Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 34
UMFJÖLLUN O G GREINAR Markmiðið er að njóta lífsins þrátt fyrir verki ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Á Reykjalundi hefur um allnokkurt skeið verið boðið upp á hugræna atferlis- meðferð í tengslum við meðferð við þrá- látum verkjum og að sögn Rúnars Helga Andrasonar sálfræðings hefur þetta gefið góða raun. Rúnar kynnti þetta með- ferðarúrræði á málþingi á nýafstöðnum Læknadögum. „Hugræn atferlismeðferð (HAM) var tekin upp sem meðferðarúrræði á Reykjalundi árið 1997. Þá var HAM að ryðja sér til rúms hér á landi og fáir þekktu út á hvað meðferðin gekk. Nú er ástandið hins vegar gjörbreytt og langflestir hafa heyrt þess- arar meðferðar getið, auk þess sem sérhæf- ing hefur aukist til muna," segir Rúnar. Á verkjasviði Reykjalundar hefur með- ferðin verið þróuð sérstaklega með tilliti til þrálátra verkja og er nú í boði sem sérhæft og gagnlegt meðferðarúrræði. „Sé litið til sögunnar var HAM upp- haflega þróað sem meðferðarúrræði við þunglyndi og í fyrstu var það notað þann- ig á Reykjalundi. Sjúklingar fengu 12 tíma einstaklingsmeðferð og um mitt ár 2003 fór af stað rannsókn á árangri þessarar HAM-meðferðar. Þeirri rannsókn lauk árið 2008 og þá var farið að rýna í niðurstöður og skoða bæði form og inntak meðferðar- innar sjálfrar. Rannsóknin var mjög ítarleg og niðurstöður hennar merkilegar en við drógum meðal annars þann lærdóm af henni að meðferðina þyrfti að aðlaga betur að sérstökum aðstæðum sjúklinganna hér á Reykjalundi." Læra að lifa með verkjunum Að sögn Rúnars eru algengustu verkir sem sjúklingar á Reykjalundi fást við ýmiss konar bakverkir og hálsverkir en geta þó verið af ýmsum öðrum toga. Ávallt er samt um króníska verki að ræða sem þurfa stöðugrar meðferðar við. „Sjúklingarnir verða allflestir að læra að lifa með verkjun- Fræðsludagur heimilislækna - AstraZeneca dagurinn 2. mars 2013 Hinn árlegi fræðsludagur heimilislækna verður haldinn á Nordica Hótel fyrsta laugardag í mars. Öldrunarlæknar og endurhæfingarlæknar eru sem fyrr hjartanlega velkomnir. Fræðsludagurinn er sem áður skipulagður af FÍH og styrktur af AstraZeneca. Dagskrá hefst kl. 9.00 Nánari dagskrá verður send læknum sérstaklega. Fræðslunefnd FÍH AstraZeneca um og endurhæfingin gengur út á að gera iíf þeirra sem bærilegast þrátt fyrir þá." Hann segir meginbreytinguna hafa falist í því að hefja hópmeðferð í stað ein- staklingsmeðferðar og leggja áherslu á verki sem viðfangsefni. „Við vildum ein- falda meðferðina, vinna með sjúklingana í hópum og stytta tímann. Við höfum verið að þróa þessa meðferð undanfarin 3-4 ár og með þeim breytingum sem hafa verið gerðar náum við til mun fleiri einstaklinga en áður. Þegar tölfræðin er skoðuð kemur í ljós að rúmlega 90% þeirra sem koma í endurhæfingu á verkjasviði fara í hug- ræna atferlismeðferð og á síðasta ári voru 26 hópar keyrðir í gegn. Hver hópur hitt- ist 6 sinnum og í hverjum þeirra eru 4-6 sjúklingar. Við leggjum megináherslu á lífsgæði einstaklingsins þrátt fyrir verki, að lifa með verkjunum fremur en að afneita þeim. Það er reyndar mikilvægt að minnast á það að HAM-meðferðin er hluti af heildrænni meðferð sem sjúklingar á verkjasviði njóta. Þeir kynnast því allskon- ar öðrum úrræðum og má nefna slökun og streitustjórnun, virkniþjálfun, iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og margt fleira. Fyrir vikið þurfum við ekki að hugsa fyrir þessu í HAM-meðferðinni heldur getum einbeitt okkur að mjög sérhæfðum lausnum sem byggja á HAM-hugmyndafræðinni." Aðspurður um hvað sé beinlínis lagt fyrir sjúklingana í meðferðinni segir Rúnar að fyrsta skrefið sé að beina athygli þeirra að því hvernig hugsun okkar getur haft áhrif á líðan. „Neikvæðar hugsanir og líkamleg vanvirkni gera verkina mun verri. Þeir sem hugsa stöðugt um hvernig verkirnir hindra þá í því að gera alls kyns hluti og eyðileggja fyrir þeim lífið gera verkina að aðalatriði í lífi sínu. Við viljum fá fólk til að skoða hugsanir sínar gagnvart verkjunum. Þetta snýst ekki um að afneita þeim, enda eru þeir staðreynd, en með því að virkja heilann og þar með hugsunina 94 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.