Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2013, Page 28

Læknablaðið - 15.07.2013, Page 28
UMFJÖLLUN O G GREINAR ekki komið sjúklingi sínum á stofnun sem meðhöndlar hann samkvæmt nýjustu þekkingu og tækni. Læknadeildin gegnir síðan því hlutverki að mennta læknana fyrir hvorar tveggja aðstæður og allar aðrar sem hugsanlega geta mætt lækn- inum í starfi hans." A sama hátt segir Guðmundur að keðja fræðslu og þekkingar milli sérfræðinga og læknanema verði að vera heil og órofin eins og hann benti á í upphafi samtalsins með tilvitnun í læknaeiðinn. „Það hefur verið gengið svo langt í niðurskurði á Landspítalanum, allt í því góða augnamiði að ná rekstrar- og launa- kostnaði niður, að einingar innan hans eru orðnar mjög viðkvæmar. Staðan á mörgum deilda Landspítalans er einfaldlega þannig að þar vantar bæði mannskap og nothæfan tækjabúnað og þetta er hnignun sem er gríðarlega mikilvægt að verði snúið við. Það er allra hagur, hvort sem talað er um læknanema, unglækna eða sérfræðinga en þó fyrst og fremst almenning í landinu sem treystir á þjónustuna. Samkeppnis- hæfni okkar við erlenda spítala snýst ekki eingöngu um launakjör. Hún snýst líka um starfsaðstöðu læknanna og mögu- leikana sem ungum metnaðargjörnum sér- fræðingum standa til boða þegar þeir snúa hingað heim eftir langt sérnám erlendis. Það hefur verið styrkur okkar að geta boð- ið þessu fólki fjölbreytta möguleika í starfi og við megum ekki glata því. Hér eru sterkar samstarfsstofnanir í rannsóknum, íslensk erfðagreining, Krabbameinsfélagið, Hjartavernd og fleiri. A undanförnum árum hefur styrkst hér í sessi óformlegt skipulag rannsóknarmála sem ég tel að geti orðið mjög farsælt. í því skipulagi eru þrjú meginlög rannsókna, sameinda-/ frumulíffræði (Lífvísindasetur), lýðheilsu- rannsóknir (Lýðheilsustofnun) og klín- ískar rannsóknir (klínisk rannsóknarsetur á Landspítala og í heilsugæslu). Þvert eða lóðrétt á þessi lög koma síðan rannsóknir í líffærakerfum eða sjúkdómaflokkum, krabbameinsrannsóknir, hjarta- og æða- rannsóknir og margt fleira sem nýtur góðs af öllum þremur rannsóknarlögunum og segja má að út úr þessu fáum við öfl- ugan hóp lífvísindamanna sem reiðir sig meðal annars á grunngögn og þekkingu þeirra stofnana sem ég nefndi áður. Þessi framsetning og skipulag lífvísindarann- sókna er höfundarverk Magnúsar Karls Magnússonar prófessors sem tekur við af mér í starfi deildarforseta. Þetta er jákvæð skipuleg hugsun og við erum að sækja í okkur veðrið á þessu sviði." Við ljúkum þessu samtali með því að skyggnast inn í framtíðina. „Menntun snýst alltaf um framtíðina en byggir á þekkingu nútímans og reynslu fortíðar. Við þurfum að varðveita hin háleitu sið- rænu markmið sem eru arfur fortíðar en augljóslega sígild og við þurfum að takast á við nýja þekkingu sem okkur ber skylda til að hagnýta í þágu sjúklinganna. Aug- ljós viðfangsefni næstu ára verða meðal annars að styrkja menntun og þekk- ingaröflun í dreifbýlislækningum (rural medicine), styrkja undirbúning lækna- nema undir þátttöku í nýsköpunarstarfi og styrkja brúarsmíð frá grunnvísindum til hagnýtingar (translational research), til dæmis að hagnýta hina miklu nýju þekk- ingu í erfðafræði sem íslendingar hafa lagt drjúgan skerf til. Mikilvægast er þó að búa unga fólkið eins vel og mögulegt er undir að takast á við hið óvænta, það sem er á bak við ystu sjónarrönd og við vitum ekki hvað er," segir Guðmundur Þorgeirsson. Yfirlæknir myndgreiningardeildar Krabbameinsfélags íslands Krabbameinsfélag íslands óskar eftir að ráða yfirlækni í myndgreiningu á myndgreiningardeild Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. Umsækjendur skulu hafa lækningaleyfi á íslandi og fullgild réttindi í myndgreiningu (röntgen/geislagreiningu). Æskilegt er að viðkomandi umsækjandi hafi menntun og/ eða reynslu af brjóstamyndum (mammógrafíu), stjórnun og forvarnarstarfi eftir því sem við á. Yfirlæknir stjórnar m.a. framkvæmd á hópleit með brjóstamyndum og sérrannsóknum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags íslands og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir Kristján Oddsson sviðsstjóri leitarsviðs i síma 540 1900 (netfang ko@krabb.is). Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík merkt „Yfirlæknir“ eða með tölvupósti á netfangið ko@krabb.is fyrir l.ágúst 2013. Krabbameinsfélagiö Krabbameinsfélag Islands Sími 540 1900 Skógarhlið 8 www.krabb.is 105 Reykjavik krabb@krabb.is 348 LÆKNAblaðið 2013/99 I

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.