Læknablaðið - 15.07.2013, Side 43
UMFJÖLLUN O G GREINAR
Höfum við efni á að setja
sjötuga lækna á eftirlaun?
Steinn Jónsson
Höfundur er formaöur
Læknafélags Reykjavíkur
Á undanförnum árum hefur starfandi
læknum á íslandi fækkað um 12%. í
vissum sérgreinum blasir við neyðarástand
vegna þess að reyndir sérfræðilæknar hafa
verið settir skilyrðislaust á eftirlaun þó svo
að þeir séu ennþá í fullu fjöri og geti lagt
mikið til sinna sérgreina. Á sama tíma eru
verkefni að aukast og sífellt eru gerðar
meiri kröfur um frítíma. Ungir sérfræði-
læknar leita nú síður til landsins vegna
betri launa og vinnuaðstæðna erlendis.
Það er vel þekkt að fólk er misjafnlega
vel á sig komið á ýmsum aldursskeiðum
og dæmi eru um að fólk haldi fullu starfs-
þreki og andlegri getu langt fram yfir
hefðbundinn eftirlaunaaldur. Meðalaldur
þjóðarinnar hefur verið að hækka og
mikilvæg þekking um orsakir andlegrar
og líkamlegrar hrörnunar er nú orðin
mörgum kunn, ekki síst læknum. Fólk
tekur mið af þessu í lífsvenjum sínum,
stundar útivist og hreyfingu, borðar hollan
mat og forðast reykingar og óheilbrigt
líferni. Framfarir í læknisfræði eru tví-
mælalaust lykilatriði í þessarri þróun með
aukinni áherslu á forvarnir og batnandi
árangri meðferðar.
Þess vegna er það orðin áleitin spurning
hvers vegna ekki hefur orðið breyting á
viðhorfinu til eftirlaunaaldurs. Eldra fólk
hefur mikla starfsreynslu og yfirsýn og
getur þess vegna sinnt ábyrgðarmiklum
störfum og leiðbeint yngra fólki. Ekki er
hægt að ætlast til þess að eldri læknar
standi vaktir eða vinni í framlínunni, en
þeir geta lagt sitt af mörkum í starfsemi
heilbrigðiskerfisins og verið yngra fólki
góð fyrirmynd.
Það er sérlega óskynsamlegt við nú-
verandi aðstæður að halda óbreyttri stefnu
og setja alla lækna skilyrðislaust á eftir-
laun við tiltekinn aldur. Betra væri að taka
upp sveigjanlegt kerfi og einstaklings-
bundna nálgun. Það mætti gera með virku
símenntunarkerfi og reglulegu hæfnismati
sem væri leiðbeinandi eða gæti skorið
úr um hæfni manna. Slíkt kerfi mætti ná
til allra lækna, ekki aðeins þeirra eldri.
Þannig reglur eru til staðar í löndum þar
sem læknisfræðin stendur með miklum
blóma svo sem í Bretlandi, Bandaríkjunum,
Danmörku og Þýskalandi. íslensk stjórn-
völd ættu að íhuga þetta mál vandlega og
breyta þessu kerfi sem fyrst.
HEILBRIGÐISSTOFNUN
■VESTURLANDS
■
Yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi
Laus er til umsóknar staða yfirlæknis Heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi.
Sérfræðimenntun í heimilislækningum er skilyrði ásamt staðgóðri reynslu af stjórnunarlegum verkefnum.
Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að takast á við endurskipulag og þróun nútímalegrar
þjónustu á heilsugæslusviði þar sem leiðarijós er lýðheilsa og forvarnir.
Staða heilsugæslulæknis
Laus er til umsóknar staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslustöðina á Akranesi. Sérfræðimenntun í heimilislækningum er æskileg eða
staðgóð reynsa af læknisstörfum á heilsugæslusviði.
Umsóknarfrestur um bæði störfin er til 15. júlí 2013. Upplýsingar gefa: Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga, s. 432 1000,
netfang thorir.bergmundsson@hve.is og Guðjón S. Brjánsson, forstjóri í s. 432 1010, netfang gudjon.brjansson@hve.is
Heilsugæslustöðin er hluti af Heilbrigðisstofnun Vesturlands sem tók til starfa 1. janúar 2010 og samanstendur að auki af starfsstöðvum í Borgarnesi,
Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík, Búðardal, Hólmavík og Hvammstanga.
Þjónustusvæði heilsugæslustöðvarinnar er Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit og ibúafjöldi er um 7,600. Á stöðinni starfa 4-5 heilsugæslulæknar auk 7
hjúkrunarfræðinga í ungbarna- og mæðravernd, heimahjúkrun, skólahjúkrun, heilsueflandi móttöku og öðrum almennum og sérstökum verkefnum. Næringar-
fræðingur, sálfræðingar og iðjuþjálfi starfa í tengslum við heilsugæslustöðina. Við stöðina er starfar sérhæft fagfólks við greiningu hegðunar- og þroskafrávika
barna.
LÆKNAblaðið 2013/99 363