Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2013, Síða 33

Læknablaðið - 15.07.2013, Síða 33
UMFJOLLUN O G GREINAR sem eru of feitir og fara eftir leiðbeining- um hans léttast verulega í kjölfarið. Lengi vel voru hjartalæknar mjög andsnúnir þessum hugmyndum og töldu að neysla á svo mikilli fitu myndi hækka kólesterólið upp úr öllu valdi og valda meiri skaða en ella. Atkins var í rauninni skotinn í kaf af sínum eigin kollegum. Það er að nokkru leyti ósanngjarnt þar sem Atkins skipti matarkúrnum í nokkur þrep og það er einungis í fyrsta þrepinu sem öll kolvetni eru tekin út. Þau eru síðan tekin inn aftur en í miklu minna mæli en áður. Menn einblíndu á fyrsta þrepið í gagnrýni sinni. Þegar þetta er skoðað nánar má segja að Atkinskúrinn, eins og hann er settur upp í dag, sé að mörgu leyti mjög skynsamlegt mataræði ef því er fylgt eftir alla leið." Mataræði þarf að klæðskerasauma Þegar Axel er spurður hvort hann geti mælt með einhverju ákveðnu mataræði segir hann spurninguna erfiða. „Það sem hentar einum hentar nefnilega ekki öllum. Það þarf að klæðskerasauma þetta að nokkru leyti. Og það þýðir heldur ekki að segja fólki hvað það má borða og hvað ekki. Það verður að vilja þetta sjálft. Þá haldast lífsstíll og mataræði þétt í hendur. Ef fólk byrjar að hreyfa sig og upplifir bætta líkamlega líðan eru allar líkur á að það vilji frekar breyta mataræði sínu til hins betra. Þegar kemur að hjartasjúkdómum og hvernig á að forðast þá benda rannsóknir til að hið svokallaða Miðjarðarhafsmat- aræði sé mjög gagnlegt. Einnig hafa rann- sóknir sýnt að svokallað DASH mataræði getur haft verndandi áhrif þegar kemur að hjarta-og æðasjúkdómum. Svokallað Paleo mataræði (steinaldar- mataræði) er gríðarlega vinsælt víða um heim í dag, ekki síst í Bandaríkjunum. Þar er fólki ráðlagt að borða eingöngu það sem hægt er að veiða og tína, og forðast landbúnaðarvörur og unnin matvæli. Ein rökin sem notuð eru fyrir þessu mataræði eru þau að maðurinn hafi neytt slíks mat- aræðis stærstan hluta tilvistartíma síns hér á jörðinni. Allar aðferðir til að hafa áhrif á matvæli með nútímatækni matvælaiðnað- arins eru samkvæmt þessum kenningum ónáttúrulegar. Þar til landbúnaður kom til sögunnar fyrir um 10 þúsund árum borðaði maðurinn ekki kornvörur, baunir, kartöflur, mjólk eða unnar sykurvörur. Ég ráðlegg hinsvegar engum að fara á lágkolvetnamataræði nema viðkomandi sé að glíma við offitu, sé með of háan blóð- þrýsting og yfirvofandi sykursýki. Ég hef hinsvegar líka fengið til meðferðar ein- staklinga sem eru grannir en með mjög háa blóðfitu og hafa kannski að auki fjöl- skyldusögu um hjarta- og æðasjúkdóma. Þessum einstaklingi hentar alls ekki lág- kolvetnamataræði með háu fituinnihaldi. Það þarf því að skoða þetta í hverju tilfelli „Þegar nánar er skoðað má segja að Atkinskúrinn sé að mörgu leyti mjög skynsamlegt mataræði efþví er fylgt eftir alla leið," segir Axel F. Sigurðsson Ujarlalæknir sem heldur úti síðunni www.mataraedi.is fyrir sig. Um slíkt ástand hefur talsvert verið fjallað og er stundum kallað Normal weight obesity, offita án ofþyngdar. Þá er hlutfall fitu í líkamanum mjög hátt þrátt fyrir að einstaklingurinn sé grannur á að líta. Þessu ástandi fylgir veruleg hætta á hjarta- og æðasjúkdómum." Axel segir augljóst að líkamleg hreyfing sé lykilatriði til að halda góðri heilsu. „Það á við um alla, hvort sem þeir eru feitir eða grannir, ungir eða gamlir. Ég verð stundum var við það viðhorf hjá eldra fólki að óþarft sé að hreyfa sig en ég horfi á fullorðið fólk sem líður vel líkamlega og andlega og sé að þetta er fólkið sem er að fara reglulega í gönguferðir og sund. Það hafa allir gott af að hreyfa sig en fyrir marga er þetta dálítill þröskuldur sem þarf að komast yfir. Fólk finnur sér oft einhverja afsökun til að hreyfa sig ekki. Sumir virðast halda að vinnutengd hreyfing sé nægileg. Ég fæ til mín iðnaðar- menn sem segjast vera stöðugt á ferðinni í vinnunni og þeir þurfi ekki að hreyfa sig utan hennar. Samt skora þeir mjög lágt í þolprófi lungna og hjarta." Við sláum botninn í þetta spjall með þeim orðum Axels að læknar séu almennt að verða meðvitaðri um gildi forvarna og heilbrigðs mataræðis og lífsstíls. „Það var lítið fjallað um næringarfræði þegar ég var í læknanámi en mér skilst að það sé að aukast. Það má gjarnan hleypa for- varnafræðunum meira inn í læknanámið þó fræðsla til sjúklinga um þessi efni sé tímafrek og árangurinn láti oft á tíðum bíða talsvert eftir sér. Það er samt mjög mikilvægt og fullkomlega þess virði." LÆKNAblaðið 2013/99 353

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.