Læknablaðið - 15.09.2013, Blaðsíða 14
RANNSÓKN
Tafla III b. Flokkar G: þvagfæralyf og kvenhormónalyf; H: hormónalyf; M: vöðvasjúkdóma- og beinagrindarlyf, hlutfallsleg notkun, %.
Lyfjaflokkur Engin notkun Notkun að staðaldri Timabundin notkun Eftirþörfum Kynjamunur p-gildi Hlutfallsleg áhætta (95% öryggismörk)
G. Þvagfæralyf og kvenhormónar
Kvenhormónar 77.8 12,9 9.2
Lyf við stækkun á blöðruhálskirtli 77,4 16,2 6,4
Krampalosandi lyf fyrir blöðru 89,0 3,3 7,7 0,26 1,18(0,87-1,61)
Karlar 89,3 2,6 9,0 1
Konur 89,0 3,6 7,0
H. Hormónalyf
Sykurhrífandi barksterar 97,2 1,2 2,6 0,38
Karlar 95,8 1,6 1,0 1,02(0,57-1,83)
Konur 98,0 1,0 1,6 1
Skjaldkirtilshormón 89,1 8,9 2,0 0,02 0,64 (0,46-0,91)
Karlar 92,0 6,0 2.0 1
Konur 87,6 10,5 2,0
M. Vöðvasjúkdóma- og beinagrindarlyf
Bólgueyðandi gigtarlyf 86,9 2,8 8,6 1,6 0,56
Karlar 87,4 3,0 8,6 1,0 0,94 (0,71-1,25)
Konur 86,6 2,6 8,8 2,0 1
Coxíb-lyf 86,3 0,6 13,1 0,1 0,33
Karlar 88,4 0.6 11,0 0 0,78 (0,59-1,04)
Konur 85,1 0,6 14,2 0,1 1
Bisfosfónöt 89,1 4,2 6,7 <0,001
Karlar 95,0 1,4 3,6 0,35 (0,23-0,54)
Konur 85,9 5,7 8,4 1
Raloxifen Konur 95,8 2,0 2,2
þvagræsilyf og önnur verkjalyf voru helst notuð tímabundið, en þó
hjá færri en 15% íbúa. Lyf sem oftar voru notuð tímabundið en að
staðaldri voru sykurhrífandi barksterar og bólgueyðandi gigtarlyf
(NSAID), en einnig blöðruhamlandi lyf, beinstyrkjandi lyf og lyf
gegn Alzheimerssjúkdómi.
Umræða
Meðalfjöldi lyfja var 9 lyf í upphafi árs 2002 en um 10 lyf við
lok rannsóknar í árslok 2004. Þar af fengu meira en helmingur
kvennanna fleiri en 10 lyf við lok rannsóknarinnar. Konur voru á
fleiri lyfjum en karlar, að undanskildum hjarta- og æðasjúkdóma-
lyfjum, krampalyfjum og Parkinsonslyfjum. Heildarlyfjanotkun
virðist hafa aukist ef borið er saman við RAI-uppIýsingar birtar 10
árum fyrr, úr 7 í 10 að meðaltali.5 í Ijósi mismunandi aðferðafræði
er þó erfitt að fullyrða að það sé raunin. Lyf sem voru notuð oftar
en tvisvar vikuna fyrir skoðun voru talin með í RAI-matinu en
ekki í þessari rannsókn. Hér vorú hins vegar talin með lyf með
staðbundna verkun, næringardrykkir, lýsi og önnur bætiefni.
Verið getur að lyf sem eru handskömmtuð, eins og innúðar, krem,
mixtúrur eða sprautur, séu skráð á lyfjablaðið án þess að vera í
notkun. Slík lyf eru leyst út samkvæmt pöntun en ekki sjálfkrafa
eins og vélskömmtuð lyf. Sænsk rannsókn frá 2009 fann að 10 lyf
voru notuð að staðaldri svipað og hjá okkur, en þeir telja einnig
vítamín og húðvörur með. Ef eingöngu eru skoðuð lyf sem við
flokkum sem aðallyf er heildarfjöldi lyfja nokkuð sambærilegur
við RAI-tölurnar, eða 7-8 lyf.
Rannsókn á lyfjanotkun árið 2004 meðal íbúa á hjúkrunarheim-
ilum í Bandaríkjunum sýndi meðallyfjafjöldann 8 lyf á einstak-
ling, en þar voru vítamín og bætiefni ekki talin með.11 Sú tala er
nokkuð hærri en árið 1996 í sama þýði, en þá fengu 25% færri 8 lyf
eða fleiri. Rannsókn frá Evrópu sem notaði RAI-gagnagrunninn
árið 2009 fann að meðallyfjanotkun var um 7 lyf.12 Sænsk rannsókn
frá 2003 fann meðallyfjafjöldann 10, svipað og hjá okkur.13 í þeirri
rannsókn voru húðlyf og bætiefni talin með.
Af heildarfjölda lyfja við lok rannsóknar voru tvö til þrjú talin
sem aukalyf, annaðhvort bætiefni eða lyf með staðbundna verkun.
Þessi aðferð, að skilgreina aðal- og aukalyf, var notuð til að ein-
falda talningu á þeim fjölda lyfja sem skipta máli í sambandi við
fjöllyfjameðferð. Þetta er þó umdeilanlegt því ekki er hægt að full-
yrða að öll bætiefni séu án hjáverkana og má þá sérstaklega nefna
járn og kalk. Einn af gæðavísum RAl-matsins á íslandi er að ekki
sé heppilegt að fleiri en 63% af íbúum hjúkrunarheimila séu með
9 eða fleiri lyf.14 Deila má um þá skilgreiningu því að því hefur
verið lýst að á hjúkrunarheimilum séu ekki bara notuð óheppileg
lyf fyrir aldraða, heldur einnig að ekki sé ávísað lyfjum með gagn-
reynda verkun.4 Rannsakendur hafa notað ýmsar aðferðir við að
telja lyfjafjölda en flestir lýsa því ekki nákvæmlega hvort lyf með
staðbundna verkun eða bætiefni séu talin með í lyfjafjölda.
Notkun geðrofslyfja hefur notið mestrar athygli á hjúkrunar-
heimilum vegna hættu sem fylgir notkun þeirra.6 Bæði bandarísk-
386 LÆKNAblaðið 2013/99