Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2013, Page 42

Læknablaðið - 15.07.2013, Page 42
UMFJÖLLUN O G GREINAR Barátta góðs og ills á Vestfjörðum Óttar Guðmundsson Sturlunga er merkileg bók sem dregur upp fremur dapurlega mynd af íslenskum höfðingjum á 12. og 13. öld. Sagan einkennist af endalausum bræðra- og frænd- vígum þar sem fjölskyldur og vinir berast á banaspjótum og drepa hver annan miskunnarlaust. í lok 13. aldar er búið að vængstýfa helstu fjölskyldur landsins með því að drepa fegurstu ættarlaukana. Kristileg lífsgildi voru sjaldnast höfð í hávegum þótt finna megi undantekningar frá þeirri reglu. Fremstan í þeim hópi verður að telja Hrafn Sveinbjarnarson höfð- ingja að Eyri við Arnarfjörð á Vest- fjörðum. Sagan fer um hann fögr- um orðum og lýsir dýrlingi fremur en dauðlegum manni. Hann var læknir góður eins og hann átti kyn til og tók ekkert fyrir læknisstörf sín. Hrafn var bóngóður og hjálp- samur og stuðlaði meira að segja að bættum samgöngum á Vest- fjörðum. Hann var miskunnsamur gagnvart fjandmönnum sínum og kunni að fyrirgefa í anda Krists. Það er erfitt fyrir geðlækni að geð- greina slíkt valmenni. Helsti fjandmaður Hrafns, Þorvaldur Snorrason Vatns- firðingur er algjör andstæða hans. Þorvaldur leitar ásjár hjá Hrafni í fyrstu en fljótlega vex með þeim ágreiningur sem runninn er undan rifjum Þorvaldar. Hann eflir ófrið við Hrafn og reynir að ráða hann af dögum sem mistekst. Eftir eina slíka tilraun á Hrafn alls kostar við Þorvald en kýs að gefa honum grið, fyrirgefa honum og leysa hann út með gjöfum. Þetta magnaði að sjálfsögðu aðeins hatur Þorvaldar á lækninum og fer svo að Þorvaldi tekst að koma Hrafni á óvart og handtekur hann. Hrafn biður sér griða og lofar öllu fögru en Þor- valdur lætur taka hann af lífi. Enginn vafi er á því að Þor- valdur Snorrason Vatnsfirðingur er persónuleikaraskaður siðblindur og ákaflega sjálfmiðaður maður. Sagan segir að einhverju sinni hafi hann legið með tveimur frillum sínum í lokrekkju þegar fjandmenn hans reyndu að brenna hann inni. Hann er narsissískur og hégóm- legur, öfundsjúkur, afbrýðisamur, viðkvæmur og barnalegur eins og reyndar er títt um höfðingja á öllum tímum. Sennilega hefðu nútímageðlæknar greint hann með fjölmargar aðrar persónuleikarask- anir auk siðblindunnar. Sagan af Hrafni og Þorvaldi er frásögn af viðureign tveggja ólíkra manna þar sem Þorvaldur er jafn illur og Hrafn er góður. Kannski má segja að illmennska Þorvaldar dragi góðmennsku og göfuglyndi Hrafns fram og fyrir vikið verði hann enn betri og heilagri enda eru þeir á sitt hvorum jaðri mann- kostalitrófsins. Sýkópatinn tekst á við heiðarlegt göfugmenni. í þessari glímu fer svo að hið illa sigrar. Hrafn hefði getað leyst öll sín vandamál gagnvart Þorvaldi og þeim Vatnsfirðingum með því að drepa hann þegar hann átti þess kost. Hann valdi að hafa kristna siðfræði að leiðarljósi og galt fyrir þá yfirsjón með lífi sínu. Píslarsaga og dauðdagi Hrafns minnir á endalok Frelsarans sem dó á kvala- fullan hátt með fyrirgefningarboð- skap sinn á vörunum. Fleiri höfð- ingjar Sturlungaaldar deila þessari beisku reynslu með Hrafni. Sturla Sighvatsson kaus að þyrma lífi Gissurar Þorvaldssonar og glataði fyrir vikið öllu ríki sínu og lífinu. Boðskapur sögunnar er því býsna einfaldur. Treystu engum og síst óvinum þínum. Dreptu fjandmenn þína án nokkurrar miskunnar ef þú hefur færi á því. Kristin siðfræði er góðra gjalda verð en hún leiðir þig einungis í dauðann meðan fjandmenn þínir njóta lífsins með frillum sínum í hlýju lokrekkjunnar. Hrafn Sveinbjarnarson höfðingi, pílagrímur og læknir Ráðstefna á Hrafnseyri við Arnarfjörð, 08:55-09:35 24. ágúst 2013 Flug: Reykjavík-Ísafjörður 09:45-10:45 Rútuferð: Ísafjörður-Hrafnseyri 10:40-11:10 Kaffi/meðlæti 11:10-11:15 Thor Vilhjálmsson í fótsporum Hrafns á pílagrímsvegum. Brot úr kvikmynd Erlends Sveinssonar „Draumurinn um Veginn“ sýnd í kapellu Setning ráðstefnu. Valdimar J. 11:15-11:45 Halldórsson staðarhaldari Kynnir: Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir Höfðingi nýrra tíma. Hrafn Svein 11:45-11:55 bjarnarson í samtíð sinni. Fyrirlesari: Torfi H. Tulinius Umræður 11:55-12:40 Matur 12:30-13:00 Thor Vilhjálmsson í fótsporum 13:00-13:30 Hrafns á pílagrímsvegum. Brot úr kvikmynd Erlends Sveinssonar „Draumurinn um Veginn" sýnd í kapellu Undrin í skáldskap Hrafns sögu. 13:30-13:40 Fyrirlesari: Guðrún Nordal Umræður 13:40-14:10 Lækningar og sáluhjálp. 14:10-14:20 Viðhorf til lækninga í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar. Fyrirlesari: Ásdís Egilsdóttir Umræður 14:20-14:50 Þvagfæraskurðlæknirinn Hrafn 14:50-15:00 Sveinbjarnarson. Fyrirlesari: Eiríkur Jónsson Umræður 15:00-15:10 Guðrún P. Helgadóttir 15:10-15:30 og fræðivinna hennar Jón Jóhannes Jónsson Kaffi 15:30-16:15 Dýrlingur á faraldsfæti. 16:15 Revía í tali og tónum. Óttar Guðmundsson og Diabolus In Medica Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Páll Torfi Önundarson, Jón Sigurpálsson Ráðstefnuslit 16:30-17:30 Rúta: Hrafnseyri - ísafjörður 18:05-18:45 Flug: fsafjörður - Reykjavík Fekari upplýsingar veitir Valdimar J. Halldórsson staðarhaldari, sími: 456 8260 og 845 5518. Sjá einnig: www.facebook.com/#!/hrafnseyri 362 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.