Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 37
UMFJÖLLUN O G GREINAR Einstaklingsmiðuð heilsurækt „Þyngd skiptir vissulega máli varðandi heilsuna en hún er þó alls ekki aðalatriði og margir eru orönir skemmdir af hugmyndafræöinni sem er ríkjandi í samfélaginu um ofþyngd," segir Erla Gerður Sveinsdóttir læknir ogforstjóri Heilsuborgar. ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson I Heilsuborg í Faxafeni er starfrækt nokkuð sérhæfð líkams- og heilsu- ræktarstöð. Þangað leitar fólk með marg- háttaðan heilsufarsvanda en að sögn Erlu Gerðar Sveinsdóttur læknis og forstjóra fyrirtækisins er boðið upp á lausnir og námskeið sem sniðin eru að þörfum hvers og eins. „Það sem við viljum gera er að búa til stað þar sem einstaklingar geta fengið góða aðstoð við að gera það sem þeir geta sjálfir gert fyrir heilsu sína. Fengið vandaða leiðsögn meðan unnið er með heilsu- verkefnin sem hluta af daglegu lífi. Við leggjum áherslu á hvað fólkið okkar getur gert en ekki hvað það er ófært um að gera. Þess vegna er mikilvægt að átta sig á því í byrjun hvar einstaklingurinn er staddur heilsufarslega og vinna útfrá því," segir Erla Gerður í upphafi. „Lífsstíllinn hefur svo gríðarlega mikið að segja fyrir heilsuna og það er svo margt sem hægt er að gera til að bæta líðan og heilbrigði þó ýmislegt ami að. Ástæða þess að líkamsrækt er svo stór hluti af Heilsuborg er að hreyfing er bara svo stór þáttur í því að fyrirbyggja og meðhöndla alls konar veikindi og mein. Það á við hvort sem við erum að fást við bakverki, offitu, þunglyndi, hjartasjúkdóma, gigt eða önnur heilsuverkefni. Hér tökum við á móti fólki sem ekki hefur stundað neina hreyfingu svo árum skiptir jafnvel. Fólk með alls kyns vanda sem er hrætt við að hreyfa sig og veit hreinlega ekki hvernig það á að bera sig að við hreyfingu. Hingað koma líka hraustir einstaklingar í góðu formi sem vilja stunda hreyfingu í rólegu og vönduðu umhverfi. Stærsti hiuti okkar skjólstæðinga eiga við heilsufarsvanda að etja af einhverju tagi. Það er hins vegar mjög misjafnt hvernig heilsufari okkar fólks er háttað, sumir eiga við margþættan og flókinn vanda að stríða en aðrir eru að leita eftir lausn við streitu, bakverkjum, háþrýstingi eða koma bara til að styrkjast og auka orkuna í dagsins önn." Erla Gerður segir að það færist í vöxt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk vísi fólki til þeirra. „Þetta úrræði hefur vantað í heilbrigðiskerfið. Það er svo margt í gangi í samfélaginu hvað varðar heilsu og hreyfingu og margt af því er ágætt en sumt er byggt á vanþekkingu eða mjög þröngu sjónarhorni og margir verða svolít- ið ringlaðir af þessu öllu saman. Ekki síst hvað varðar offitu og heilbrigt mataræði. Þar er stöðugt eitthvað nýtt í boði og sumt er býsna fráleitt." Þegar nýr skjólstæðingur leitar til Heilsuborgar býðst honum að ganga í gegnum ákveðið ferli sem Erla Gerður lýsir nánar. „Þegar einstaklingur Ieitar til okkar ráðleggjum við honum að byrja á heilsu- mati hjá hjúkrunarfræðingi. Þar er farið í gegnum ýmsa þætti, svo sem mataræði og matarvenjur, hreyfingu, verki, svefn, and- lega líðan, streitu og helstu áhættuþætti lífsstílssjúkdóma. Þar eru gerðar ýmsar mælingar og gefnar ráðleggingar um næstu skref. Ef þörf er á frekari greiningu eru til staðar læknir, næringarfræðingar, sálfræðingar og sjúkraþjálfarar. Það er líka hægt að ieita beint tii þessara aðila. Ef um er að ræða einstakling sem vill ná stjórn á þyngd sinni og léttast, byrjum við á að leggja upp daglegt plan með honum þar sem reglu er komið á mataræðið LÆKNAblaðið 2013/99 409
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.