Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 11
RANNSÓKN
Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum
á íslandi 2002-2004
Lýsandi rannsókn
Helga Hansdóttir' læknir, Pétur G. Guðmannsson2 læknir
ÁGRIP
Markmið: Að lýsa lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á Islandi á árunum
2002-2004.
Efniviður og aðferðir: Skráð var lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum sem
fengu lyf með tölvustýrðri skömmtun frá byrjun 2002 til loka 2004. Upp-
lýsingar fengust frá 10 hjúkrunarheimilum um alls 1409 einstaklinga, eða
um 60% allra vistmanna hjúkrunarheimila á landinu. Konur voru 65% af
úrtakinu, meðalaldur var 83 ár og 43% létust á rannsóknartímanum. Fjöldi
lyfjaávísana á einstakling var skráður, auk þess sem skoðaður var fjöldi
ávísana lyfja sem notuð eru við algengum langvinnum sjúkdómum og
einkennum.
Niðurstöður: Heildarfjöldi lyfja notaðra að staðaldri var 8,9 (±4,0) í byrjun
rannsóknar og jókst í 9,9 (±4,3) undir lok rannsóknar. Konur fengu einu
lyfi meira en karlar að meðaltali (p<0,001). 56,2% kvenna og 47% karla
fengu fleiri en 10 lyf við lok rannsóknar. Konur fengu fleiri geðlyf en karlar
fleiri hjarta-, æða- og segavarnarlyf. 82% íbúa tóku að staðaldri einhver
geðlyf, 65% tóku róandi lyf eða svefnlyf, 50% þunglyndislyf og 20%
geðrofslyf. Um 15% í viðbót fengu geðrofslyf tímabundið. Flest lyf voru í
stöðugri notkun yfir rannsóknartímann, sérstaklega lyf við hjarta- og æða-
sjúkdómum. Lyf við þvagleka, bólgueyðandi gigtarlyf, beinstyrkjandi lyf og
lyf við Alzheimerssjúkdómi voru oftar notuð tímabundið en að staðaldri.
Lyf sem voru í fastri notkun hjá meira en 40% einstaklinganna voru kvíða-
og svefnlyf, þunglyndislyf, paracetamól, þvagræsilyf og D-vítamín.
Ályktun: Lyfjanotkun er mikil á hjúkrunarheimilum á Islandi. Flest lyf voru
þegar í notkun í byrjun rannsóknar eða við komu á hjúkrunarheimili og
héldust óbreytt yfir rannsóknartímann, sem vekur spurningu um hvort
lyfjalisti sé nægilega endurskoðaður i samræmi við aðstæður, vilja og
horfur einstaklinganna. Engar vísbendingar voru um vanmeðhöndlun
verkja og þunglyndis. Þrátt fyrir að D-vítamín sé mikið notað ætti notkun
þess að vera meiri, ekki síður meðal karla en kvenna.
’Lyflækningasviði
Landspítala Landakoti,
2Ráttsmedicinalverket
Artillerigatan 12, 587 58
Linköping
Svíþjóð
Fyrirspurnir:
Helga Hansdóttir
helgah@landspitali.is
Greinin barst
22. nóvember 2012,
samþykkt til birtingar
16. ágúst 2013.
Engin hagsmunatengsl
gefin upp.
Inngangur
A síðustu áratugum hefur umræða um lyf og lyfja-
notkun farið vaxandi. Gagnreynd lyfjameðferð við
mörgum alvarlegum langvinnum sjúkdómum sem
hrjá aldraða hefur komið fram, eins og við háþrýst-
ingi, hjartabilun, kransæðasjúkdómi, sykursýki og
Alzheimerssjúkdómi.1 A sama tíma hefur verið sýnt
fram á að fjöllyfjameðferð fylgi hætta á að notuð séu
óviðeigandi lyf og á hjáverkunum.2 Lyfjameðferð
hrumra aldraðra er flókin vegna þungrar sjúkdóms-
byrði, umhverfisáhrifa og meðfædds breytileika, auk
lífeðlisfræðilegra breytinga með aldri sem hafa áhrif
á útskilnað lyfja.3 Hrumir aldraðir eru gjarnan útilok-
aðir frá þátttöku í rannsóknum og því skortir góðar
rannsóknir til að leiðbeina læknum um meðferð sjúk-
dóma meðal þeirra elstu og veikustu. Það þýðir ekki
að lyfjameðferð geti ekki verið gagnleg fyrir þá og því
hefur verið lýst að aldraðir fái ekki viðeigandi lyfja-
meðferð þar sem nytsemi er gagnreynd.4 Á íslandi hef-
ur verið lýst mikilli notkun geðlyfja á hjúkrunarheim-
ilum5 og má spyrja hvort slík notkun sé heppileg, þar
sem notkun geðrofslyfja hefur verið tengd við aukna
dánartíðni meðal aldraðra með heilabilun.6Litlar upp-
lýsingar eru til um lyfjanotkun aðra en geðlyfjanotkun
á hjúkrunarheimilum á íslandi. Þessi rannsókn er gerð
til að lýsa lyfjanotkun á nokkrum hjúkrunarheimilum
á Islandi. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt: Að
skoða heildarfjölda lyfja og að skoða lyfjanotkun við
algengum langvinnum sjúkdómum eða einkennum,
með breytingum á rannsóknartímabilinu. Niðurstöð-
urnar eru bornar saman við heilsufarslegar niðurstöður
RAI (raunverulegur aðbúnaður íbúa) síðasta árs rann-
sóknarinnar. RAI-matið er staðlað mat sem notað er til
að meta gæði þjónustu og heilsufar íbúa á hjúkrunar-
heimilum.7
Efniviður og aöferöir
Upplýsingar frá lyfjaskömmtunarfyrirtæki voru notaðar
til að lýsa lyfjanotkun afturvirkt yfir þriggja ára tíma-
bil, frá byrjun árs 2002 til ársloka 2004. Öll hjúkrunar-
heimili sem lyfjaskömmtunarfyrirtækið skammtaði lyf
tóku þátt í rannsókninni. Alls fengust upplýsingar um
lyfjanotkun 1409 einstaklinga, sem ætla má að hafi verið
um 60% af íbúum hjúkrunarheimila á íslandi árið 2004.
Níu af hjúkrunarheimilunum tíu voru í Reykjavík. Þau
hjúkrunarheimili sem ekki fengu þjónustu lyfjaskömmt-
unarfyrirtækisins voru almennt minni og líklegri til að
vera í dreifbýli. Hjúkrunarheimilin voru misstór, með
19-238 íbúa. Lyfjafyrirtækið skammtaði töflur og hylki
tölvustýrt í poka fyrir hvern lyfjatíma, merkt tíma og
dagsetningu fyrir tvær vikur í senn. Töflur og hylki sem
ekki eru lyfseðilsskyld voru einnig sett í pokana. Hand-
skömmtuð lyf eins og augndropar, nefúðar, innúðar,
mixtúrur og sprautur voru einnig skráð á lyfjablað og
LÆKNAblaðið 2013/99 383