Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 3
Ekta Læknadagastemmtting í Hörpu í janúar. Myndina tók Margrét Aðalsteinsdóttir sem cr potturinn og pannan í skipulagningu og framkvæmd Læknadaga. Hugmynd að dagskrá? Læknadagar 2014 verða dagana 20.-24. janúar í Hörpu Þeir sem vilja leggja til efni í dagskrá Laeknadaga sendi hugmyndir sínar til Margrétar Aðalsteinsdóttur magga@lis.is fyrir 10. maí nk. Fram komi hvort óskað er eftir þátttöku Fræðslustofnunar við að greiða kostnað vegna komu erlends fyrirlesara. Undirbúningsnefnd: Anna Gunnarsdóttir, Gerður Gröndal, Margrét Aðalsteinsdóttir, Nanna Kristinsdóttir, Ólafur H. Samúelsson, Ólafur Már Björnsson, Sigrún Hallgrímsdóttir, Össur Ingi Emilsson, formaður nefndarinnar og Fræðslustofnunar er Gunnar Bjarni Ragnarsson. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Um aldamótin tók listamaðurinn Gretar Reynisson (f. 1957) þá afdrifaríku ákvörðun að leggja heilan áratug undir skrásetningu, söfnun og talningu í sínu daglega lifi. Hann skyldi vinna að þessu verki hvern einasta dag, frá 1. janúar 2001 til 31. desember 2010, safna í sarpinn og leggja sýningarhald á hilluna uns því væri lokið. Gretar hvarf af sjónarsviði myndlistarinnar en var í raun sivirkur daglega allan þennan tima. Á vissan hátt má segja að um tíu ára langan gjörning hafi verið að ræða. Hvítu skyrturnar sem hann klæddist eitt árið urðu hluti af hljóðlátum gjörningi og úr varð verkið 52 skyrtur - ein á viku í heilt ár. Svipaða sögu er að segja um koddana tólf eða glösin 365. Dagleg iðja varð að samfelldu listrænu ferli þar sem inntakið er hin sígilda spurning um mörk lífs og listar. Verkið Geymt en gleymt (2001 -ólokið) er hluti af heildarverkinu, Áratugur, sem kemur fyrir sjónir almenn- ings I fyrsta sinn í heild sinni í samhengi listahátíðarinnar Sequences í apríl. Verk sem unnin voru hvern einasta dag í tíu ár eru til sýnis I Nýlistasafninu i aðeins tíu daga. ( þessu tiltekna verki sem sjá má á forsíðu Læknablaðsins einsetti Gretar sér að varðveita hluti í nærumhverfinu sem gengu úr sér eða misstu notagildi sitt. Hann mældi þá upp og smíðaði kassa akkúrat utan um hlutinn - brotinn kaffibolla, bleklausan penna eða úrelta tölvumús. Áður en hann lokaði kassanum gerði hann grein fyrir hlutnum og merkti dagsetningu inn á lokið. Eftir þvi sem tíminn líður og kassarnir safnast upp skolast til hvað er inni I hverjum og einum. Hægt er að handleika þá og hrista en þótt innihaldið sé geymt er það gleymt. Áratugur Gretars endurspeglar aga og jafnvel þráhyggju en þar er líka leikur, húmor og stundum allt að því barnsleg einfeldni. Þær andstæður sem togast á í verkum listamannsins gæða þau lífi. Þar er hvorki of langt seilst til að hafa stjórn á hlutunum né verður endurtekningin máttlaus eða kjánaleg. Alltaf er vegið salt á milli hins almenna og hins persónulega. Sem áhorfendur stöndum við frammi fyrir lífinu í hversdagsleika sínum og endurtekningu og veltum fyrir okkur hverju við fáum ráðið um það sem stendur eftir. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaðurog Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 12.400,- m. vsk. Lausasala 1240,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík y/, © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2013/99 175

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.