Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREIN Þjónustusamningar við heimilislækna - bætt þjónusta við almenning Þórarinn Ingólfsson formaður Félags íslenskraheimilislækna Thorarinn.lngolfsson@heilsugaeslan.is Nánast allir íslendingar, og þar með taldir stjórnmálamenn, eru sammála um að heil- brigðiskerfið skuli rekið af sameiginlegum sjóði landsmanna og allir skuli eiga jafnan rétt á góðri heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Þegar ríkið kaupir þessa þjónustu af læknum heyrast gjarnan þær raddir að nú sé verið að „einkavæða" og um sé að ræða einhvers konar ójöfnuð. Það er alrangt. Öll kaup ríkisins eru með samn- ingum sem tryggja öllum jafnan aðgang að þjónustunni. Einhverra hluta vegna hafa heilbrigðisyfirvöld hingað til staðið á því fastar en fótunum að þjónusta heimilis- lækna skuli ekki vera keypt með samning- um heldur skuli þeir ráðnir sem starfsmenn stofnana ríkisins. A þessu eru nokkrar undantekningar: Salastöð, Lágmúlastöð og 12 sjálfstætt starfandi heimilislæknar. Þegar mæld er ánægja sjúklinga, aðgengi og kostnaður koma þessi rekstrarform vel út í samanburði. Þegar heilsugæslan er til umræðu er hún gjarnan borin saman við Norðurlöndin en þar hafa þjónustusamn- ingar við heimilislækna verið burðarásinn í grunnheilbrigðisþjónustunni í mörg ár, fyrst og fremst í Noregi og Danmörku sem hafa áratuga góða reynslu af þessu fyrir- komulagi. Nú síðustu ár hafa Svíar fetað sömu braut með því að opna fyrir þjónustu- samninga og gefa kost á heilbrigðri sam- keppni við opinberu heilsugæslustöðvarn- ar. Þjónusta heimilislækna í Noregi hefur í mörg ár verið efst á lista ánægjuvogar um opinbera þjónustu og almenn sátt verið um fyrirkomulagið. Mikill skortur var á heimil- islæknum til starfa í Noregi á 10. áratugnum og tókst þeim að bæta mönnunina verulega með því að bjóða öllum heimilislæknum samninga með umbótum árið 2001. Síðan hefur verið almenn ánægja og samstaða um kerfið. Það tókst að bjóða öllum lands- mönnum heimilislækni. Aðgengi batnaði og starfsánægja læknanna jókst. Mönnun í Danmörku er einnig stöðug og starfsánægja mikil og almenn ánægja almennings með kerfið. Breytingarnar í Svíþjóð núna virðast einnig stefna í verulega betra aðgengi fólks að þjónustunni og meiri ánægju. Það er engin ástæða til annars en að ætla að það sama yrði uppi á teningnum hér á landi, ef þeim læknum sem þess óska væri gef- inn kostur á meiri rekstrarlegri ábyrgð og áhrifum á vinnuumhverfi sitt. Það myndi stuðla að því að halda læknum í starfi og auka áhuga ungs fólks á sérgreininni og að koma heim til starfa. Þann 30. júní 2008 var undirritaður rammasamningur um þjónustu heimilislækna milli Læknafélags íslands og heilbrigðisráðuneytisins. í að- dragandanum komu fram óskir beggja aðila um nýja hugsun í þjónustu heimilis- lækna, gefa þyrfti þverfaglegu starfi meiri gaum, samvinnu milli heilbrigðisstétta og stofnana og huga sérstaklega að eldra fólki og sjúklingum með fjölheilsuvanda og langvinna sjúkdóma. Einnig að stuðla að skráningu sem flestra hjá tilteknum lækni og að aðgangur þeirra að lækni sínum yrði tryggður. Einnig var gert ráð fyrir því í samningnum að blæbrigðamunur geti verið á stöðvum eftir því umhverfi og aðstæðum sem þær starfa í. Við teljum að vel hafi tekist til og reyndar að um sé að ræða tímamótasamning um kaup á læknis- þjónustu. Heimilislæknar fóru bjartsýnir inn í haustið 2008 og töldu að framundan væri uppgangur í heimilislækningum og nú myndi skapast rými til að sinna öllum vel og bjóða þeim sem þess óskuðu fastan heimilislækni sem væri vel menntaður og aðgengilegur sínum sjúklingum. En allir vita jú hvað haustið 2008 bar í skauti sínu og voru allar áætlanir um samninga við heimilislækna slegnar út af borðinu og hafa ekki komið inn á það borð síðan. Færa má þó fyrir því rök að það hefði átt að klára þetta mál eins og Harpa var kláruð, þegar við lítum til læknismönnunar og ástands- ins í heilsugæslunni í dag. Við teljum að heilbrigðisþjónustu megi kaupa af sér- fræðingum í læknisfræði með skynsam- legum samningum um verð þjónustunnar og innihald. Útboð eða samningar við stór- fyrirtæki um samband sjúklings og læknis á hins vegar ekki við. Semja á við læknana sjálfa og það á að horfa til lengri tíma varð- andi þessa mikilvægu þjónustu. Það þarf að skapa íslenskum læknum svipað rými og þeir fá erlendis til að hafa áhrif á vinnuum- hverfi sitt og umönnun skjólstæðinga sinna. Einungis þannig er nokkur von til þess að vinna í samkeppninni við útlönd um þenn- an eftirsótta mannafla. Ótal skýrslur hafa verið ritaðar um „eflingu" heilsugæslunnar og er þær að finna í skrifborðsskúffum ráðuney tisins. Ekki er þörf á fleiri skýrslum, nú þurfa heilbrigðisyfirvöld að koma af alvöru til samvinnu við heimilislækna um framtíðarskipulag heilsugæslunnar. Ekki velja sér ráðgjafa af handahófi því samvinna við læknana sjálfa leiðir meira gott af sér en boð og tilskipanir. Heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíus- son sagði eftirfarandi í nýlegri blaðagrein: „Stefna ríkisstjórnarinnar í heilbrigðis- málum gefur fyrirheit um að nýjum vinnu- brögðum verði beitt í stað þess að velta vandanum stöðugt á undan sér." Þessi orð gefa tilefni til bjartsýni. Service agreoments vith lcelandic GP's - better service for the public Þórarinn Ingólfsson MD General Practitioner Chairman of the lcelandic College of General Practitioners Heilsugaeslan Efra Breidholti LÆKNAblaðið 2013/99 379
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.