Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 42
UMFJÖLLUN O G GREINAR Anders Jahre-verðlaunin veitt fyrir rannsóknir á sykursýki Sigurður Ingvarsson Keldum siguringQhi.is Danski prófessorinn Jens Juul Holst hlýtur Anders Jahre-verðlaunin í líf- og læknisfræði árið 2013. Hann starfar við Háskólann í Kaupmannahöfn. Holst fær verðlaunin fyrir brautryðjandi rannsóknir á efnaskiptasjúkdómum, sérstaklega fyrir uppgötvanir á áður óþekktu hormóni. Holst og samstarfsfólk hans hafa stund- að ítarlegar lífeðlisfræðilegar rannsóknir og einangrað og lýst hormónum sem eru í lykilferlum sem skipta meðal annars máli í sykursýki. Einkum er Holst þekktur fyrir að hafa lýst starfsemi Glpl (Glucagon-like peptide-1) hormónsins, en það er framleitt af ákveðnum frumum í meltingarvegi og hefur áhrif á sykurbúskap líkamans. Enn- fremur hefur hann framkvæmt ítarlegar rannsóknir á ensíminu Dpp4 (Dipeptidyl peptidase-4) sem hindrar virkni Glpl. Meðferðarúrræði við sykursýki 2 byggja á niðurstöðum Holst á þessum efnaskiptaferlum. Anders Jahre verðlaunin í fyrra voru einnig veitt til vísindamanns sem unnið hefur að sykursýkisrannsóknum, Leif Groop. Rannsóknir hans byggjast þó á öðrum fræðasviðum, einkum faralds- fræðilegrar erfðafræði. Verðlaunaveitingin undirstrikar hversu öflugar rannsóknir eru stundaðar á sykursýki á Norðurlönd- unum. Jahre-verðlaunin til yngri vísinda- manna hljóta prófessorarnir Christian B. F. Andersen við Arósaháskóla og Yenan Bryceson við Karolínsku stofnunina í Stokkhólmi. Andersen fær verðlaunin fyrir rannsóknir á byggingu sameinda sem taka þátt í flutningi vítamína í frumur líkamans og Bryceson fyrir rannsóknir í ónæmisfræði, einkum starfsemi dráps- fruma ónæmiskerfisins og fyrir rann- sóknir á meðfæddum blóðsjúkdómum. Norðmaðurinn Anders Jahre stofnaði sjóð árið 1960 sem ætlað er að efla rann- sóknir í líf- og læknisfræði innan Norður- landanna og eru stærstu norrænu rann- sóknarverðlaun á þessu sviði. Háskólinn í Osló veitir verðlaunin sem er ein milljón norskra króna. Einnig eru veitt aukaverð- laun úr sjóðnum til yngri vísindamanna. Valnefnd með fulltrúum læknadeilda há- skóla allra Norðurlandanna vinnur úr til- nefningum og ákveður verðlaunahafa, sjá nánar: uio.no/english/about/facts/anders- jahre/nomination/. Jahre (1891-1982) var löglærður auð- kýfingur sem fékkst við skipaútgerð og samgöngumál, en er ef til vill best þekktur fyrir hvalveiðiútgerð frá Sandefjord og vinnslu á hvalaafurðum. Hann var út- nefndur heiðursdoktor við Oslóarháskóla fyrir stuðning sinn við vísindastörf og uppbyggingu skólans. Tilkynning um næsta fyrirlesara hjá öldungum Að venju hittast öldungar í kaffi og meðlæti til að hlusta á fyrirlestur um áhugavert efni, sem sjaldan tegngist þó læknisfræði. Fundurinn verður miðvikudaginn 2. október í Hlíðasmára kl. 16.00, en kaffi er frá kl. 15.30. í þetta sinn verður dr. Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur með fyrirlestur sem hann nefnir Eldgos og áhrif þeirra. Seint munum við íslendingar verða afhuga þessu umræðuefni, enda getur hvað sem er gerst í nánustu framtíð eins og við höfum reyndar heyrt nýlega á okkar fundum. Allir læknar sextugir og eldri eru gjaldgengir í öldungadeild Læknafélags (slands og eru makar einnig velkomnir á fundina. 0ldungadeild Læknafélags íslands 414 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.