Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 12
RANNSÓKN Tafla I. Lýsing rannsóknarhóps. Rannsóknarhópur Karlar Konur Alls Fjöldi (%) 499 (35,4) 909 (64,6) 1408 (100) Meðalaldur (SF) 81,5 (8,32) 83,8 (7,69) 83,0 (8,00) Meðaltími á heimili, mánuðir (SF) 23,7 (11,5) 24,1 (11,6) 23,9 (11,6) Andlát á rannsóknartíma (%) 230 (46,1) 395 (43,5) 625 (44,5) SF=staðalfrávik afhent eftir þörfum á hjúkrunarheimilið. Notkun handskammt- aðra lyfja var ekki eins skýr og vélskammtaðra, því að þótt fyrir- mæli væru til staðar var ekki ljóst hvort lyfin væru raunverulega í notkun, því afhending þeirra á hjúkrunarheimilinu var ekki sjálf- krafa eins og tölvuskömmtuðu lyfjanna. Öll lyf sem skráð voru á fyrirmælablað voru talin í heildarfjölda lyfja. Lýðfræðilegar upp- lýsingar voru skráðar um aldur, kyn og nafn hjúkrunarheimilis, og hvort þátttakandi var á lífi við lok rannsóknar. Rannsóknin var samþykkt af vísindasiðanefnd, Persónuvernd og stjórnendum hjúkrunarheimilanna. Heildarfjöldi lyfja: Fjöldi lyfja var talinn við tíma eitt og tvö. Tími eitt var við upphaf rannsóknar, 1. janúar 2002, eða þegar lyfjaávísanir hófust við flutning einstaklings á hjúkrunarheimilið. Tími tvö var við lok rannsóknar, 31. desember 2004, eða við andlát. Við útreikning á heildarfjölda lyfja voru öll lyf talin sem notuð voru að staðaldri. Einnig var talið hversu margir einstaklingar fengu færri en fjögur lyf, 4-10 lyf eða fleiri en 10 lyf. Til að skoða nánar hvort um væri að ræða lyf sem gætu haft alvarlegar aukaverkanir eða milliverkanir eða lyf sem telja mætti ólíklegt að skiptu máli í sambandi við fjöllyfjanotkun, voru lyfin flokkuð íaðallyf og aukalyf. Fæðubótarefni, vítamín, sölt, málmar, krem, dropar og innúðar voru skráð sem aukalyf, að glákudropum og innúðalyfjum við teppusjúkdómi í lungum undanteknum. Hægðalyf með staðbundna verkun í görn töldust einnig aukalyf. Lyfjanotkun við algengum langvinnum sjúkdómum: Til þess að skoða lyfjanotkun og lyfjabreytingar á rannsóknartímanum voru eftirtaldir flokkar valdir: Engin notkun á tímabilinu; reglu- bundin notkun við lok rannsóknar eða við dauða; tímabundin notkun og notkun eftir þörfum (mynd 1). Valdir voru lyfjaflokkar við algengum langvinnum sjúkdómum og einkennum meðal aldr- aðra, í ljósi algengis sjúkdómanna og hvort völ var á gagnreyndri lyfjameðferð. Þau einkenni og sjúkdómar sem skoðaðir voru eru tiltekin í RAI-matinu, nema sýrutengdur sjúkdómur. Lyf við sýru- tengdum sjúkdómum eru samkvæmt rannsóknum notuð af allt að tími 1 tími 2 Mynd 1. Lýsing á notkun lyfja við langvinnum sjúkdómum og einkennum. Reglubundin notkun var skilgreind sem stöðug notkun allait tímann eða við tíma tvö (a. og b.) Lyfjanotkunin var skilgreind sem tímabundin ef notkun lyfsins var liætt á rann- sóknartímanum, jafnvel þó að lyfið væri í notkun á tíma 2(c,dog e). Tafla II. Fjöldi lyfjaávisana við upphaf og lok rannsóknar N (SF). Karlar Konur Munur Bæði konur p-gildi og karlar Við upphaf rannsóknar Allar lyfjaávísanir 8,23 9,24 <0,001 8,88 (3,9) (4,0) (4,0) Aðallyf 6,15 6,64 0,004 6,46 (3.1) (3,1) (3,1) Við lok rannsóknar Allar lyfjaávísanir 9,39 10,22 <0,001 9,91 (4,1) (4,3) (4,3) Aðallyf 6,89 7,28 0,032 7,13 (3,2) (3,3) (3,3) Meðaltal breytingar Allar lyfjaávísanir +1,16 +0,98 0,388 +1,03 (3,4) (3,8) (3,7) Aðallyf +0,74 +0,64 0,515 +0,67 (2,5) (2,8) (2,7) 64% þeirra sem koma á hjúkrunarheimili.8 Af þeim lyfjaflokkum sem ekki voru taldir með voru sýklalyf og hægðalyf algengust, því þau eru oftast notuð við bráðum tímabundnum einkennum eða þá að notkun þeirra er ekki nægilega vel skráð til þess að unnt sé að draga ályktanir af henni. Við tölfræðilega greiningu var SPSS 11.0 forritið notað.9 Kynja- munur í lyfjaávísunum á tíma eitt og tvö var reiknaður með Chi- square prófi. Kynjamunur á lyfjaávísunum við langvinnum sjúk- dómum var reiknaður sem áhættuhlutfall karla miðað við konur að fá tiltekið lyf, með 95% öryggismörkum, samkvæmt aðferð Mantel-Haenzel.10 Niðurstöður Tafla I sýnir lýðfræðileg einkenni hópsins. Tafla II sýnir lyfjafjölda, við upphaf og við lok rannsóknar. í byrjun rannsóknar fengu 17% karla færri en fjögur lyf, 56% fengu 4-10 lyf en 27% fleiri en 10 lyf. Við lok rannsóknar fengu 12% karla færri en fjögur lyf, 41% 4-10 lyf en 47% fengu fleiri en 10 lyf. í byrjun rannsóknar fengu 12% kvenna færri en fjögur lyf; 51% fengu 4-10 lyf og 38% fengu fleiri en 10 lyf. Við lok rannsóknarinnar voru 9% kvenna hins vegar með færri en fjögur lyf, 35% fengu 4-10 lyf og 58% fengu fleiri en 10 lyf. Tafla III sýnir ávísanir á lyf við algengum langvinnum sjúk- dómum eftir kyni. 70% lyfja við sárasjúkdómi í maga voru pró- tónpumpuhemlar og 30% histamín-2 blokkar. Rúmlega 70% af blóðflöguhemlum var asetýlsalisýlsýra. Þar sem barnamagnýli var skipt út fyrir hjartamagnýl á rannsóknartímanum er talan fyrir blóðflöguhemla óeðlilega lág, vegna þess að Hjartamagnýl er í C- flokki en Barnamagnýl var í B-flokki. I lok rannsóknartímans voru eingöngu um 3% íbúa á blóðflöguhemlunum asetýlsalisýlsýru, klópídógreli eda dípýraídamóli. Tæp 3% úrtaksins fengu amíód- arón, en digoxín var langmest notaða hjartsláttaróreglulyfið (85%). Þvagræsilyfjanotkun var 34% þíazíð og 66% fúrósemíð. Þvagræsi- lyf voru notuð af nærri helmingi kvenna. Statínlyf voru einu kól- esteróllækkandi lyfin sem notuð voru. Kvenhormónar voru 33% estríól, en við skráðum eingöngu töflunotkun á kvenhormónum en lyf notuð staðbundið voru skráð 384 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.