Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 3
Þátttakendur í Vestfjarðaferð öldungadeildar Læknafélagsins ásamt fararstjóra á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Mynd: Sigurður Jónssonfrá Reynistað í Skagafirði. Eldri læknar á yfirreið um Vestfirði Öldungadeild Læknafélags Islands efndi til ferðar um Vestfirðina dagana 22.-25 ágúst. Fararstjóri var Magnús Jónsson sem gjörþekkir íslendingasögurnar og sögusvið þeirra. Hópurinn hafði talsverða yfir- ferð, gist var tvær nætur á ísafirði og farið um söguslóðir í Önundarfirði, Dýrafirði og Arnarfirði. Lögð var sérstök áhersla á að kynnast sögusviði Gísla sögu Súrssonar. Leikarinn Elvar Logi Hannesson flutti hópnum einleik sinn um Gísla Súrsson í gamla félagsheimilinu að Gíslastöðum í Dýrafirði. Þá var siglt með víkingaskipi á slóðir Gísla í Geirþjófsfirði og minjar um mannvist í Selárdal skoðaðar. A Hrafnseyri var minning Hrafns Sveinbjarnarsonar læknis og goða heiðruð, en þar fór fram ráð- stefna í tilefni af því að í ár eru 800 ár frá því að Hrafn var tekinn af lífi. Eftir gistingu á Patreksfirði var ekið á Rauðasand og þaðan heimleiðis til Reykjavíkur eftir vel heppn- aða ferð. Þátttakendur í ferðinni voru 37 auk fararstjórans. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Unndór Egill Jónsson (f. 1978) nam myndlist I Listahá- skólanum og fór utan til Svíþjóðar í framhaldsnám sem hann lauk árið 2011. Nýverið hélt hann einkasýningu i aðalsal Listasafns ASÍ þar sem hann sýndi meðal annars verk sem gefa til kynna áhuga á þeim margbreytileika sem býr í náttúrunni og aðlögun tegundanna að fjölbreyttu og óstöðugu umhverfi. Áður en hann sneri heim úr námi hélt Unndór sýningu i Gautaborg og beitti þar hug- viti og útsjónarsemi til að bregðast við náttúrulegu ferli í sérstökum aðstæðum. Verk hans sem sjá má á forsíðu Lækna- blaðsins heitir Problem Solved (2011) og samanstendur af alls kyns ílátum, girni til upphengingar og regnvatni. Listamað- urinn nýtti sér voldugan þakglugga i sýningarsal Göteborgs Konsthall þar sem hann veitti inn regnvatni úr þar til gerðu söfnunarkerfi á þakinu. í samræmi við útreikninga sína á áætlaðri úrkomu og því vatnsmagni sem lekið gæti inn á sýningartimanum, hengdi hann upp röð af pottum, skálum og öðrum ílátum sem tóku eitt af öðru við vatninu sem seytlaði inn og vörnuðu þvi að lekinn næði niður á gólf. Eins og heiti verksins gefur til kynna var vandamálið þannig leyst og hvimleiðum vatnsleka umbreytt í listilegan gosbrunn. Unndór Egill hefur sýnt verk sem unnin eru í ýmsa miðla en eiga það sameiginlegt að endurspegla sérstakan hagleik og natni, samanber fíngerðar teikningar, fágaða skúlptúra og þaulhugsaðar innsetningar. Efniviður verka hans sprettur gjarnan úr plöntu- og dýrarikinu. Unndór Egill er búsettur hér á landi og er um þessar mundir formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Ljósmyndin er tekin af Dorota Lukianska. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaðurog Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 12.400,- m. vsk. Lausasala 1240,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík '// © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2013/99 375
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.