraskrám voru aldur, kyn, orsakir, rannsóknir og meðferð garnasmokkunar. Reiknað var aldursstaðlað nýgengi með mannfjöldatölum frá Hag- stofu íslands. Skuggaefnisinnhelling var talin hafa tekist ef skuggaefni sást flæða inn í smágirni og/eða einkenni sjúklings hurfu við innhell- inguna. Seinkuð greining var talin hafa átt sér stað ef börn voru greind seinna en á innlagnardegi. Öll gögn voru skráð inn í tölvufærðan gagnagrunn. Lýsandi tölfræði var notuð til að lýsa rannsóknarþýðinu. Nafnabreytum var lýst með tölum og prósentum og þegar gerður var samanburð- ur á hópum var notast við kí-kvaðratspróf. Notast var við línulega aðhvarfsgreiningu fyrir hlutföll þegar skoðað var hvernig með- ferð þróaðist yfir rannsóknartímabilið. Tölfræðileg marktækni var miðuð við p<0,05. 18 - is ■ 14 12 — l 10 - Í5 8 - :o uT 6 - 4 - 2 0 \ 0-3 3-6 6-9 9-12 12-15 15-18 18-21 21-24 Aldur (minuðir) Mynd 1. Aldursdreifing barna undir tveggja ára aldri sem fengu garnasmokkun 1986- 2010. Áður en rannsóknin hófst fengust öll tilskilin leyfi frá Vísinda- siðanefnd, Persónuvernd og framkvæmdastjórum lækninga við Landspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri. Niðurstöður Alls fengu 67 börn garnasmokkun á tímabilinu, 44 drengir (66%) og 23 stúlkur (34%). Miðgildi aldurs var 8 mánuðir og var yngsta barnið þriggja mánaða og það elsta 11 ára. Flest börnin voru á fyrsta aldursári, eða 67%, og komu 84% tilfella fram fyrir tveggja ára aldur (mynd 1). Einungis greindust fjögur börn eldri en fjög- urra ára. Nýgengi á rannsóknartímarbilinu (1986-2010) var að meðaltali 0,4 tilfelli á hver 1000 börn undir eins árs aldri. Algengustu einkennin voru uppköst og kviðverkir. Klassísk þrenning einkenna er talin vera kviðverkir, uppköst og blóð í hægðum og kom hún einungis fyrir í 18% tilfella. Tíðni einkenna má sjá í töflu I. Langflest tilfelli garnasmokkunar voru staðsett á mótum smá- girnis og ristils eða 63 (94%). Tvö tilfelli voru í smágirni en ekkert tilfelli í ristli. I þremur tilfellum var staðsetning garnasmokkunar- innar óþekkt. Orsök garnasmokkunar var óþekkt hjá 47 börnum (70%). „Leið- andi punktur" var til staðar hjá 20 börnum og voru þeir allir góð- kynja. Þar af voru 11 börn með stækkaðan eitilvef sem greindur var við aðgerð. Sjá má orsakir og tíðni þeirra í töflu II. Tafla I. Einkenni garnasmokkunar. Fjöldi (%) Kviðverkir 41 (61) Uppköst 50 (75) Niðurgangur 18(27) Óværð 25 (37) Blóð í hægðum 24 (36) Fyrirferð í kvið 10(15) Hægðatregða 2(3) Hiti 2 38,0°C 20 (30) Þaninn kviður 6(9) Uppköst og kviðverkir 29 (43) Þrenning einkenna (kviðverkir, uppköst og blóð í hægðum) 12(18) Skurðaðgerð n=21 Mynd 2. Ferli meðferöar hjá börnum meðgarnasmokkun. 78 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.