Læknablaðið - 15.07.2013, Side 36
UMFJÖLLUN O G GREINAR
Lyfjamál í brennidepli - árétting vegna greinar
Jakob Falur
Garðarsson
framkvæmdastjóri
Frumtaka, samtaka
framleiðenda frumlyfja
Gerður Gröndal og Einar S. Björnsson
skrifuðu nýlega ágæta grein í Læknablaðið
(5. tbl. 99. árg.) undir yfirskriftinni Lyfja-
mál í brennidepli. í greininni fjalla þau um
notkun S-merktra lyfja. Þar er réttilega
fjallað um nýlega skýrslu vinnuhóps vel-
ferðarráðherra og þá niðurstöðu að að-
haldi hafi verið beitt til hins ýtrasta und-
anfarin ár og að ekki sé unnt að ná frekari
sparnaði í þessum flokki nema með því að
takmarka enn frekar aðgengi að lyfjunum
eða bókstaflega að taka sjúklinga af þeim.
Einnig fjalla Gerður og Einar nokkuð
um þá staðreynd að upptaka nýrra lyfja,
til dæmis krabbameinslyfja, hafi verið
mjög takmörkuð hér á landi undanfarin
ár. Almennt er grein þeirra góð og sann-
gjörn greining á stöðu S-merktra lyfja hér
á landi. Það er þó rétt að staldra við eitt
atriði greinarinnar, en það er umfjöllun
um verð lyfjanna og sú fullyrðing að „verð
á sumum dýrum lyfjum á íslandi er mun
hærra en á Norðurlöndunum". Þessari
fullyrðingu sinni til staðfestingar nefna
greinarhöfundar óskýrt dæmi um lyf við
sortuæxli „þar sem útboð á íslandi gaf 2%
afslátt en raunafsláttur í Noregi var 20%".
Óumdeilt er, til dæmis með vísan til
ágætrar skýrslu Ríkisendurskoðunar um
þróun lyfjakostnaðar 2008-2010, að „verð
á þeim lyfjum sem seld eru hér á landi sé
nú sambærilegt verði sömu lyfja á hinum
Norðurlöndunum". Þá er ekki síður mikil-
vægt að hafa hugfast, að almennt verð
S-merktra lyfja hér á landi er ákvarðað
af Lyfjagreiðslunefnd, byggt á reglugerð
útgefinni af velferðarráðherra þar sem
skýrt er kveðið á um að verðið hér á landi
skuli ekki vera hærra en lægsta verð í
samanburðarlöndunum fjórum, en þau
eru Danmörk, Finnland, Noregur og Sví-
þjóð. Með öðrum orðum er verðið á hinum
íslenska örmarkaði aldrei hærra en lægsta
verð Norðurlandanna.
Greinarhöfundar vísa í afslætti. Af-
slættir eru ekki opinberir og eru trúnaðar-
mál í viðskiptum milli kaupanda og
seljanda. Umræða um afslætti með þeim
hætti sem greinarhöfundar viðhafa er brot
á samningum og ekki í takt við þær venjur
sem hafðar hafa verið uppi varðandi útboð
fyrir hönd LSH. Þá er rétt að hafa í huga
að prósentutala afsláttar, ein og sér, segir
ekkert um endanlegt verð, sem þó hlýtur
að vera það sem máli skiptir.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar dregur
upp skýra mynd af stöðunni á lyfjamark-
aði í dag. Fyrir liggur að stjórnvöld hafa
með ákvörðunum sínum þrýst lyfjaverði
í mörgum tilvikum niður á lægsta verð á
Norðurlöndum, á sama tíma og opinber
gjaldtaka hefur farið vaxandi. Þessar
ákvarðanir hafa í einhverjum tilfellum leitt
til þess að lyf hafa verið tekin af markaði
hér á Iandi. Þá hefur stefna stjórnvalda
gert það að verkum að ný lyf koma ekki á
markað eða eru ekki tekin í notkun hér á
landi til jafns við það sem gerist í helstu
samanburðarlöndum okkar. Þessi stað-
reynd dregur óhjákvæmilega úr gæðum
heilbrigðisþjónustunnar.
Eitt stærsta verkefni heilbrigðisyfir-
valda hlýtur að vera að tryggja aðgengi
sjúklinga að bestu mögulegu meðferð
hverju sinni. Sú staða sem nú er uppi
varðandi upptöku nýrra lyfja hér á landi
er því alvarleg og mikilvægt að hags-
munaaðilar innan heilbrigðiskerfisins taki
höndum saman við að tryggja það fjár-
magn sem til þarf svo að heilbrigðiskerfi
okkar verði áfram í fremstu röð.
HEILBRIGÐISSTOFNUN
■VESTURLANDS
Yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar í Grundarfirði
Laus ertil umsóknar staða yfirlæknis heilsugæslustöðvarinnar i Grundarfirði.
Sérfræðimenntun i heimilislækningum eða staðgóð reynsla af störfum á heilsugæslusviði er skilyrði. Lögð er áhersla á aukna samvinnu
starfsstöðva Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á norðanverðu Snæfellsnesi. Nú þegar er samstarf um bakvaktir heilsugæslulækna í
Grundarfirði og Snæfellsbæ.
Umsóknarfrestur er til 15. júlí 2013. Upplýsingar gefa: Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga, s. 432 1000, netfang thorir.
bergmundsson@hve.is og Guðjón S. Brjánsson, forstjóri í s. 432 1010, netfang gudjon.brjansson@hve.is
Heilsugæslustöðin er hluti af Heilbrigðisstofnun Vesturlands sem tók til starfa 1. janúar 2010 og samanstendur að auki af starfsstöðvum í Borgarnesi,
Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík, Búðardal, Hólmavík og Hvammstanga.
I Grundarfirði búa um 900 manns og í Snæfellsbæ tæp 1800. Á stöðinni starfar heilsugæslulæknir, hjúkrunarfræðingar, Ijósmóðir og ritarar. Bakvakt 2
sjúkraflutningamanna er á staðnum.
356 LÆKNAblaðið 2013/99