Læknablaðið - 15.04.2013, Síða 28
SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR
Mynd 4. Handknúin ein-
stimpla töfluvél afdanskri
gerð (Diaf) úr Reykjavíkur-
apóteki. í henni voru töflurnar
slegnar með því að snúa hjóli.
Vélin skilaði afsér einni töflu
við hvernfullan snúning
á hjólinu. (Myndin tekin í
Lyfjafræðisafninu íNesi 11. 5.
2012; ÞÞ.)
Mynd 5. Stefán Thor-
arensen (1891-1975)
stofnaði næstelsta
apótekið í Reykjavík,
Laugavegsapótek, árið
1919, og síðar heild-
verslun í eigin nafni.
Hann gerðist stórtækur
innflytjandi erlendra
sérlyfja og innleiddi ný
vinnubrögð í töflugerð
á íslandi eftir lok síðari
heimsstyrjaldar. (Mynd
úr Lyfjafræðingatalinu
1982.)
hafði í Bandaríkjunum þegar leiðir lokuðust til Danmerkur á
stríðsárunum. Sigurður þekkti því til nýjustu tækni í töflugerð þar
vestra og hefur hvatt Stefán til kaupanna. Hvernig sem þessu var
nákvæmlega farið, er ljóst að hér var brotið blað í sögu töflugerðar
á íslandi, hún færðist úr seinvirkum handknúnum vélum í fram-
leiðslu í stórtækari, rafknúnar töfluvélar. Höfundum er ekki kunn-
ugt um hvað af þessari vél varð. Heildverslunin mun hafa framleitt
töflur fram á 8. áratug síðustu aldar.9
Lyfjaverslun ríkisins var að stofni til frá 3. tug 20. aldar. Lyfja-
verslunin var alla tíð heildsölufyrirtæki, rekið með sérstöku tilliti
til þarfa spítala og lækna og dýralækna sem höfðu lyfsöluleyfi
(máttu selja lyf jafnframt læknisstörfum). Lyfjaverslunin hóf
töfluframleiðslu í smáum stíl árið 1950. Arið 1954 fluttist fyrir-
tækið í vegleg húsakynni að Borgartúni 6 og eignaðist þar öflugar
töfluvélar.19 í Lyfjafræðisafninu er nú varðveitt sú töfluvél fyrir-
tækisins sem mest reyndi á við framleiðsluna eftir 1954. Vélin er af
Stokes-gerð eins og töfluvél Stefáns Thorarensen og áður getur um
(mynd 6). Forstöðumaður Lyfjaverslunar ríkisins (lyfsölustjóri) frá
árinu 1939 og til dauðadags var Kristinn Stefánsson læknir (1903-
1967), en hann var jafnframt dósent og síðar prófessor í lyfjafræði í
læknadeild Háskóla íslands. Meginstarf Kristins var engu að síður
ætíð í þágu Lyfjaverslunarinnar.2021
Töfluframleiðsla Lyfjaverslunarinnar hefur án efa verið mikil
að vöxtum og margvísleg þegar rekstur fyrirtækisins var í hvað
mestum blóma. Lyfjaverslunin auglýsti hins vegar aldrei og skrá
yfir framleiddar töflur hefur ekki komið í leitirnar. í þessu sam-
bandi skal þess getið að mikil gögn eru enn ókönnuð í Lyfja-
fræðisafninu frá Lyfjaverslun ríkisins, Reykjavíkurapóteki og
Heildverslun Stefáns Thorarensen hf. Lyfjaverslun ríkisins hvarf
síðan inn í önnur fyrirtæki sem lögðu grunninn að risastóru lyfja-
framleiðslufyrirtæki, Actavis.9
Um lyfjaframleiðslu Pharmaco hf., Innkaupasambands apótek-
ara og samruna við Delta hf. er fjallað í fyrri ritgerð. Töflufram-
leiðsla Pharmaco hf. var lítil fyrir samrunann við Delta hf.9
Vilhjálmur G. Skúlason prófessor var jafnframt eftirlitsmaður
lyfjabúða árin 1968-1971. Að hans sögn voru þá um 30 lyfjabúðir
í landinu og framleiddu þær flestar töflur. Tíu árum síðar hafði
dregið mjög úr framleiðslu í apótekum. Var þá talið að töflur væru
einungis framleiddar í þremur apótekum.18 Meginástæðu þessa,
og reyndar undanhalds innlendrar lyfjaframleiðslu yfirleitt, virt-
ist vera að rekja til aukins innflutnings erlendra sérlyfja.22 Auknar
kröfur til framleiðslunnar skiptu og máli.9
Nú framleiðir aðeins eitt fyrirtæki töflur á íslandi, Actavis.
Framboð á töflum á íslandi 1913-1965 og gildi taflna til lækninga
Mynd 7 sýnir sveiflur í fjölda töflutegunda sem samkvæmt að-
gengilegum heimildum voru hér opinberlega á markaði á 6 til-
greindum árum á rúmlega 50 ára tímabili (1913-1965). A myndinni
eru jafnframt sýndar sveiflur í fjölda mixtúra, pillna, hylkja og
skammta á umræddu tímabili. Töflum er skipt í tegundir: a) með
tilliti til gerðar virks efnis (virkra efna) í töflu, b) með tilliti til mis-
munandi magns sama virka efnis (sömu virku efna) í töflu. Sama
skipting gildir um pillur og hylki.
í Lyfjaverðskránni 1913 eru 12 tegundir taflna. Sumar þeirra
teljast ekki til taflna í dag, en voru svokallaðar lausnartöflur (sol-
ublettne). Slíkar töflur voru ætlaðar til þess að búa til lausnir og
voru því ekki til inntöku. Eiginlegar töflur voru þannig innan við
10 talsins á markaði árið 1913. Sérstaka athygli vekur að asetýlsali-
sýlsýrutöflur voru komnar hér á markað árið 1913. Notkun þeirra
hefur þó að ætla má enn verið í skugga asetýlsalisýlsýruskammta
þegar þetta var.15'17
Arið 1924 voru tegundir taflna á markaði 23 alls. Þetta var fáum
árum áður en fyrstu auglýsingar um erlend sérlyf í töfluformi tóku
að birtast í Læktmblaðinu.5 Árið 1934 var fjöldi einstakra töfluteg-
unda hins vegar orðinn meira en tuttugufaldur á við það sem verið
hafði 10 árum fyrr. Virðist þessi mikla fjölgun ekki verða skýrð
öðruvísi en með stórauknu innflæði erlendra lyfja (ekki síst sér-
200 LÆKNAblaðiö 2013/99