Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 16
RANNSÓKN hvort nægilegt tillit sé tekið til þess í lyfjaávísunum á hjúkrunar- heimilum. Ef skoðað er hvaða lyfjaflokkar voru algengastir kemur í ljós að geðlyf, þvagræsilyf, paracetamól og D-vítamín voru algengust. Geðsjúkdómar, hjartasjúkdómar, verkir og beinbrot vegna bein- þynningar eru mjög algeng á hjúkrunarheimilum og talið er að þeir sjúkdómar og einkenni séu oft vangreindir og vanmeðhöndl- aðir.417 Niðurstöður þessarar rannsóknar benda ekki til þess að verkir eða þunglyndi hafi verið vangreint á rannsóknartímanum. Paracetamóli, sem er kjörlyf við verkjum meðal aldraðra, var ávís- að á 40% íbúa reglubundið og ópíötum á 18%.17 í hinum íslenska RAI-gagnagrunni hafa eingöngu 22% enga verki en 40% hafa dag- lega verki!8 Þegar þær upplýsingar eru skoðaðar virðist notkun verkjalyfja vera í góðu samræmi við tíðni verkja. Þunglyndislyf eru notuð oftar en greining þunglyndis meðal íbúa hjúkrunarheimila gefur tilefni til, en þunglyndislyf eru einnig notuð við óróleika í heilabilun og við kvíða, sem gæti skýrt þessa miklu notkun!9'20 D-vítamín var notað meðal þriðjungs íbúa, oftar meðal kvenna en karla, kalk var sjaldnar notað og beinstyrkjandi meðferð enn sjaldnar, jafnvel fyrir konur. Það bendir til að betur hefði mátt meðhöndla beinþynningu, ekki síður meðal karla, en beinbrot eru einnig algeng meðal karla á hjúkrunarheimilum.21 Það gæti þó verið að D-vítamínnotkun sé vanmetin þar sem lýsi er stundum gefið í eldhúsi og þá ekki skráð á lyfjablöð. Nú er ráðlagt að allir á hjúkrunarheimilum fái viðbætt D-vítamín og metin sé þörf fyrir kalk og beinstyrkjandi meðferð fyrir hvern og einn.22 Um fjórðungur íbúa notaði fúrósemíð reglulega, en algengi hjartabilunar samkvæmt RAI er 18%. Notkun lyfja gegn hjarta og æðasjúkdómum var algeng eins og búast mátti við í ljósi algengi hjarta- og æðasjúkdóma meðal aldraðra. Notkun slíkra lyfja sam- svaraði gróflega algengi slíkra sjúkdóma samkvæmt RAl-upplýs- ingum, að undanteknum blóðfitulækkandi lyfjum sem voru ein- göngu notuð af 4,3% þýðisins.18 Statín voru notuð tvisvar sinnum oftar af körlum en konum, en í ljósi þess að konur deyja nánast eins oft af völdum hjarta- og æðasjúkdóma má spyrja hvort sá kynja- munur eigi rétt á sér.26 Um 30% íbúa fékk sýrubælandi meðferð, oftar konur en karlar. Rannsóknir sýna að bakflæði og magasár geta valdið alvarlegum veikindum meðal aldraðra og einkenni eru oft ódæmigerð.23 Sýru- bæling hefur verið tengd minnkuðu frásogi á kalki og fjölgun á mjaðmabrotum,24 auk þess sem aukin tíðni á clostridium difficile sýkingum hefur verið tengd notkun þeirra, en sú sýking getur valdið erfiðum faröldrum á hjúkrunarheimilum.25 Notkun lyfja við sykursýki var 8,2% og er í samræmi við upp- lýsingar úr RAI-matinu!8 Lyf gegn ofvirkri blöðru voru skráð fyrir 3,3% af íbúum við tíma tvö, en tvöfaldur sá fjöldi fékk þau á ein- hverjum tíma á hjúkrunarheimilinu. Það bendir til að oft sé notkun lyfjanna hætt þrátt fyrir algengi þvagleka á hjúkrunarheimilum. Reglubundnar klósettferðir er kjörmeðferð við þvagleka á hjúkr- unarheimilum.27 Notkun kvenhormóna er sennilega vanmetin þar sem hjá okkur voru eingöngu skráðar pillur en ekki staðbundin notkun. Bólgueyðandi gigtarlyf voru eingöngu notuð að staðaldri af 2,8% íbúa en 9% fengu þau tímabundið og 2% eftir þörfum. Coxíb-lyf voru eingöngu notuð tímabundið (13%). Slík notkun er í samræmi við klínískar leiðbeiningar en mælt er með að þessi lyf séu aðeins notuð tímabundið vegna hættu á blæðingum frá maga, skerðingu á nýrnastarfsemi og hjartabilun!7 Lyf við Alzheimerssjúkdómi voru sjaldan notuð þrátt fyrir að 63% íbúa hjúkrunarheimila þjáist af heilabilun samkvæmt upp- lýsingum úr RAI-matinu!8Kólínesterasahemlar hafa verið notaðir við vægum eða meðalslæmum sjúkdómi en ekki er einhugur um hvort beri að stöðva slíka lyfjagjöf þegar sjúkdómurinn þróast yfir í alvarlegt stig.28Memantín var nánast ekkert notað á þessum tíma. Gagnsemi þessarar rannsóknar felst fyrst og fremst í að hún sýnir hvernig notkun lyfja er háttað á vissu árabili á nokkrum hjúkrunarheimilum á íslandi. Sú skráning getur þjónað sem samanburður við seinni tíma. Einnig sýnir rannsóknin breytingar á lyfjanotkun yfir tíma sem ekki hefur verið kannað áður. Sam- anburður við RAI-gagnagrunninn bætir möguleika okkar til að meta hvort notkunin sé í samræmi við algengi algengra sjúkdóma og einkenna. Veikleiki rannsóknarinnar er að talning lyfja er framkvæmd á annan hátt en til dæmis er gert í RAI-gagnagrunninum sem nýtist helst til samanburðar. Þar sem þessi rannsókn var gerð til að skoða notkun lyfja var gagnagrunnur lyfjafyrirtækis notaður fremur en RAI-skráningin. Skráning handskammtaðra lyfja er óörugg og við höfum ekki beinar upplýsingar um heilsu íbúa og árangur lyfjameðferðar. Ekki er víst að þau hjúkrunarheimili sem ekki voru með í rannsókninni hafi sama hátt á lyfjaskömmtun, en þau voru líklegri til að vera utan þéttbýliskjarna og vera sinnt af heilsugæslu. Þrátt fyrir að fjöllyfjameðferð sé áhættuþáttur fyrir hjáverkun- um og eituráhrifum er ekki þar með sagt að betra sé að meðhöndla ekki þá sjúkdóma og einkenni sem skerða lífsgæði einstaklingsins. Best er að valin séu rétt lyf og tillit sé tekið til óska einstaklingsins og markmið meðferðar séu skýr.5 Minnkandi notkun geðrofs- lyfja og lítil notkun bólgueyðandi gigtarlyfja bendir til að tillit hafi verið tekið til áhættu við slíka meðferð. Algengi notkunar beinverndandi lyfja og blóðfitulækkandi lyfja var minni en tíðni beinþynningar og æðakölkunar. Kynjaskipting þeirrar lyfjanotk- unar bendir einnig til að algengi sjúkdóma á miðjum aldri liggi til grundvallar meðferðarvali fremur en tíðni meðal aldraðra. Lyfjanotkun kvenna var meiri en karla, bæði í heild og í flestum flokkum sem er í samræmi við niðurstöður annarra.29 Notkun róandi lyfja og svefnlyfja var meiri en mælt er með og er ekki ljóst hver ástæðan er. Mikil þörf er á frekari rannsóknum á lyfjameðferð á hjúkrunar- heimilum til að skilja betur áhrif lyfja á þennan sérstaka hóp, sem er viðkvæmari en aðrir og að nálgast lífslok. Markmið lyfjameð- ferðar er oft að bæta lífsgæði og er mikilvægt að rannsaka áhrif lyfja á lífsgæði ekki síður en á lífslengd. Margir sem flytjast á hjúkrunarheimili eru við lok ævi sinnar og ætla má að lyf sem notuð hafa verið til að auka lífslíkur hafi lokið hlutverki sínu ef markmið meðferðar er að bæta líðan fremur en lífslengd. Það veltir upp þeirri spurningu hvort nægilega sé hugað að því að fara yfir ástæður lyfjanotkunar og hvort lyf séu að skila ætluðu gagni, bæði fyrir og eftir flutning á hjúkrunarheimili. 388 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.