Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2013, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.07.2013, Qupperneq 22
RANNSÓKN Tafla VII. Fæðingarþyngd og þyngdarstuðull (ponderal index) nýbura kvenna með sykursýki af tegund 1 eftir meðgöngulengd í samanburði við fullburða börn í almennu þýði 1999-2009. Meðgöngulengd Þyngd (g) Meðaltal (bil) Þyngdarstuðull Miðgildi (bil) Meðalþyngd í almennu þýði (g) <37 vikur (n=23) 3118(1740-4880) 26,6 (22,2-75,0) - 37-38 vikur (n=14) 4092 (2250-5560) 29,1 (10,4-25,5) 3119 38-39 vikur (n=30) 3992 (2850-5070) 28,4 (22,8-33,4) 3390 39-40 vikur (n=20) 3827 (1890-5050) 27,7(21,4-33,8) 3618 40-41 vika (n=3) 3512 (3450-3555) 24,5 (24,4-25,3) 3792 41-42 vikur(n=1) 3550 26,7 3949 n = fjöldi barna. Þyngdarstuðull, ponderal index (Pl) = kg/m3 Umræða Þegar niðurstöðurnar eru bornar saman við aðrar rannsóknir er mikilvægt að hafa í huga að hópurinn var lítill og þar af leiðandi erfiðara að álykta um atriði eins og tíðni fylgikvilla og samband þeirra við blóðsykurstjórnun. Hópurinn er samt þverskurður af konum á barneignaaldri með SSTl í heilu þjóðfélagi og tíðni fylgikvilla sykursýki var áþekk því sem sést hefur á Islandi.21 Meðalaldur var sá sami og hjá fæðandi konum almennt á árunum 1999-2010 (Hagstofa íslands, www.hagstofa.is) og fjöldi frumbyrja aðeins lítillega hærri. Á óvart kom hve hátt hlutfall kvennanna voru of þungar eða of feitar, því sjúklingar með SSTl eru oftar í eðlilegum holdum en þeir sem hafa SST2. í mars 2008 var tekið úrtak 19,8% barnshafandi kvenna í mæðravernd á höfuðborgarsvæðinu og líkamsþyngdar- stuðull þeirra reiknaður (óbirtar niðurstöður; Jóna Dóra Kristins- dóttir, ljósmóðir, tilgreint með leyfi). Meðaltalið var 25,0 kg/m2, samanborið við 27,2 kg/m2í SSTl rannsóknarhópnum. I úrtakinu frá 2008 voru 44% í ofþyngd eða með offitu, en í þessari rannsókn var sama hlutfall 62%. Konur með SSTl virðast því vera þungar miðað við aðrar konur, sem er áhyggjuefni því þar með aukast lík- ur á fleiri heilsufarsvandamálum, einkum háþrýstingi og tengdum fylgikvillum í og utan meðgöngu. Þriðjungur kvennanna þyngdist of mikið, en hæfileg þyngdaraukning á meðgöngu fyrir konur í kjörþyngd er 12-15 kg.22'23 Fyrri íslensk rannsókn sýndi tengsl vax- andi þyngdar mæðra við blóðþrýstingstengda fylgikvilla með- göngu.24 Eins og í öðrum rannsóknum fannst samband milli þyngdaraukningar móður og meiri þyngdar barnsins.24-25 Fyrirverandi háþrýstingur sást hjá áttundu hverri þessara ungu kvenna, líklegast vegna undirliggjandi æðasjúkdóms samfara sykursýkinni eða ofþyngd/offitu. Þetta eykur hættu á meðgöngueitrun8, sem hluti kvennanna fékk í ofanálag eins og viðbúið var24, einkum hjá þeim sem voru þyngri. Konur í ofþyngd voru mun líklegri til að vera með langvinnan háþrýsting. Tíðn- in meðal þeirra sem voru í ofþyngd var fimmföld og níföld hjá þeim offeitu miðað við þær sem voru í kjörþyngd. Hið sama sást varðandi meðgöngueitrun þar sem tíðnin meðal kvenna í ofþyngd var nær tvöföld og þreföld hjá þeim offeitu, miðað við konur sem voru í kjörþyngd. Sömu tilhneigingu hefur áður verið lýst í almennu íslensku þýði en hlutfallið var mun lægra en hjá konum með SSTl. Meðal kvenna í ofþyngd í þeirri rannsókn fengu um 3% langvinnan háþrýsting og tæp 4% meðgöngueitrun en sam- svarandi tölur fyrir þær offeitu voru 10%.24 Til mikils er að vinna fyrir verðandi mæður, sykursjúkar sem aðrar, að halda kjörþyngd. Til að draga úr líkum á meðgöngueitrun er mælt með gjöf lágra skammta af asetýlsalicýlsýru þegar líkur eru auknar á með- göngueitrun, sem á við um konur með sykursýki26, en hefja þarf meðferðina fyrir 16. viku meðgöngu. Offita íslensku kvennanna er líkleg skýring á tiltölulega hárri tíðni meðgöngueitrunar sem sást hjá aðeins 13% kvenna í sambærilegri hollenskri rannsókn.15 í Svíþjóð voru 2% SSTl kvenna með háþrýsting fyrir meðgöngu og 14% fengu meðgöngueitrun, en 18% í danskri athugun.427 Langtímasykurstjórnun er oft metin með mælingu á sykur- tengdum blóðrauða, en sú rannsókn er í eðli sínu afturskyggn og háð hröðum líffræðilegum breytingum á meðgöngu. Notagildi mælingarinnar til blóðsykurstjórnunar er því takmarkaðra í þungun en utan hennar og yfirleitt er stuðst við daglegar blóðsyk- urmælingar.9-12 í erlendum klínískum leiðbeiningum er mælt með að HbAlc sé haldið undir 6,5% fyrir og á meðgöngu.12 Þetta náðist ekki á íslandi þar sem HbAlc var að jafnaði um 20% yfir mark- inu í upphafi meðgöngu, en á lokaþriðjungi var meðaltalsgildið komið niður í 6,3%. Ekki var munur á blóðsykurstjórnun á fimm ára tímabilunum, enda þótt á því seinna væru flestar konurnar á insúlín hliðstæðum og insúlíndælum sem talin eru betri með- ferðarúrræði.28 Blóðsykurstjórnun versnaði í öfugu hlutfalli við lífaldur. Konur yngri en 25 ára voru með marktækt hærra HbAlc á fyrsta þriðjungi heldur en þær sem voru eldri, þó breytingar á HbAlc væru í samræmi við það sem áður hefur verið sýnt.9Yngri konurnar eru hugsanlega ekki eins móttækilegar fyrir erfiðri syk- ursýkimeðferð, meðan þær eldri gætu hafa hugað betur að sykur- stjórnun í aðdraganda þungunarinnar. I sumum nágrannlöndum virðast konur ná betri tökum á blóðsykurstjórnun fyrir þungun en hér.15-27 Inngrip í fæðingu voru mun tíðari hjá konunum með SSTl en í almennu þýði á sama tímabili. Fæðing var oftar framkölluð og eðlilegar fæðingar meira en helmingi færri en almennt. Nær 2/3 kvennanna fæddu með keisaraskurði, ýmist val- eða bráða- aðgerðum. Aukin tíðni fylgikvilla móður og fósturs/barns gæti skýrt þessa auknu inngripatíðni. Þegar barn er áætlað mjög stórt, eða yfir 4500g, er gjarnan mælt með valkeisaraskurði til að forðast fæðingarskaða. Þröskuldur fyrir inngripi er þvi lægri en hjá kon- um án sykursýki. í samanburði við Danmörku, Holland og Sví- þjóð415-27 reyndist ísland vera með hæstu tíðni keisaraskurða, en börnin voru að meðaltali um lOOOg þyngri en börn í almennu þýði á 37.-39. viku. Einungis fjórar konur fæddu eftir að 40 vikum var náð, en rúmur fjórðungur fæddi fyrirbura. Tíðni fyrirburafæðinga á Landspítalanum var 7,6% á sama árabili (upplýsingar frá Fæð- ingaskráningunni). Burðarmálsdauði var 21,3/1000 samanborið við 4-5/1000 á ís- landi á sama tímabili. Andvana börnin tvö fæddust eftir stutta meðgöngu í kjölfar mikilla erfiðleika móður við blóðsykurstjórn- un. Varasamt er að draga miklar ályktanir um burðarmálsdauða út frá þessu litla þýði, en dauðsföllin minna engu að síður á auknar hættur samfara meðgöngu þegar móðirin er með SSTl. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að tíðni burðarmálsdauða er enn mun hærri en í almennu þýði þrátt fyrir bætta blóðsykurstjórnun.41415 Annað vandamál tengt slæmri sykurstjórnun er aukin tíðni meðfæddra missmíða. Nýgengi hjartagalla á íslandi var 1,7% á árunum 1990-199929, en í þessari rannsókn var tíðni hjartagalla 6%. Átta börn fæddust með alvarlega missmíð, en almennt er tíðnin á bilinu 2-3%. Tengsl slæmrar blóðsykurstjórnunar á fyrsta þriðj- 342 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.