Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 34
UMFJÖLLUN O G GREINAR Hjartaskurðlækningar og tildrög þeirra á íslandi Þórður Harðarson hjartalæknir thordurhardar@gmail.com Þórarinn Arnórsson ritaði ágæta grein í Læknablnðið fyrr á þessu ári um brjósthols- og hjartaskurðlækningar á íslandi. Þar var ekki sérstaklega fjallað um baráttuna sem stóð hálfan annan áratug um að fá heimild Alþingis og ríkisstjórnar til að hefja hjarta- aðgerðir á Landspítalanum. Um það er þó vert að leggja nokkur orð í belg. Ekki fer óyggjandi sögum af því hve- nær fyrstu íslensku sjúklingarnir voru sendir til aðgerðar í útlöndum, en flestir fóru þeir til Norðurlanda og var árangur aðgerðanna miðlungi góður. Magnús H. Ágústsson barnalæknir, prófessor við University of Illinois, hafði milligöngu um hjartaskurðaðgerðir á nokkrum íslenskum börnum í Chicago, en skurðaðgerðir á full- orðnum íslendingum urðu fyrst algengar þegar Árni Kristinsson stundaði sérnám í London árin 1963-68. Þá fóru margir íslendingar fyrir milligöngu hans til hjartaaðgerða á Hammersmith Hospital, flestir í lokuskipti. Eftir heimkomu Árna gerði hann samning við Brompton Ho- spital og síðar Guy s Hospital í London um þjónustu við íslenska fullorðna sjúklinga. Hann samdi einnig við sir Richard Bon- ham-Carter á Great Ormond Street-sjúkra- húsinu um aðgerðir á börnum. William (Bill) Cleland á Brompton Hospital gerði margar aðgerðir á ís- lendingum með góðum árangri. Bill starf- aði sem ungur skurðlæknir með Dennis Melrose sem bjó til fyrstu hjarta- og lungnavélina sem fyrst var notuð á Ham- mersmith-spítalanum árið 1953. Það er í frásögur fært að rússneskir læknar höfðu veður af nývirki þeirra félaga og buðu þeim að koma með vélina til Moskvu. Þar gerði Bill nokkrar aðgerðir, meðal annars á fjórum börnum sem höfðu flókinn hjarta- galla (tetralógíu Fallots). Bill hafði ekki áður reynt að lagfæra þennan galla, en að- gerðirnar tókust vel. Bill sagði í rússnesku blaðaviðtali að guð hefði svo lítið að gera í Sovétríkjunum að hann hefði haft tíma til að hyggja að börnunum. Bill kom alloft til íslands með konu sinni, en hún var ákafur laxveiðimaður. Bill lést árið 2005, 92 ára að aldri. Hann hlaut íslensku fálkaorðuna fyrir störf sín í þágu íslenskra sjúklinga. Edgar Sowton tók að sér íslendingana sem vistuðust á Guy's Hospital. Margir íslenskir læknar stunduðu sér- nám í London á 8. áratugnum og stóðum við landarnir og löndurnar í ýmsum snúningum fyrir íslenska sjúklinga á sjúkrahúsum borginnar. Okkur þótti dálítið kímilegt þegar sendiherra íslands í London lýsti því fjálglega í sjónvarpsvið- tali á íslandi hve mikið annríki sendiráðið hefði af þessum sjúklingum. Við höfðum ekki veitt því athygli. Meðan ég starfaði á Borgarspítalanum (1977-82) þótti mér hægast að efna til sam- vinnu við vini mína og fyrrum samstarfs- menn frá Lundúnaárunum um þjónustu við þá sjúklinga Borgarspítalans sem þurftu að gangast undir hjartaskurðað- gerðir. Ágætt samstarf tókst með okkur John Coltart hjartalækni sem starfaði á St. Thomas Hospital. Það sjúkrahús hafði nýlega verið endurreist með miklum glæsibrag sunnan Westminsterbrúar. Óneitanlega örlaði á metingi milli Land- spítala og Borgarspítala á þessu sviði eins og fleirum, en sannleikurinn var víst sá að árangur hjartaskurðaðgerðanna var svip- aður á öllum þeim Lundúnaspítölum sem vistuðu íslenska sjúklinga. Þegar byrjað var að græða slagæðar við kransæðakerfið voru nokkrir íslenskir sjúklingar sendir til Cleveland í Bandaríkjunum og tókst með- ferð þeirra oftast vel. Þegar árið 1970 lá fyrir álitsgerð frá læknum á Borgarspítala og Landspítala um hagkvæmni þess að hefja hjartaskurð- lækningar hérlendis. Bent var á líklegan sparnað, bæði fyrir tryggingakerfið, sjúk- lingana og aðstandendur þeirra, auk þess tilfinningalega umróts sem oft fylgdi því að þurfa að flytjast á erlend sjúkra- hús til umfangsmikilla læknisaðgerða. Seðlabankinn og Gjafasjóður Ásbjarnar Ólafssonar stórkaupmanns gáfu fé til tækjakaupa. Það var þó álit ráðgjafa heil- brigðisráðherra að ekki væri tímabært að hefja hjartaskurðlækningar að svo stöddu, auk þess sem fullnægjandi rannsóknarað- staða vegna þessara aðgerða væri ekki fyrir hendi. Seint á fyrri heilbrigðisráðherratíð Matthíasar Bjarnasonar (1977-78) tók nefnd lækna þetta mál aftur til athugunar. Tveir þeirra, Ólafur Ólafsson landlæknir og Björn Önundarson tryggingayfirlæknir, töldu að enn um sinn ætti að bíða með að hefja aðgerðir hér, en tveir, Grétar Ólafs- son og Árni Kristinsson, lögðu til að aðgerðirnar hæfust án mikillar tafar. Nær samtímis barst bréf til ráðherra frá fjórum læknum, tveim þeim síðartöldu en einnig Gunnari H. Gunnlaugsssyni og Þórði Harðarsyni á Borgarspítala, þar sem lagt var til að aðgerðir yrðu hafnar á Land- spítalanum. Ljóst var því að sérfræðingar við Landspítala og Borgarspítala töldu að hjartaskurðlækningar gætu hafist hér á landi en embættismenn mæltu ekki með því. Á síðustu dögum ráðherratíðar sinnar (1980) fól Magnús H. Magnússon Davíð Á. Gunnarssyni forstjóra ríkisspítalanna að vinna að undirbúningi hjartaskurðlækn- inga og að þær yrðu hafnar á Landspítala í ársbyrjun 1981. Þegar til kastanna kom reyndist ekki stuðningur við þessa ráð- stöfun á Alþingi. Tilraun Svavars Gests- sonar heilbrigðisráðherra árið 1982 til að koma hjartaskurðlækningum á laggirnar strandaði einnig á Alþingi. Á Landspítala fór þó fram undirbúningur eftir því sem hægt var, án þess að heimild væri til að kaupa tækjabúnað eða senda starfsfólk til menntunar. Stjórnarnefnd ríkisspítala hafði hjartaskurðlækningar sem forgangs- verkefni við gerð fjárlaga áranna 1981,1982 og 1983, en fjárveitinganefnd Alþingis léði því ekki stuðning. Árið 1982 þurftu 110 íslendingar að fara utan til hjartaaðgerðar, en haustið 1983 hófst baráttan fyrir hjartaskurðlækn- ingum á Islandi fyrir alvöru. Þá höfðu 406 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.