Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 23
Y F I R L I T lömun. Einkenni frá löngum brautum, svo sem lömun útlima og skyntruflun, eru yfirleitt til staðar. Blæðingu í heilastofni fylgja almennt slæmar horfur. Myndrannsóknir Til að greina á milli blæðingar í heila og blóðþurrðar er mynd- rannsókn ávallt nauðsynleg. Tölvusneiðmynd sýnir strax við upp- haf einkenna hvort blæðing hefur átt sér stað. Hægt er að reikna út stærð blæðingar og meta þrýstiáhrif hennar.38 Við lestur mynd- rannsóknar er mikilvægt að gera sér grein fyrir staðsetningu og stærð blæðingar, hvort blóð sé í heilahólfum og hvort merki sjáist um vatnshöfuð. Með segulómrannsókn er hægt að meta öil ofan- greind atriði. Ef tölvusneiðmyndarannsókn af slagæðum er fram- kvæmd fljótlega (á fyrstu klukkustundunum) sést svokallað spot sigti í um 40% tilfella (mynd 7). Teiknið stafar af leka skuggaefnis út í umlykjandi heilavef. Það er því því sterkur áhættuþáttur fyrir stækkun blæðingarinnar.39 Ef grunur vaknar um æðagúl, æðamissmíð eða æðabólgur ætti að framkvæma æðamyndatöku í bráðafasa. Stundum getur verið nauðsynlegt að endurtaka æðamyndatöku eftir nokkrar vikur. Sérstaklega þarf að vera á varðbergi þegar um yngri sjúklinga er að ræða og þá sem ekki hafa sögu um háþrýsting. í rannsókn þar sem æðamyndir voru teknar af sjúklingum 45 ára og yngri með eðlilegan blóðþrýsting, komu í ljós sértækar orsakir blæðinga hjá helmingi tilfella.40 Slíkar niðurstöður voru afar fátíðar hjá eldri sjúklingum með háþrýsting. Því ættu þeir sem eru yngri en 45 ára og ekki hafa venjubundna ástæðu blæðingar, að gangast undir æðamyndatöku. Ef grunur er um að æxli liggi að baki blæðing- unni er mælt með því að framkvæma segulómskoðun. Óháð orsök blæðingarinnar er ráðlegt að framkvæma myndatöku eftir þrjár til fjórar vikur til að ganga úr skugga um að blæðingin hafi frásogast með eðlilegum hætti og ekki séu merki um vatnshöfuð. Meðferð Vegna þess hve alvarlegar heilavefsblæðingar eru ættu allir sjúk- lingar að vistast þar sem hægt er að viðhafa nákvæmt eftirlit með ástandi þeirra fyrstu sólarhringana. Heppilegastar eru svokallað- ar heilablóðfallseiningar (stroke units), sem hafa leitt til lækkunar dánartíðni hjá þessum hópi.5'41 Fylgjast þarf grannt með vökustigi, taugaeinkennum, blóðþrýstingi og vökvabúskap. Blóðþrýstings- og vökvameðferð Verulega hækkaður blóðþrýstingur er algengur eftir heilavefs- blæðingu og getur aukið hættu á stækkun blæðingar og þar með verri horfum.5-42 Snögga blóðþrýstingslækkun ber að varast því hún getur valdið því að klínískt ástand og horfur versna. Rann- sóknir hafa sýnt að vel stýrð lækkun blóðþrýstings veldur ekki skaða.43 Blóðþrýstingsviðmið geta verið nokkuð mismunandi en flestir fallast á að halda beri slagbilsþrýstingi (systolic pressure) undir 180 mmHg, jafnvel undir 160 mmHg.5 Mikilvægt er að fylgjast vel með vökvabúskap þessara sjúk- linga og gildir það um alla sjúklinga með heilablóðfall. Reynslan hefur sýnt að stór hluti þessa hóps hefur orðið fyrir vökvatapi þegar kemur að innlögn á legudeild. Mynd 7. Tölvusneiðmynd án skuggaefnis (mynd a) sýnir blæðingu í vinstra heila- hveli. TS æðamyndataka eftir skuggaefnisgjöf i æð (mynd b) sýnir spot sign í miðri blæðingunni sem er tnerki um skuggaefnisleka úr æð sem er sterkur áhættupátturfyrir stækkun blæðingarinnar. Meðferð krampa Ef flogaköst verða í bráðaveikindunum verða þau á allra fyrstu sólarhringunum.44'45 Mikilvægt er að meðhöndla köstin strax því krampar geta hækkað innankúpuþrýsting og gert sjúkdóms- ástandið verra. I bráðaveikindunum er fenýtóin gjarnan notað, þar sem fljótlegt er að ná upp virkum styrk lyfsins í blóði. Meðferðinni má hætta ef fleiri köst hafa ekki átt sér stað mánuði síðar. Sjúk- lingar sem fá endurtekin flogaköst fyrstu vikurnar eftir upphaf veikinda eru líklegri til að þróa með sér flogaveiki.46 Ekki er mælt með fyrirbyggjandi lyfjameðferð gegn krömpum við heilavefs- blæðingu.5 Meðferð blæðingar vegna blóöþynningar Venja er að gefa sjúklingum á warfarín-meðferð sem hljóta heila- blæðingu 10-20 mg af K-vítamíni í æð. Sú meðferð virkar hins vegar ekki strax. Flestir mæla auk þess með próþrombínsam- stæðuþykkni (prothrombin complex concentrate), sem heftir sam- stundis blóðþynnandi áhrif warfaríns.5-47 Sjúklingar sem hafa fengið heilavefsblæðingu ættu ekki að fara aftur á blóðþynningu nema í undantekningartilfellum vegna verulegrar hættu á endur- blæðingu. Taka verður einstaklingsbundna afstöðu til sjúklinga á blóðflöguhamlandi meðferð sem verða fyrir heilavefsblæðingu þegar þeir hafa náð sér eftir bráðaveikindin. Meðal einstaklinga á blóðflöguhamlandi meðferð sem fengið hafa heilavefsblæðingu má gera ráð fyrir einni viðbótarblæðingu á hverja 1000 einstak- linga á tveggja ára tímabili. Lyfjameðferð Ymis lyfjameðferð hefur verið reynd við heilavefsblæðingum, án árangurs. Vonir voru bundnar við rFVIIa (Activated recombinantfac- tor VII) sem virtist sýna árangur í fyrstu rannsóknum en reyndist síðar ekki koma að gagni.48 Aukin segamyndun var slík að hún vó upp áhrif lyfsins til stöðvunar heilablæðingar. Sterameðferð er gagnslaus við heilavefsblæðingu.5 Meðferð blóðs í heilahólfum Blæðingu í heilahólf fylgir aukin dánartíðni.49 Blóðið getur hækkað innankúpuþrýsting vegna tregðu á fráflæði mænuvökva úr heilahólfum sem síðar getur leitt til myndunar vatnshöfuðs.50 ísetning fráflæðisleggs í heilahólf getur létt á þrýstingi. Nokkuð algengt er að leggirnir stíflist. Sýnt hefur verið fram á að stífluna má losa með gjöf segaleysandi efnis í legginn.5í þessum tilvikum LÆKNAblaðið 2013/99 395
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.