Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 11
RANNSÓKN Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á íslandi 2002-2004 Lýsandi rannsókn Helga Hansdóttir' læknir, Pétur G. Guðmannsson2 læknir ÁGRIP Markmið: Að lýsa lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á Islandi á árunum 2002-2004. Efniviður og aðferðir: Skráð var lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum sem fengu lyf með tölvustýrðri skömmtun frá byrjun 2002 til loka 2004. Upp- lýsingar fengust frá 10 hjúkrunarheimilum um alls 1409 einstaklinga, eða um 60% allra vistmanna hjúkrunarheimila á landinu. Konur voru 65% af úrtakinu, meðalaldur var 83 ár og 43% létust á rannsóknartímanum. Fjöldi lyfjaávísana á einstakling var skráður, auk þess sem skoðaður var fjöldi ávísana lyfja sem notuð eru við algengum langvinnum sjúkdómum og einkennum. Niðurstöður: Heildarfjöldi lyfja notaðra að staðaldri var 8,9 (±4,0) í byrjun rannsóknar og jókst í 9,9 (±4,3) undir lok rannsóknar. Konur fengu einu lyfi meira en karlar að meðaltali (p<0,001). 56,2% kvenna og 47% karla fengu fleiri en 10 lyf við lok rannsóknar. Konur fengu fleiri geðlyf en karlar fleiri hjarta-, æða- og segavarnarlyf. 82% íbúa tóku að staðaldri einhver geðlyf, 65% tóku róandi lyf eða svefnlyf, 50% þunglyndislyf og 20% geðrofslyf. Um 15% í viðbót fengu geðrofslyf tímabundið. Flest lyf voru í stöðugri notkun yfir rannsóknartímann, sérstaklega lyf við hjarta- og æða- sjúkdómum. Lyf við þvagleka, bólgueyðandi gigtarlyf, beinstyrkjandi lyf og lyf við Alzheimerssjúkdómi voru oftar notuð tímabundið en að staðaldri. Lyf sem voru í fastri notkun hjá meira en 40% einstaklinganna voru kvíða- og svefnlyf, þunglyndislyf, paracetamól, þvagræsilyf og D-vítamín. Ályktun: Lyfjanotkun er mikil á hjúkrunarheimilum á Islandi. Flest lyf voru þegar í notkun í byrjun rannsóknar eða við komu á hjúkrunarheimili og héldust óbreytt yfir rannsóknartímann, sem vekur spurningu um hvort lyfjalisti sé nægilega endurskoðaður i samræmi við aðstæður, vilja og horfur einstaklinganna. Engar vísbendingar voru um vanmeðhöndlun verkja og þunglyndis. Þrátt fyrir að D-vítamín sé mikið notað ætti notkun þess að vera meiri, ekki síður meðal karla en kvenna. ’Lyflækningasviði Landspítala Landakoti, 2Ráttsmedicinalverket Artillerigatan 12, 587 58 Linköping Svíþjóð Fyrirspurnir: Helga Hansdóttir helgah@landspitali.is Greinin barst 22. nóvember 2012, samþykkt til birtingar 16. ágúst 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Inngangur A síðustu áratugum hefur umræða um lyf og lyfja- notkun farið vaxandi. Gagnreynd lyfjameðferð við mörgum alvarlegum langvinnum sjúkdómum sem hrjá aldraða hefur komið fram, eins og við háþrýst- ingi, hjartabilun, kransæðasjúkdómi, sykursýki og Alzheimerssjúkdómi.1 A sama tíma hefur verið sýnt fram á að fjöllyfjameðferð fylgi hætta á að notuð séu óviðeigandi lyf og á hjáverkunum.2 Lyfjameðferð hrumra aldraðra er flókin vegna þungrar sjúkdóms- byrði, umhverfisáhrifa og meðfædds breytileika, auk lífeðlisfræðilegra breytinga með aldri sem hafa áhrif á útskilnað lyfja.3 Hrumir aldraðir eru gjarnan útilok- aðir frá þátttöku í rannsóknum og því skortir góðar rannsóknir til að leiðbeina læknum um meðferð sjúk- dóma meðal þeirra elstu og veikustu. Það þýðir ekki að lyfjameðferð geti ekki verið gagnleg fyrir þá og því hefur verið lýst að aldraðir fái ekki viðeigandi lyfja- meðferð þar sem nytsemi er gagnreynd.4 Á íslandi hef- ur verið lýst mikilli notkun geðlyfja á hjúkrunarheim- ilum5 og má spyrja hvort slík notkun sé heppileg, þar sem notkun geðrofslyfja hefur verið tengd við aukna dánartíðni meðal aldraðra með heilabilun.6Litlar upp- lýsingar eru til um lyfjanotkun aðra en geðlyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á íslandi. Þessi rannsókn er gerð til að lýsa lyfjanotkun á nokkrum hjúkrunarheimilum á Islandi. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt: Að skoða heildarfjölda lyfja og að skoða lyfjanotkun við algengum langvinnum sjúkdómum eða einkennum, með breytingum á rannsóknartímabilinu. Niðurstöð- urnar eru bornar saman við heilsufarslegar niðurstöður RAI (raunverulegur aðbúnaður íbúa) síðasta árs rann- sóknarinnar. RAI-matið er staðlað mat sem notað er til að meta gæði þjónustu og heilsufar íbúa á hjúkrunar- heimilum.7 Efniviður og aöferöir Upplýsingar frá lyfjaskömmtunarfyrirtæki voru notaðar til að lýsa lyfjanotkun afturvirkt yfir þriggja ára tíma- bil, frá byrjun árs 2002 til ársloka 2004. Öll hjúkrunar- heimili sem lyfjaskömmtunarfyrirtækið skammtaði lyf tóku þátt í rannsókninni. Alls fengust upplýsingar um lyfjanotkun 1409 einstaklinga, sem ætla má að hafi verið um 60% af íbúum hjúkrunarheimila á íslandi árið 2004. Níu af hjúkrunarheimilunum tíu voru í Reykjavík. Þau hjúkrunarheimili sem ekki fengu þjónustu lyfjaskömmt- unarfyrirtækisins voru almennt minni og líklegri til að vera í dreifbýli. Hjúkrunarheimilin voru misstór, með 19-238 íbúa. Lyfjafyrirtækið skammtaði töflur og hylki tölvustýrt í poka fyrir hvern lyfjatíma, merkt tíma og dagsetningu fyrir tvær vikur í senn. Töflur og hylki sem ekki eru lyfseðilsskyld voru einnig sett í pokana. Hand- skömmtuð lyf eins og augndropar, nefúðar, innúðar, mixtúrur og sprautur voru einnig skráð á lyfjablað og LÆKNAblaðið 2013/99 383
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.