Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 29
UMFJÖLLUN O G GREINAR „Boslon Consulting Group bcnti á í skýrslu sinni aö Iwergi í heiminum væri jafn frjáls aögangur að Itcilsu- gæslu, sétfræðingum og bráðamóttöku eins og Itér tíðkast," scgir Guðbjartur Hannesson alþingismaður ogfyrr- verandi velferðarráðlterra. tel mikilvægt að vinna áfram samkvæmt þeim. Við skulum ekki gleyma því að stjórn- völd hafa ekki vikið frá stefnu þeirra laga sem sett voru 2007 og 2008 um sjúkra- tryggingar og heilbrigðismál þó gildistöku einstakra greina laganna hafi verið frestað, svo sem samningum við öldrunarstofn- anir. Að öðru leyti var unnið algerlega í anda þessara grundvallarlaga um aðgengi að þjónustunni, gæði hennar, jafnt aðgengi allra óháð búsetu og efnahag. Þetta er tí- undað í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkis- stjórnar en er einfaldlega bundið í lög sem stjórnvöld verða að sjálfsögðu að fram- fylgja. Það er í lögunum að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður í kerfinu og megintillaga Boston Consulting Group til hagræðingar og sparnaðar í kerfinu fólst einmitt í aðgangsstýringu. Þetta hef- ur ekki tekist og samtök lækna hafa haldið því mjög á lofti að beinn aðgangur al- mennings að sérfræðiþjónustu sé ódýrari kostur. Hitt er engu að síður bundið í lög, en það hefur ekki orðið að veruleika þrátt fyrir það. Þannig þráast kerfið við þrátt fyrir skýra stefnumörkun stjórnvalda. Mestur ágreiningur um skýrslu BCG var einmitt um aðgangsstýringuna. Þar takast augljóslega á almennir hagsmunir og sér- hagsmunir sjálfstætt starfandi sérfræði- lækna sem ekki vilja breytingu á núver- andi fyrirkomulagi. BCG benti einmitt á í skýrslu sinni að hvergi í heiminum væri jafn frjáls aðgangur að heilsugæslu, sér- fræðingum og bráðamóttöku eins og hér tíðkast. í þessu samhengi er forvitnilegt að sjá að heimsóknir til læknis eru óvíða fleiri á hverja 1000 íbúa en hér á íslandi. Þetta gerir kerfið dýrara fyrir okkur til langs tíma og það má gagnrýna mig fyrir að hafa ekki tekið betur á þessu. Við sjáum alltaf sömu megin niðurstöð- urnar í gagnrýni á íslenska heilbrigðiskerf- ið, frá BCG, OECD og fleirum. Þjónustan er í hæsta gæðaflokki, vel mönnuð, gæði, öryggi og aðgengi hefur verið eins og best verður á kosið en ... þjónustan er ekki veitt á réttum stað, of mörgum er beint á bráðamóttöku og sjúkrahús, of margir leita beint til sérfræðilækna, of mikið er fram- kvæmt af ákveðnum rannsóknum og of mikið til af tækjum í ákveðnum greinum. A sama tíma er tækjabúnaður úreltur í öðrum greinum." Erfiður en óhjákvæmilegur niðurskurður Guðbjartur leggur að vonum áherslu á vandann sem blasti við ríkisstjórn Sam- fylkingar og Vinstri grænna vorið 2009 og að allt starfið hafi snúist um varnar- baráttu. „Það er ekki átakalaust að rétta við 20-25% halla á ríkissjóði án þess að það snerti heilbrigðiskerfið. Við settum okkur það meginmarkmið að verja heilbrigðis- kerfið og menntakerfið. Að mínu mati tókst það þó vissulega hafi þurft að skera niður og draga verulega úr útgjöldum. En miðað við aðstæður tókst okkur ótrúlega vel að verja þessa grundvallarþjónustu og heilbrigðiskerfið okkar í dag er enn í fremstu röð. Við gerðum okkur þó grein fyrir að lengra yrði ekki gengið og strax í fjárlögum fyrir árið í ár, 2013, var frekari niðurskurði hætt og byrjað að bæta í að nýju. Bætt var við fjármagni til tækja- LÆKNAblaðið 2013/99 401
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.