Læknablaðið - 15.09.2013, Qupperneq 42
UMFJÖLLUN O G GREINAR
Anders Jahre-verðlaunin veitt
fyrir rannsóknir á sykursýki
Sigurður Ingvarsson
Keldum
siguringQhi.is
Danski prófessorinn Jens Juul Holst
hlýtur Anders Jahre-verðlaunin í líf- og
læknisfræði árið 2013. Hann starfar við
Háskólann í Kaupmannahöfn. Holst fær
verðlaunin fyrir brautryðjandi rannsóknir
á efnaskiptasjúkdómum, sérstaklega fyrir
uppgötvanir á áður óþekktu hormóni.
Holst og samstarfsfólk hans hafa stund-
að ítarlegar lífeðlisfræðilegar rannsóknir
og einangrað og lýst hormónum sem eru í
lykilferlum sem skipta meðal annars máli
í sykursýki. Einkum er Holst þekktur fyrir
að hafa lýst starfsemi Glpl (Glucagon-like
peptide-1) hormónsins, en það er framleitt
af ákveðnum frumum í meltingarvegi og
hefur áhrif á sykurbúskap líkamans. Enn-
fremur hefur hann framkvæmt ítarlegar
rannsóknir á ensíminu Dpp4 (Dipeptidyl
peptidase-4) sem hindrar virkni Glpl.
Meðferðarúrræði við sykursýki 2
byggja á niðurstöðum Holst á þessum
efnaskiptaferlum.
Anders Jahre verðlaunin í fyrra voru
einnig veitt til vísindamanns sem unnið
hefur að sykursýkisrannsóknum, Leif
Groop. Rannsóknir hans byggjast þó á
öðrum fræðasviðum, einkum faralds-
fræðilegrar erfðafræði. Verðlaunaveitingin
undirstrikar hversu öflugar rannsóknir
eru stundaðar á sykursýki á Norðurlönd-
unum.
Jahre-verðlaunin til yngri vísinda-
manna hljóta prófessorarnir Christian B.
F. Andersen við Arósaháskóla og Yenan
Bryceson við Karolínsku stofnunina í
Stokkhólmi. Andersen fær verðlaunin
fyrir rannsóknir á byggingu sameinda
sem taka þátt í flutningi vítamína í frumur
líkamans og Bryceson fyrir rannsóknir
í ónæmisfræði, einkum starfsemi dráps-
fruma ónæmiskerfisins og fyrir rann-
sóknir á meðfæddum blóðsjúkdómum.
Norðmaðurinn Anders Jahre stofnaði
sjóð árið 1960 sem ætlað er að efla rann-
sóknir í líf- og læknisfræði innan Norður-
landanna og eru stærstu norrænu rann-
sóknarverðlaun á þessu sviði. Háskólinn
í Osló veitir verðlaunin sem er ein milljón
norskra króna. Einnig eru veitt aukaverð-
laun úr sjóðnum til yngri vísindamanna.
Valnefnd með fulltrúum læknadeilda há-
skóla allra Norðurlandanna vinnur úr til-
nefningum og ákveður verðlaunahafa, sjá
nánar: uio.no/english/about/facts/anders-
jahre/nomination/.
Jahre (1891-1982) var löglærður auð-
kýfingur sem fékkst við skipaútgerð og
samgöngumál, en er ef til vill best þekktur
fyrir hvalveiðiútgerð frá Sandefjord og
vinnslu á hvalaafurðum. Hann var út-
nefndur heiðursdoktor við Oslóarháskóla
fyrir stuðning sinn við vísindastörf og
uppbyggingu skólans.
Tilkynning um næsta
fyrirlesara hjá öldungum
Að venju hittast öldungar í kaffi og meðlæti til að hlusta á fyrirlestur um áhugavert efni,
sem sjaldan tegngist þó læknisfræði.
Fundurinn verður miðvikudaginn 2. október í Hlíðasmára kl. 16.00, en kaffi er frá kl. 15.30.
í þetta sinn verður dr. Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur með fyrirlestur sem hann nefnir Eldgos og áhrif þeirra.
Seint munum við íslendingar verða afhuga þessu umræðuefni, enda getur hvað sem er gerst í nánustu framtíð eins
og við höfum reyndar heyrt nýlega á okkar fundum.
Allir læknar sextugir og eldri eru gjaldgengir í öldungadeild
Læknafélags (slands og eru makar einnig velkomnir á fundina.
0ldungadeild
Læknafélags íslands
414 LÆKNAblaðið 2013/99