Læknablaðið - 15.07.2013, Síða 35
Fíknivanda er hægt að vinna með ef ein-
staklingurinn vill hjálp, annars er frekar
um líknandi meðferð og skaðaminnkun að
ræða."
Sakhæfir og ósakhæfir eiga ekki saman
Kjarni málsins að sögn Páls felst annars
vegar í úreltri nálgun frumvarpsins að
hlutverki geðlækninga í öryggisgæslu
sakhæfra fanga þar sem alltof frjálslega er
farið með hugtakið geðdeild og hins vegar
eru dómurum gefnar rýmkaðar heimildir
til að dæma sakhæfa einstaklinga til vistar
á geðdeild sem geðlæknar segja skýrt að
sé ekki á þeirra færi að hjálpa, en um leið
íþyngja geðheilbrigðisþjónustunni með
verkefnum annarra, á tímum þegar sér-
hæft geðheilbrigðisstarfsfólk vantar.
„Kostnaður við vistun einstaklings á
geðdeild er einnig margfaldur miðað við
að vista hann í fangelsi en það er þó ekki
aðalgallinn heldur sá að með því skerðast
möguleikar annarra sjúklinga til hefð-
bundinnar meðferðar, truflun verður á
meðferðarstarfsemi þar sem reynslan sýn-
ir að vera slíks einstaklings, sem ekki er
til meðferðar, á almennri geðdeild truflar
starfsemina verulega.
Ef hugmyndin er frekar að vista
sakhæfa einstaklinga á réttargeðdeild þá
UMFJÖLLUN O G GREINAR
„Geölæknar Itafa aðeins meöferöarúrræði sem gagnasl gagnvarl alvarlegum
geösjúkdómum, en í afar takmörkuðum mæli eða alls ekki gagnvart andfélags-
legri persónuleikaröskun, siðblindu, afbrigðilegri kynhegðan, þroskahömlun og
einhverfu," segir Páll Matthíasson framkvæmdastjóri Geðsviðs Landspítalans.
eru alvarlegir annmarkar á henni fyrir
utan plássleysi og margfaldan kostnað.
Reynslan hér heima og erlendis sýnir ótví-
rætt að ekki fer saman að vista sakhæfa
einstaklinga og ósakhæfa á réttargeðdeild.
Astæðan er sú að ósakhæfu einstakling-
arnir eru mjög viðkvæmir vegna veikinda
sinna og stundum fötlunar og þeir sak-
hæfu færa sér þetta í nyt og kúga stundum
sjúklinga með langvinna geðrofssjúkdóma
og jafnvel starfsfólkið líka. Það má nefna
að strax árið 1886 tók Broadmoor réttar-
geðspítalinn í Bretlandi fyrir innlagnir
sakhæfra úr fangelsum eftir uppþot og
morð innan spítalans. Það væri sannarlega
tímaskekkja ef við gerðum hið gagnstæða
meira en öld síðar."
Hawaii-yfirlýsing geðlækna (siðareglur
geðlækna) veldur því einnig að geðlæknar
þurfa að huga að siðferðilegum grunni
meðferðar. „Sú yfirlýsing kom á sínum
tíma til sem svar við misnotkun Sovét-
manna á geðlækningum í pólitískum til-
gangi, en hún á einnig fullt erindi ef ætlun
dómstóla er að misnota geðlækningar. I
henni segir skýrt að geðlæknar mega ekki
taka þátt í nauðung á einstaklingi nema
hann geti ekki veitt upplýst samþykki og
að meðferð þurfi til að forða hættu. Þar er
sem sagt gerð krafa um að meðferð hafi
góða von um að skila árangri til að nauð-
ung megi beita."
Úrelt meðferðarstefna
Páll segir að lokum að í greinargerð
með frumvarpinu sé vísað til skipulags
réttargeðlækninga og hegningarlaga á
Norðurlöndum, einkum Noregi og Dan-
mörku. „í því samhengi er rétt að benda á
tvennt: á Norðurlöndunum er því miður
víða pottur brotinn i mannréttindamálum
fanga og sem dæmi má nefna að hingað
hafa endurtekið komið nefndir fagfólks
frá Noregi til að sjá hvernig við förum að
því að nauðungarvista svona fáa geðsjúka
og hvernig á því standi að hér skuli frá
1932 ekki hafa verið notaðar spennitreyjur.
Einnig varðandi það atriði er gaman að
segja frá því að ég sat núna í maí fyrir
svörum hjá danskri þingnefnd um það
hvernig Danir geti tekið íslenska kerfið sér
til fyrirmyndar til að draga úr nauðung í
kerfinu hjá sér. Hitt atriðið er kostnaðar-
legs eðlis. I Danmörku eru tvöfalt fleiri
legurými miðað við höfðatölu en á íslandi
og í Noregi eru þau þrefalt fleiri.
Auknar heimildir íslenskra dómara
til að dæma fólk til vistar á geðdeildum
munu óhjákvæmilega leiða til mjög
aukinnar þarfar fyrir pláss á geðdeildum.
Það mun því annaðhvort rýra mjög rétt
almennings til meðferðar á geðdeild, eða
leiða til mikillar aukningar leguplássa,
með miklum og ófyrirséðum tilkostnaði,
enda stofnkostnaður mikill og legudagar á
geðdeildum miklu dýrari en á stofnunum,
heimilum - eða í fangelsum."
„I grunninn," segir Páll „virðist í
frumvarpi refsiréttarnefndar innanríkis-
ráðuneytisins upprisin hin svokallaða
meðferðarstefna í refsirétti. Þetta er stefna
sem var vinsæl frá 19. öld og fram undir
1970, einkum á Norðurlöndum og gekk
út frá því að glæpir séu í eðli sínu merki
sjúkleika sem þurfi að lækna. Því sé ekki
endilega horft á alvarleika afbrots heldur
meinta þörf afbrotamanns fyrir meðferð.
Vandinn er að þetta er aðför að mannrétt-
indum og arfavitlaust meðferðarlega. Ég
skal nefna dæmi sem Jónatan Þórmunds-
son prófessor emeritus, einn helsti and-
stæðingur meðferðarstefnunnar í refsirétti
á íslandi, gaf í einni af bókum sínum, bók-
inni „Viðurlög við refsingum" frá 1992. Þar
benti hann á að samkvæmt þessari stefnu
geti 18 ára unglingur sem brýtur rúðu
lent í margra ára „meðferð" á stofnun, af
því dómarinn telur hann eiga svo bágt
og hann þurfi að „laga". Vandinn er sá að
þar sem engin meðferð sem treysta má á,
er til við rúðubrotum eða undirliggjandi
hegðunarröskunum, þá er hættan sú að
einstaklingurinn sleppi seint, sé forhertari
en áður yfir þeim órétti sem hann hefur
verið beittur og að í raun hafi hann fengið
þyngri refsingu fyrir rúðubrotið heldur en
ef hann hefði framið alvarlegt afbrot. Með-
ferðarstefnudrauginn, sem er líklega angi
af „sjúkdómsvæðingaræði" nútímasam-
félagsins þarf að kveða niður með öllum
ráðum," segir Páll að lokum.
LÆKNAblaðið 2013/99 355