Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 13
RANNSÓKN
Tafla II. Áætluð orku- og próteinþörf þátttakenda og metin orku- og prótein-
neysla (meðaltöl og staðalfrávik).
Allir Karlar Konur
Orka n=61 n=41 n=20
Áætluð þörf (hitaeiningar/dag)1 1782 ±212 1848± 183 1646 ±205
Meðalneysla (hitaeiningar/dag) 1370 ±422 1384 ±438 1342 ±395
Meðalneysla (hitaeiningar/kg/dag) 19 ±5,8 19 ±5,7 20 ± 6,2
Prótein
Áætluð þörf (grömm/dag)2 86 ±10 89 ± 8,8 79 ± 9,8
Meðalneysla (grömm/dag) 61 ±20 62 ±21 57 ±17
Meðalneysla (grömm/kg/dag) 0,9 ± 0,3 0,8 ± 0,3 0,9 ± 0,3
’Miðað við lágmarks orkuþörf, 25 hitaeiningar/kg/sólarhring, samkvæmt klínískum
leiðbeiningum um næringu sjúklinga á Landspítala.19
2Miðað við lágmarks próteinþörf, 1,2 g/kg/sólarhring, samkvæmt klínískum
leiðbeiningum um næringu sjúklinga á Landspítala.19
hitaeiningar á dag. Þar af veittu aukabitar, það er annar matur
heldur en sá sem kom frá eldhúsi, að jafnaði um 300 hitaeiningar á
dag. Af þeim 1747 hitaeiningum sem máltíðir eldhússins gáfu, var
um það bil 1070 hitaeininga neytt og rúmlega 700 hitaeiningum
hent í ruslið. Þetta þýðir að einungis 60% hitaeininga og próteina
í máltíðunum 5 nýttist sjúklingunum.
Við mat á næringarástandi reyndust 14 sjúklingar (23%) annað-
hvort vera vannærðir a5 stig (n=7) eða í hættu á vannæringu 3-4
stig (n=7). Orku- og próteinneyslu þátttakenda eftir næringar-
ástandi má sjá í töflu III. Orku- og próteinneysla þeirra sem voru
vannærðir eða í hættu á vannæringu var að jafnaði nær áætlaðri
orku- og próteinþörf en orku- og próteinneysla vel nærðra sjúk-
linga (0-2 stig), sem að hluta til má rekja til almennari notkunar
næringardrykkja.
Umræður
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sjúklingar á
hjarta- og lungnaskurðdeild fullnægi ekki áætlaðri orku- og pró-
teinþörf sinni samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landspítala,
jafnvel ekki á 5. degi eftir aðgerð. Niðurstöðurnar eru í samræmi
við erlendar rannsóknir.18 Einnig er sláandi hversu stór hluti þess
fæðis sem framreitt er endar í ruslinu. Þrátt fyrir að fáar innlendar
rannsóknir hafi áður verið gerðar á orku- og próteinneyslu inni-
liggjandi sjúklinga hafa þær allar bent í sömu átt, það er að nær-
ingarmeðferð innan spítalans sé ábótavant.1,21'24 Huga þarf betur að
næringu inniliggjandi sjúklinga, allt frá mati á næringarástandi til
viðeigandi næringarmeðferðar.
Vannæring hefur lengi verið þekkt vandamál meðal skurð-
sjúklinga, bæði erlendis og hérlendis.1,25,26 Frá því í ársbyrjun 2012
hefur verið mögulegt að skima fyrir vannæringu í Sögukerfinu,
rafrænni sjúkraskrá sem notuð er á Landspítala og víðar. Innleið-
ing skimunar fyrir vannæringu er þó enn sem komið er skammt
á veg komin á Landspítala. Vannæring meðal sjúklinga getur haft
áhrif á líkamlega virkni, minnkað batalíkur og aukið tíðni fylgi-
kvilla, en við það eykst sjúkdómsbyrði og dánartíðni.9,26,27 Van-
næring veikir einnig ónæmiskerfið28 og getur truflað starfsemi
meltingarvegar.29 Skert næringarástand inniliggjandi sjúklinga
hefur auk þess verið tengt veikingu og rýrnun vöðva, sérstaklega
öndunarvöðva.30,31 Hjá eldra fólki getur skert næringarástand haft
Tafla III. Samanburður á orku- og próteinneyslu vel nærðra sjúklinga (litlar likur
á vannæríngu samkvæmt mati á næríngarástandi) og þeirra sem annaðhvort
reyndust vannærðir eða i hættu á vannæringu (meðaltöl, staðalfrávik og %).
Litlar líkur á vannæringu n=47 Ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu n=14 P-gildi
Orkuneysla (hitaeiningar/ 1343 ±427 1519 ±396 0,028*
dag)
Orkuneysla (hitaeiningar/ 18 ±5,3 22 ± 6,8 0,001*
kg/dag)
Hlutfall af orkuþörf1 72,0 88,0
Próteinneysla (grömm/dag) 60 ±19 66 ±18 0,069
Próteinneysla (grömm/ 0,8 ± 0,2 1,0 ±0,3 0,009*
kg/dag)
Hlutfall af próteinþörf2 66,7 83,3
'Miðað við lágmarks orkuþörf, 25 hitaeiningar/kg/sólarhring, samkvæmt klínískum
leiðbeiningum um næringu sjúklinga á Landspítala.19
“Miðað við lágmarks próteinþörf, 1,2 g/kg/sólarhring, samkvæmt klíniskum
leiðbeiningum um næringu sjúklinga á Landsþítala.19
áhrif á lífsgæði.32 Viss vitundarvakning um mikilvægi skimunar
fyrir vannæringu og markvissrar næringarmeðferðar virðist hafa
orðið síðastliðin ár. Hins vegar benda niðurstöður rannsókna,
bæði þeirrar sem hér er kynnt og eldri innlendra og erlendra rann-
sókna, til þess að orku- og próteinþörf inniliggjandi sjúklinga sé
almennt ekki fullnægt.1,18,21,24 Aukinni tíðni fylgikvilla og lengri
legutíma fylgir mikill kostnaður15 og bætt næringarmeðferð innan
sjúkrastofnana tengist því bæði gæðum þjónustunnar og hag-
rænum áhrifum.
I klínískum leiðbeiningum um næringu sjúklinga er áætlað að
orkuþörf inniliggjandi sjúklinga (annarra en gjörgæslusjúklinga)
sé á bilinu 25-30 hitaeiningar á hvert kílógramm líkamsþyngdar
á sólarhring. Próteinþörfin er áætluð 1,2-1,5 grömm á hvert kíló
líkamsþyngdar á sólarhring. Þrátt fyrir að miðað hafi verið við
neðri mörk áætlaðrar orku- og próteinþarfar í þessari rannsókn,
var orku- og próteinneyslan skilgreind ófullnægjandi hjá allflest-
um þátttakendum (allt að 90%), jafnvel á 5. degi eftir aðgerð. Lítil
orku- og próteinneysla skurðsjúklinga hefur einnig sést í erlend-
um rannsóknum.33 Einungis um 60% af þeim hitaeiningum sem
5 aðalmáltíðir dagsins gáfu nýttust sjúklingunum. Benda niður-
stöðurnar til þess að eftirlit og viðbrögð við því að sjúklingar klári
ekki þann mat sem borinn er fram séu ekki eins og best verður á
kosið. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna þó hærri orku- og
próteinneyslu sjúklinga sem voru greindir vannærðir eða í hættu
á vannæringu en meðal vel nærðra sjúklinga og fengu þeir einnig
oftar næringarríka millibita á borð við næringardrykki. Þetta
bendir til þess að starfsfólk geri sér að hluta til grein fyrir vand-
anum. Niðurstöður rannsóknarinnar sem hér er kynnt benda þó
til þess að næring sem í boði var fyrir sjúklingana hafi fullnægt
bæði orku- og próteinþörf þátttakenda hefði hennar verið neytt.
Askorun framtíðar snýr fyrst og fremst að því að meta hvers vegna
svo stór hluti fæðunnar endar í ruslinu. Ástæðu þessa er ekki hægt
að greina út frá þeim gögnum sem aflað var í þeirri rannsókn sem
hér er kynnt. Af hugsanlegum skýringum má til dæmis nefna við-
horf til sjúkrahúsmáltíða, skort á mannafla á deildum til að að-
stoða sjúklinga við að borða og lystarleysi í kjölfar aðgerðar eða
lyfjagjafa. Þess ber að geta að verið er að endurskoða matseðla
sjúklinga á Landspítala þar sem hugað er sérstaklega að auknu
framboði á orkuþéttara fæði og hagstæðari skammtastærðum.
LÆKNAblaðið 2013/99 73