Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 2
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
Klúbburinn Geysir 15 ára
Við höfum
nú fundið
ýmislegt á
lóðinni en
aldrei neitt
svona.
S túlkan brást alveg rétt við og kom með sprautuna beint til kennara. Þetta hefði getað verið yngra barn og
þá veit maður ekki hvað hefði gerst,“ segir
Ásta Kristín Valgarðsdóttir, leikskólastjóri
á Grænatúni í Kópavogi.
Á fimmtudag fyrir tveimur vikum fannst
blóðug sprauta með nál í runna á lóð leik-
skólans. Fyrr um morguninn hafði fund-
ist mannaskítur á stétt skólans sem hafði
verið hulinn með laufblöðum. „Við förum í
eftirlitsgöngu á hverjum morgni og höfum
nú fundið ýmislegt á lóðinni en aldrei neitt
svona,“ segir Ásta Kristín. Hún segir jafn-
framt að eftirlit í garðinum hafi verið aukið
eftir þessi tilvik.
Móður stúlkunnar sem fann sprautuna
var tilkynnt um atvikið og stúlkan var
skoðuð í bak og fyrir af starfsfólki. Henni
varð ekki meint af. Foreldrum barna á leik-
skólanum var svo tilkynnt þetta í bréfi.
„Þetta mál var tilkynnt til lögreglunnar
og vorum við beðin um að setja sprautuna í
lokað ílát sem sést vel í gegn og farga henni
sjálf og lögreglan aðhafðist ekkert frekar,“
segir í bréfi til foreldra.
Ásta Kristín segir í samtali við Frétta-
tímann að hún hefði búist við að lögreglan
myndi koma á staðinn og fjarlægja spraut-
una. „Við vorum hissa á viðbrögðum lög-
reglunnar. Þetta er greinilega mjög algengt
hjá þeim,“ segir hún.
Ásgeir Þ. Ásgeirsson, stöðvarstjóri hjá
lögreglunni, segir að það sé nokkuð algengt
að sprautur finnist á leikskólalóðum, í undir-
göngum og í bílastæðahúsum. „Sprautur eru
víða í daglega lífinu. Fólk getur með leið-
beiningum losað sig við þær á öruggan hátt.“
Í bréfi Ástu Kristínar til foreldra er jafn-
framt vakin athygli á því að fólk í annarlegu
ástandi hafi sést við leikskólann undan-
farið. „Höfum við ... orðið vör við fleira fólk
í annarlegu ástandi hér og upp við bílaplan-
ið. T.d. var hér á mánudagsmorgun kona
á lóðinni og ætlaði að fara að kveikja sér í
sígarettu en starfsmaður sá til hennar út
um gluggann og benti henni á að hún væri
á leikskólalóð,“ segir í bréfinu. Ásgeir segir
ekkert að finna í bókum lögreglunnar um
óeðlileg tilvik í hverfinu undanfarið.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Skólamál aukið eftirlit Í kópavogi eftir eiturlyfjaneySlu
Það var óskemmtileg aðkoma á leikskólanum Grænatúni einn morguninn þegar starfsfólk fann þar
mannaskít á stéttinni. Síðar um daginn fann stúlka á leikskólanum blóðuga sprautunál inni í runna.
Stúlkunni varð ekki meint af. Lögregla segir að sprautur eftir eiturlyfjaneytendur sé víða að finna.
Ásta Kristín Valgarðsdóttir, leikskólastjóri á Grænatúni í Kópavogi, með blóðuga sprautu sem fannst í runna á lóð skólans á
dögunum. Starfsfólki var brugðið, enda hafa tól til eiturlyfjaneyslu ekki fundist á lóðinni áður. Ljósmynd/Hari
Blóðug sprautunál og
mannaskítur á skólalóð
Eyðsluglaðri
millistétt í
Kína fjölgar
árlega sem
nemur íbúafjölda
Norðurlandanna.
Þar eru tækifærin
því ómæld. Myndin er af
íslenskri hönnun, púða frá
Umemi. Ljósmynd/Hönnunarmið-
stöð Íslands.
HönnunarmiðStöð tollfrelSi á riSamarkaði
Möguleikar íslenskra hönnuða á Kínamarkaði
Kínverski markaðurinn er sá
fjölmennasti í heimi enda er Kína
fjölmennasta ríki heims, með um
1,4 milljarða íbúa. Þangað horfa
hönnuðir ekki síður en aðrir en
kynning á möguleikum hönnuða
í Kína var haldin í Hönnunar-
miðstöð Íslands í gær, fimmtu-
dag. Þar kynnti Fabio Camastra
þennan stóra markað en hann
hefur unnið við að markaðssetja
ítölsk vörumerki á kínverskum
markaði, þá helst fyrir fatahönn-
uði, að því er fram kemur á síðu
Hönnunarmiðstöðvar. Á kynning-
unni fjallaði Fabio meðal annars
um tækifæri hönnuða í Kína,
hvernig best er að markaðssetja
vörur á markaði af þessum skala,
ræða vörumerkjavernd, innflutn-
ingsleyfi, samskipti við fram-
leiðsluaðila í Kína, heimasíðugerð
og val á dreifingaraðilum.
Efnahagslegur vöxtur hefur
verið mikill í Kína síðustu árin
hefur verið mikill og um 400
milljónir Kínverja teljast til
millistéttar. Það er um það bil
öll millistétt Evrópu og Banda-
ríkjanna til samans. Kínverska
millistéttin eyðir miklum pen-
ingum í neyslu og er henni spáð
hröðum vexti á komandi árum,
eða um 10% á ári. Millistéttinni
fjölgar því sem nemur íbúafjölda
Norðurlandanna á ári. Millistéttin
leitar meira og meira í vestrænar
vörur, að því er Hönnunarmiðstöð
segir. Þar er bent á að Íslendingar
hafi fengið tollfrjálsan aðgang
að þessum risavaxna markaði en
fríverslunarsamningurinn sem
tók gildi 1. júlí 2014 kveður á um
niðurfellingu tolla á öllum helstu
útflutningsafurðum Íslendinga.
„Kærleiksdiskur“
Labba í Mánum
Ólafur Þórarinsson, sem flestu tónlistar-
áhugafólki er i kunnur sem Labbi í Mánum,
sendi nýverið frá sér nýjan disk sem
nefnist Lítið ljós. Tónlistin á þessum nýja
diski er á ljúfu nótunum og er einskonar
„kærleiksdiskur“ eins og Labbi orðar það
sjálfur. Telur hann diskinn auka kærleika
og umhyggju milli manna. Lögin eru 14
talsins og í afar vönduðum bæklingi sem
fylgir disknum, má lesa frásagnir af tilurð
laganna. Labbi syngur flest lögin sjálfur en
fær einnig til liðs við sig söngkonuna Guð-
laugu Dröfn Ólafsdóttur og tenórinn Gissur
Pál Gissurarson. Diskurinn er fáanlegur í
flestum hljómplötuverslunum og er það
Zonet sem gefur út.
Bókagerðarmenn
mótmæla bókavaski
Félag bókagerðarmanna mótmælir harð-
lega hækkun virðisaukaskatts á bækur úr
7% í 12%, að því er fram kemur í ályktun
félagsins. „Hækkun virðisauka á bækur
veikir markaðsstöðu bókarinnar og dregur
væntanlega úr sölu hennar og í kjölfarið
kann bókatitlum sem gefnir verða út á Ís-
landi að fækka. Það væri afleit þróun fyrir
íslenska tungu og menningu að ógleymdri
lífsafkomu allra þeirra fjölmörgu sem
koma að skrifum, framleiðslu, dreifingu og
sölu bóka á Íslandi,“ segir meðal annars.
Forvarnir og heilabilun
Alþjóðlegi Alzheimersdagurinn er 21.
september. Á Íslandi er vakin athygli á
deginum m.a. með málstofu og að þessu
sinni er sjónum beint að forvörnum gegn
heilabilun. Ýmsar rannsóknarniðurstöður
benda til þess að hægt sé að fyrirbyggja
heilabilun að einhverju leyti og þegar
fyrri spár um mikla fjölgun heilabilunar-
sjúklinga á næstu árum og áratugum eru
hafðar í huga, gefur auga leið að setja
verður forvarnir í forgang, segir í tilkynn-
ingu Alzheimerfélagsins. Félagið heldur
málstofu á Grand hóteli á Alzheimersdag-
inn, næstkomandi sunnudag, klukkan 17-
19 undir heitinu „Forvarnir og heilabilun“
þar sem fjallað verður um forvarnir frá
ýmsum hliðum.
Aukinn fiskafli í ágúst
Heildarafli íslenskra skipa var 5,5%
meiri í ágúst 2014 en í sama mánuði árið
2013, að því er Hagstofa Íslands greinir
frá. Afli jókst í öllum botnfisktegundum
nema ýsu. Samanburður á 12 mánaða
tímabilum á milli ára leiðir í ljós að botn-
fiskafli er svipaður á milli ára á meðan
33% minnkun hefur orðið í uppsjávar-
afla á tímabilinu. Magnvísitala á föstu
verðlagi er um 11,7% hærri miðað við
ágúst í fyrra, en á 12 mánaða tímabilinu
september 2013 til ágúst 2014 hefur
magnvísitalan lækkað um 5% miðað við
sama tímabil árið áður. -jh
Klúbburinn Geysir er 15 ára og af því tilefni er haldin afmælis-
veisla í klúbbhúsinu við Skipholt á laugardag þar sem Vigdís
Finnbogadóttir, verndari Geysis, heldur erindi og vígir
nýja heimasíðu klúbbsins. Einkunnarorð klúbbsins
Geysis eru „Virðing – Víðsýni – Vinátta” og þar eru
boðnir velkomnir allir sem eiga eða hafa átt við
geðræn veikindi að stríða. Markmið starfsins er að
auka samfélagslega þátttöku og efla lífsgæði. Þar
er unnið að því að efla sjálfstraust fólks með því að
leggja áherslu á styrkleika þess, því er veitt aðstoð
við nám og atvinnuleit auk þess sem tímabundin
atvinnutækifæri eru í boði. - eh
Vigdís Finnbogadóttir, verndari Geysis.
2 fréttir Helgin 19.-21. september 2014