Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 32
UMFJÖLLUN O G GREINAR Léleg laun eru meginástæða óánægju lækna ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Það hefur verið orðað þannig að við værum komin fram af bjargbrúninni og þá væntanlega í frjálsu falli niður. Það er kannski ekki besta samlíkingin. Mín tilfinning er að við séum að renna niður bratta og hála brekku. Það er erfitt að snúa við, en kannski mögulegt," segir Einar Stefánsson prófessor í augnlækn- ingum og yfirlæknir á Landspítalanum um ástand í mönnun á Landspítala og framtíðarhorfur íslenskrar læknastéttar. Tilefni þessa samtals við Læknablaðið er grein sem Einar, ásamt Sigurði Guð- mundssyni, birti í Morgunblaðinu föstu- daginn 2. ágúst síðastliðinn. Þar lýstu þeir slæmu ástandi á Landspítalanum og voru ómyrkir í máli um framtíðarhorfur. „Þetta er ákveðinn vítahringur. Land- spítali er ekki aðeins ósamkeppnisfær í launum við útlönd heldur einnig við kjör lækna á íslandi utan spítalans. Það segir náttúrulega allt sem segja þarf að 1% unglækna var ánægt með starfsaðstöðu á Landspítalanum. Leitin að þessum ánægða einstaklingi stendur enn yfir," segir Einar og ekki laust við að nokkurrar kaldhæðni gæti í þeim orðum. Hann segir meginástæðu óánægju og landflótta íslenskra lækna skýra og aug- ljósa. „Unga fólkið okkar fer héðan af spítal- anum með óbragð í munninum og síðan eigum við yfirlæknarnir að draga það til baka eftir sérnám og ég get boðið því laun sem eru innan við helmingur af því sem er lægst í boði í Svíþjóð. Ef horft er til annarra landa verður munurinn margfaldur. Spurningin snýst reyndar ekki um hvort okkur takist að ná fullum jöfnuði í launum lækna við nágrannalöndin. En staðan er þannig að munurinn er of mikill til að hægt sé að horfa fram hjá honum. Meginástæðan fyrir óánægju lækna er launin. Læknastéttin hefur farið dálítið í kringum þetta eins og köttur í kringum heitan graut, ekki viljað horfast í augu við þetta sem aðalatriðið, heldur bent á slæma aðstöðu, lélegt húsnæði og gömul tæki sem skýringar. Það er allt saman alveg rétt, en dugar ekki til skýringar á því hvers vegna við horfum upp á tugi lækna á ári hverfa af landi brott og engir koma í staðinn. Launamálin eru einfaldlega aðal- atriðið. Ungt fólk á fertugsaldri sem er að hugsa um að flytja heim eftir sérnám sér bara í hendi sér að það gengur ekki upp á þessum launum. Við höfum einnig dæmi um sérfræðinga sem hafa komið heim og baslað í nokkur ár og flutt síðan út aftur." Flýja ýmist spítalann eða landið „Við verðum líka að horfast í augu við að undanfarin ár hefur verið allnokkur flótti lækna. Við höfum misst gott fólk af spítalanum út í bæ, ýmist alveg eða það minnkað starfshlutfall sitt til að vinna annars staðar. Þetta er eingöngu til að bæta kjörin, því ekki er betri aðstöðu til að dreifa á einkastofum út í bæ. Við finnum fyrir því að á Landspítal- ann vantar núna ýmsar nýjungar eða nýjar aðferðir sem bestu sérfræðingarnir okkar af yngri kynslóð hafa tileinkað sér erlendis og fást ekki til að flytja heim. Þarna er yfirleitt um að ræða svokallaðar spítalasér- greinar; greinar sem ekki verða stundaðar utan spítala vegna sérhæfðs tækjakosts eða annarrar dýrrar og flókinnar aðstöðu. Landspítalinn er eini vinnustaðurinn sem kemur til greina fyrir lækna í þessum sér- greinum og fyrir ungan metnaðargjarnan sérfræðing sem stundað hefur sérnám á einhverjum af bestu spítölum Evrópu eða Bandaríkjum í hópi fremstu sérfræðinga í greininni, á þar að auki margföldum launum, er eiginlega galið að flytja hingað heim. Þetta eru læknarnir sem halda okkur í fremstu röð og án þeirra verðum við ekki í fremstu röð mikið lengur. Land- spítalinn er ófær um að draga þetta fólk heim því við erum einfaldlega að tala um sómasamlega fram- færslu. Hún er ekki í boði á þeim launum sem læknum bjóðast hér í dag. Við heyrum þetta á þeim ungu læknum sem nýlega hafa flust erlendis og hafið sitt sérnám. Þeir finna muninn á öllum póstum og eru enn síður tilbúnir að snúa aftur í þær aðstæður sem hér bjóðast." Styrkurinn orðinn stærsti veikleikinn Einar bendir á að kjör lækna hafa versnað verulega á undanförnum árum. „Þegar ég flutti heim frá Bandaríkjun- um lækkuðu launin vissulega, en þau laun sem hér buðust voru þó alveg ásættanleg. Læknar í sömu stöðu í dag sjá ekki fram á að geta búið fjölskyldu sinni skikkanlega umgjörð. Og til að enginn velkist í vafa um hvað verið er að tala um, þá eru byrj- unarlaun sérfræðings á Landspítalanum rúmlega 500.000 krónur á mánuði. Að frádregnum skatti eru þetta skammarlega lág laun fyrir fólk með allt að 15 ára há- skólanám að baki og er að hefja starfsferil komið hátt á fertugsaldur. Há laun lækna byggjast nær ávallt á gríðarlega mikilli vinnu með tilheyrandi vaktaálagi og það eru alls ekki allir af yngri kynslóð tilbúnir til að vinna svo mikið. Ekki síst þegar hærri laun eru í boði erlendis fyrir mun minna vinnuframlag. 404 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.