Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 30
kaupa, til svokallaðra S-merktra lyfja, tii einstakra þátta á heilbrigðisstofnunum og til jafnlaunaátaks til að bæta kjör heil- brigðisstétta. Þá hefur verið brugðist við með við- bótarfjárveitingum vegna ófyrirsjáanlegra fjárútláta í einstökum tilfellum, svo sem vegna PlP-málsins svokallaða, vegna sýkingar og inflúensufaraldurs á Land- spítala í janúar 2013, eldgosa árið 2010 og óveðurs og fjárskaða haustið 2012. Þetta hefur vissulega ruðningsáhrif í ríkisfjár- málunum, því við þessu varð að bregðast fljótt og örugglega. Stöðugt koma ný og krefjandi verkefni sem geta haft mikinn kostnað í för með sér, meðal annars vegna lífsstílssjúkdóma, breyttrar aldurssam- setningar þjóðarinnar og aukinnar tækni og nýrra og betri lyfja. Þá er brýnt að jafna kostnað vegna læknisþjónustu, en hann getur verið mjög mismunandi og íþyngj- andi fyrir fólk." Gæði, öryggi, aðgengi og hagkvæmni Þegar Guðbjartur er beðinn að beina sjónum til framtíðar, vitnar hann til þeirra einkunnarorða sem hann hélt á lofti í ráð- herratíð sinni og leggur sérstaka áherslu á mannauðinn í heilbrigðiskerfinu. „Viðfangsefni okkar í heilbrigðiskerfinu í nútíð og framtíð snúast um sígild grund- vallaratriði: Gæði, öryggi, aðgengi og hag- kvæmni. Sjúklingurinn þarf ávallt að vera í forgrunni í allri þjónustunni. Við skulum hafa í huga að hagkvæmni snýst alls ekki alltaf um niðurskurð. Hún snýst um að fá sem mest fyrir peningana okkar og veita sem besta þjónustu fyrir sama pening eða minni peninga ef hægt er. Þjónustan, gæðin og öryggið byggja fyrst og síðast á starfsfólki heilbrigðiskerfisins. Þar eru lykilatriði menntun og mönnun og að því verður að hlúa. Það er fróðlegt að skoða þróun mannafla á Landspítala miðað við opinberar tölur síðastliðinn áratug. Hafa ber þó í huga að aukning hefur orðið í þjónustu á þessum tíma. Umræðan er oft bundin við alhæfingar um skort á starfs- fólki, en skortur er oftar en ekki bundinn við ákveðnar deildir eða greinar. Mér kom til dæmis á óvart að sjá að á síðasta ári voru auglýstar 25 stöður sérfræðinga og umsóknir voru 39. Þetta eru tölur frá Læknaráði Landspítalans. Þá tókst ekki að manna tvær til þrjár stöður sérfræðinga á spítalanum og það virðist vera það sem einblínt er á þegar talað er um skort á starfsfólki og að allir séu að fara. Ég geri mér grein fyrir því að talað er um heildar- tölu og ég veit að verkum á hvern ein- stakan lækni og starfsmann hefur fjölgað. Hluti af óánægju starfsfólks snýst um aukið vinnuálag og betra starfsumhverfi. Vandinn er klárlega til staðar en umræðan snýst alltof mikið um persónulega reynslu og fyrir ráðherra er engin leið að taka þátt í umræðu á þeim nótum eingöngu; ráðu- neytið verður að byggja á tölfræðilegum upplýsingum frá stofnunum og eftirliti Landlæknisembættisins og treysta því að þær séu réttar. Til að tryggja að slíkar upp- lýsingar verði sem bestar á hverjum tíma er eitt mikilvægasta verkefnið í dag að koma á samræmdri rafrænni sjúkraskrá. Vel menntað og vel þjálfað starfsfólk er aðalatriðið Heilbrigðisstarfsfólk á íslandi er mjög vel menntað og þjálfað og sinnir störfum sín- um af miklum dugnaði, fórnfýsi og sam- viskusemi. Það sækir menntun sína víða, sem styrkir heilbrigðiskerfið og eykur fjölbreytni menntunar. Samtímis eigum við veruleg verðmæti í íslenskum læknum sem eru við nám og störf erlendis. Nær þriðjungur íslenskra lækna hefur undan- farin ár verið búsettur og starfað erlendis. Margir starfa bæði heima og erlendis og enn aðrir koma reglulega heim og hjálpa til hér á Islandi og sinna mjög sérhæfðum greinum lækninga. Þá er athyglisvert að æ fleiri stunda læknanám, en það skýrist af því að aukinn fjöldi ungs fólks sækir allt sitt læknanám til útlanda; Danmerkur, Ungverjalands og Póllands. Við eigum eftir að sjá hvernig þetta unga fólk skilar sér heim að loknu námi. Hér heima hefur námsstöðum í heimilislækningum verið fjölgað og á Akureyri hefur verið lögð sér- stök áhersla á svokallaðar dreifbýlislækn- ingar, en meira þarf að gera til að tryggja að læknar séu fúsir að sinna störfum á íslandi og ekki hvað síst á landsbyggðinni. Það er ýmislegt í gangi af jákvæðum toga, svo sem metnaðarfullt rannsóknar- og þró- unarstarf, sem þarf að hlúa að. Vandinn við að innleiða breytingar og nýjungar er að margir vilja verja sitt starfsumhverfi og ágætt dæmi um það er þegar við gerðum þá tillögu að erlendri fyrirmynd og að frumkvæði ráðuneytisins að ljósmæður gætu ávísað getnaðarvarnalyfjum. Þá risu læknar upp og sögðu það ómögulegt. Víða er það þannig þó ábyrgðin sé ávallt hjá lækninum. Fleiri dæmi mætti nefna en andstaðan við slíkar breytingar er of oft mjög sterk og byggist of oft á sérhags- munum en ekki almannahagsmunum." Heilbrigðiskerfið skal rekið á ábyrgð rikisins Með nýrri ríkistjórn koma nýjar áherslur og pólitísk markmið þeirra flokka sem nú halda um stjórnartaumana eru önnur en þeirra sem fyrir voru. Guðbjartur segist þó ekki vilja trúa því fyrr en á reyni að nú- verandi ríkistjórn víki frá þeirri stefnu um heilbrigðisþjónustu sem sett er niður í lög og tryggir ábyrgð ríkisins á rekstri heil- brigðisþjónustunnar. „Þjóðin hefur tjáð sig með afgerandi hætti því nærri 90% hennar vilja að ríkið eigi og reki heilbrigðisþjónustuna. Það eru hins vegar allt önnur sjónarmið uppi þegar heilbrigðiþjónustan er rædd útfrá pólitískum línum og þá skiptast menn í fylkingar um hvort hún eigi að vera í höndum einkaaðila eða hins opinbera. Ég vona að skýr vilji þjóðarinnar verði virtur hvað þetta varðar. Það er ánægjulegt að í umræðu síðustu mánaða hefur jafnframt komið skýrt fram að þjóðin vill hafa hér heilbrigðiskerfi í fremstu röð og er tilbúin til að greiða fyrir þá þjónustu. Fyrir liggur frá fyrr- verandi ríkisstjórn þingsályktunartillaga að nýrri heilbrigðisáætlun til næstu 10 ára sem unnin er af fjölda fólks. Alþingi þarf að fjalla um, endurbæta og afgreiða þá áætlun sem fyrst. Ég treysti á að nýr ráðherra og ríkis- stjórn stuðli að uppbyggingu á heilbrigðis- kerfinu með þau grunngildi að markmiði sem tryggja gæði, öryggi og jafnt aðgengi að þjónustu, óháð búsetu og efnahag eftir því sem hægt er. Ég mun heilshugar standa með nýjum ráðherra og ríkisstjórn að slíkri uppbyggingu." 402 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.