Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 24
Y F I R L I T
er mikilvægt að fylgjast náið með hugsanlegri þróun vatnshöfuðs
í bráða- og síðfasa.
Sknrðaðgerð
Lengi var talið að skurðaðgerð til brottnáms blæðingar hefði hag-
stæð áhrif á bata með því að lækka innankúpuþrýsting og þrýst-
ing á aðliggjandi heilavef. Fjöldi rannsókna á síðustu árum bendir
ekki til gagnsemi skurðaðgerðar ofan hnykiltjalds nema í undan-
tekningartilfelllum.51 Slík aðgerð á rétt á sér þegar stór blæðing
liggur grunnt undir höfuðkúpubeini.52 Skurðaðgerð vegna blæð-
ingar í litla heila getur aftur á móti bjargað lífi. Það á einkum við
ef blæðingin er stærri en 3 cm í þvermál og veldur þrýstingi á
heilastofninn og/eða orsakar vatnshöfuð (sjá mynd 5).53-54 í slíkum
tilfellum er afar mikilvægt að fylgjast grannt með klínísku ástandi
og grípa inn í áður en heilastofnseinkenni og skerðing meðvitund-
ar nær að þróast.
Horfur
Samkvæmt erlendum rannsóknum er dánartíðnin fyrstu 6 mán-
uðina eftir heilavefsblæðingu á milli 23 og 58%.55 Af þeim sem
lifa er stór hópur sem nær sér vel. Eru það yfirleitt einstaklingar
með smærri blæðingar. Lækkað meðvitundarstig við innlögn á
sjúkrahús, stórt rúmmál blæðingar, hár aldur og blæðing inn í
heilahólfin eru þekktir þættir sem spá fyrir um slæmar horfur.55
Endurblæðing verður í um 10-14% tilfella yfir lengri tíma.56 Hér er
ekki átt við stækkun blæðingarinnar á fyrstu klukkustundunum.
Hættan á endurblæðingu minnkar með tímanum.
Framtíðarhorfur
Ekki hefur náðst sami árangur í meðferð heilavefsblæðinga
og í meðferð heilablóðþurrðar á síðustu áratugum. Töluverðar
rannsóknir eiga sér stað í því skyni að bæta meðferðarárangur.
INTERACT 2 er stór fjölþjóðleg rannsókn sem miðar að því að
finna heppilegustu blóðþrýstingsmörkin. Nýlegar niðurstöður úr
þeirri rannsókn sýndu að óhætt er að lækka slagbilsþrýsting að
140 mmHg samanborið við hefðbundnar leiðbeiningar þar sem
lægstu mörk eru 180 mmHg. Hafði þessi aukna blóðþrýstings-
lækkun heldur betri útkomu í för með sér í heildina séð, en þó ekki
hvað líkur á dauða eða alvarlegri fötlun varðaði.57 Lengi óttuðust
menn að lækkun blóðþrýstings gæti valdið heilablóðþurrð í kring-
um sjálfa blæðinguna. Slík hefur ekki verið raunin í rannsóknum.
STICH II er stór rannsókn þar sem könnuð er gagnsemi skurðað-
gerða á blæðingum sem liggja grunnt undir höfuðkúpubeini ofan
hnykiltjalds. Rannsóknir fara fram á svokölluðu minimally invasive
surgery. Þeirri aðferð fylgir minni skaði á umlykjandi heilbrigðum
vef. Þar gefst tækifæri til að draga út blóð og einnig til að gefa
staðbundna segaleysandi meðferð til að leysa upp storknað blóð.
Virðist þessi aðferð lofa góðu.58 Eins og getið var að framan hafði
gjöf rFVIIa (Activated recombinant factor VII) sýnt vissan árangur en
aukin segamyndun vó upp jákvæð áhrif lyfsins. SPOTLIGHT er
rannsókn þar sem kannaður er árangur rFVIIa hjá einstaklingum
sem hafa spot sign á tölvusneiðmynd snemma í sjúkdómsferlinu,
sem er tákn um virka blæðingu. Niðurstöður liggja ekki fyrir.
Fleiri storkulyf eru til rannsóknar.
Samantekt
Sjálfsprottin heilavefsblæðing veldur um 10-15% allra heilablóð-
falla. Um 30-50 einstaklingar veikjast árlega á íslandi. Dánartíðnin
er afar há. Háþrýstingur er algengasta orsökin en ávallt ber að leita
eftir sértækum orsökum, sér í lagi hjá yngra fólki.
Skurðaðgerðir hafa ekki sýnt fram á árangur nema í undan-
tekningartilvikum eins og við stórum blæðingum í litla heila.
Hins vegar er afar mikilvægt að sjúklingar með heilavefsblæðingu
séu vistaðir á gjörgæsludeildum eða heilablóðfallseiningum eftir
því sem við á, þar sem viðhaft er nákvæmt eftirlit með vökustigi,
taugaeinkennum, blóðþrýstingi og vökvabúskap.
ENGLISH SUMMARY
Spontaneus intracerebral haemhorrhage -review
Sveinsson O', Olafsson IH2, Kjartansson O3, Valdimarsson EM4
Spontaneous intracerebral hemorrhage occurs when a blood vessel
within the brain parenchyma ruptures without a near related trauma. It is
the second most common form of stroke, accounting for approximately
10% to 15% of new strokes. The 30 day mortality is very high (25-50%).
Hypertension is the most common cause. Unfortunately, surgery has not
proven to be helpful except in certain exceptions such as in large cere-
bellar hemorrhage. Nonetheless, it is very important that patients with
ICH are admitted to an intensive care or a stroke unit with close surveill-
ance of consciousness, focal neurologic symptoms, blood pressure and
fluid balance.
Keywords: Spontaneous intracerebral hemorrhage, hypertension, cerebral amyloid angiopathy, raised intracranial pressure.
Correspondence: Olafur Sveinsson, olafur.sveinsson@karolinska.se
'Department of Neurology Karolinska Hospital, Stockholm, Sweden, !Department of neurosurgery, University Hospital oflceland, Reykjavik, lceland, 3Department ofradiology, University
Hospital of lceland, Reykjavik, lceland, ‘Department of neurology, University Hospital of lceland, Reykjavik, lceland.
396 LÆKNAblaðið 2013/99