Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 28
UMFJÖLLUN O G GREINAR Heilbrigðismál eiga að lifa einstaka ráðherra ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Guðbjartur Hannesson var velferðarráð- herra í stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna kjörtímabilið 2009-2013. Guð- bjartur tók við embættinu af Ögmundi Jónassyni á miðju kjörtímabilinu og tók þar við kefli sem farið hefur um margar hendur undanfarinn áratug. Lækua- blaöinu lék forvitni á að vita hvaða aug- um Guðbjartur liti þennan tíma, hvaða mál honum væru hugstæðust og ekki síst hvernig hann teldi að til hefði tekist í samstarfi við lækna og samtök þeirra. „Ég lagði áherslu á það í minni ráðherratíð að auka sjálfstæði og ábyrgð forstöðu- manna stofnana sem heyra undir ráðu- neytið. Þannig vildi ég að þeir bæru ábyrgð á forgangsröðun við hagræðingu og sparnað innan sinnar stofnunar, innan fjárhags- og lagaramma og forgangsröð- unar frá stjórnvöldum," segir Guðbjartur í upphafi. „Ráðherra á ekki að stjórna því í smá- atriðum hvar skorið er niður innan stofn- unar. Það hefur viðgengist árum saman að einstakar stofnanir hafi beinar línur inn til ráðherra með tilheyrandi fyrirgreiðslu. Þetta verður að afnema ef við eigum að ná réttlátri skiptingu fjárveitinga. 1 þeim tilgangi þarf að bæta alla upplýsingaöflun og styrkja og bæta reiknilíkön og kostn- aðarmat í rekstri. Heilbrigðismálin eru málaflokkur sem verður að vera laus við pólitískt dægurþras og á að lifa einstaka ráðherra þannig að ekki verði kúvending í stefnu heilbrigðismála með hverjum nýjum ráðherra. Fyrir nokkrum árum var forstöðu- mönnum bannað að senda erindi beint til fjárlaganefndar eða ræða stöðu stofnunar opinberlega. Allt skyldi fara í gegnum ráðuneytið. Ég bjó við það haustið 2010 að starfsmenn og oft forstöðumenn mótmæltu niðurskurði á Austurvelli. Mér fannst eðlilegt að stofnanir kæmu sinni gagnrýni í almenna umræðu. Þetta hefði verið óhugsandi nokkrum árum fyrr. Forstöðumenn máttu einfaldlega ekki gagnrýna kerfið opinberlega. Ég taldi þetta rangt og breytti þessu. Umræðan er mikilvæg, og hún þarf að vera gagnrýnin en uppbyggileg. Þannig þarf sífellt að leita betri lausna." Vantar vandaðri umræðu, uppbyggilegar tillögur og meiri sátt um lausnir Guðbjartur segir að umræðan hafi ein- kennst af gagnrýni en minna farið fyrir tillögum til lausna. „Það sem hefur vantað sárlega inn í umræðuna og alla gagnrýnina um heil- brigðiskerfið eru raunhæfar tillögur til úrbóta. Margir þungavigtarmenn úr hópi lækna hafa gagnrýnt kerfið og Læknaráð Landspítalans, Læknafélagið, Land- spítali og fleiri birtu saman auglýsingar fyrir kosningar um slæmt ástand á Land- spítalanum en enginn kemur fram með útfærðar lausnir. Aðeins almenn gagnrýni um að það vanti starfsfólk, peninga, tæki og húsnæði. Reyndar eru mjög skiptar skoðanir meðal lækna um hvort lausn vandans felist í nýju húsnæði. Ég eins og aðrir ráðherrar málaflokksins hef barist fyrir nýjum Landspítala og tel brýnt að ráðast í þá framkvæmd. Ég hef hins vegar ekki heyrt skýrar tillögur að lausnum; á að taka upp tilvísanakerfi, breytt aðgengi að bráðamóttökum, breyta samningum við sérfræðinga með takmarkaðra aðgengi að þjónustu þeirra, flytja verkefni frá bráðadeildum yfir í heilsugæsluna og svo framvegis. Læknar og heilbrigðisstarfs- menn hafa heldur ekki talað einni röddu um þessi mál, þeirra á meðal eru mjög skiptar skoðanir, hagsmunir þeirra eru ólíkir og of oft fylgja þeir pólitískum eða hagsmunatengdum línum í málflutningi sínum ekki síður en aðrir." Mikil vinna í stefnumótun og greiningum Guðbjartur skipaði ráðgjafahóp í septem- ber 2011 og í kjölfarið var erlenda ráð- gjafafyrirtækið Boston Consulting Group fengið til að „aðstoða ráðgjafahópinn við að greina skipulag og stöðu heilbrigðis- kerfisins." Tillögur ráðgjafahópsins byggðu á greiningu BCG og niðurstöðu 9 vinnu- hópa sem tóku til starfa ári fyrr. Eflaust geta flestir orðið sammála um fyrirsagnir tillagnanna en strax í kjölfar birtingar skýrslunnar urðu miklar umræður og deilur um útfærsluna. Tillögurnar sneru að eftirtöldum þáttum: Samtengdri rafrænni sjúkraskrá fyrir allt landið, samræmdri skráningu og birtingu heilbrigðisupplýsinga í heil- brigðiskerfinu, þjónustustýringu í kerfinu, auknum áhrifum notenda á eigin heil- brigðisþjónustu, sameiningu heilbrigðis- stofnana og endurskipulagningu á skurð- lækna- og fæðingarþjónustu, samræmingu á framboði öldrunarþjónustu á landsvísu, viðbragðsáætlun við offitu og framkvæmd innkaupastefnu. Um skýrsluna segir Guðbjartur: „Þegar ég skipaði fólk í ráðgjafahópinn til samstarfs við Boston Consulting Group var ekki leitað að „Samfylkingarfólki" úr hópi heilbrigðisstarfsfólks. Ég leitaði fyrst og síðast að fagfólki úr sem ólíkustum greinum og stöðum innan úr kerfinu þannig að fagleg þekking þeirra og yfirsýn fengi að njóta sín sem best. Ég er mjög sáttur við þær tillögur sem liggja fyrir og 400 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.