Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 68
 Í takt við tÍmann Ósk GunnarsdÓttir Rokkaður hippi sem hleypur hálfmaraþon Staðalbúnaður Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa fatastíln- um mínum, kannski rokkaralegur í bland við hippakjóla og hárbönd. Ég veit ekkert skemmtilegra en að fara á markaði í út- löndum, eins og í Camden eða í New York og grúska og finna gömul föt af breskum og bandarískum ömmum. Ég er ekki snobbuð og kaupi ekki eftir merkjum, ég er ekki með Prada töskur eða neitt svoleiðis. Hér heima finn ég alltaf eitthvað í Vero Moda og uppá- halds íslensku hönnuðirnir mínir núna eru Sara í Forynju og Birta í Júníform. Hugbúnaður Ég er alltaf með eins árs syni mínum og manninum mínum þegar ég er ekki að vinna, þeir eru skemmtilegastir. Í sumar reyndum við að vera dugleg að flakka um landið. Jújú, maður kíkir alveg út þegar maður fær pössun. Ég á ekki neinn uppá- halds skemmtistað, það eru alltaf að koma nýir staðir og ég fylgist ekki nógu vel með. Ég fer bara þangað sem vinir mínir fara. Uppáhaldskaffihúsið mitt er samt alltaf Prikið, ég var að vinna þar í denn og þar líður mér alltaf eins og heima. Ég er nýbyrjuð að horfa á Game of Thrones en ég er hrifnust af BoJack Horseman. Það eru miklir meistarar á bak við þann þátt. Í sum- ar hljóp ég hálfmaraþon en þegar ég byrjaði að æfa fyrir það hafði ég mest hlaupið fimm kílómetra. Ég tók þetta bara á þrjóskunni. Pabbi er mikill hlaupari og ég vildi sjálfsagt sýna mig og sanna. Kannski maður taki maraþonið næst. Vélbúnaður Ég eignaðist iPhone fyrir ári síðan og nota hann talsvert. Ég nota nokkur öpp, til dæmis Runkeeper, ýmis barnatengd öpp og QuizUp. Ég er bæði nörd og keppnismann- eskja svo það hentar mér. Annars er ég svo- lítill klaufi og eyðilegg eiginlega alltaf alla síma. Aukabúnaður Ég elska að elda og finnst gaman að bjóða vinum í góðan mat og halda spilakvöld. Mér finnst skemmtilegast að elda ítalskan mat og hef verið að prófa mig áfram að elda indverskan mat. Á sunnudögum hittist stór- fjölskyldan alltaf hjá mömmu og pabba í mat og það er toppurinn á vikunni. Ég er mjög fjölskyldukær. Þegar ég fer út að borða finnst mér mjög skemmtilegt að fara á Tapasbar- inn, það er fínt að fá mat sem ég kann ekki elda heima. Ég fer samt ekki mikið út að borða, ég er dugleg við að elda eða að stofna matarklúbba og láta bjóða mér í mat. Síðustu tvö ár hef ég farið til Ítalíu í frí, ætli ég sé ekki með eitthvert blæti. Ljósm ynd/H ari Ósk Gunnarsdóttir er 27 ára útvarpskona á FM957 og sjónvarpskona á Bravó og Stöð 2. Hún nýtur sín vel í starfinu enda hófst undirbúningurinn snemma, þegar hún sleit barnsskónum í Kópavogi var Ósk dugleg að taka viðtöl við vini og ná- granna á kassettutækið sitt. Ósk elskar að elda ítalskan mat og finnst enginn jafn skemmtilegur og eins árs sonur hennar.  appafenGur Lumosity Flestir eru sammála um að öpp á borð við Candy Crush geri lítið til að örva heila- starfsemina. Til mótvægis við slík öpp hafa verið þróuð nokkur sem beinlínis eiga að þjálfa heilann. Lumosity er eitt þeirra. Þar er búið að hanna þrautir sem eiga að bæta minni, athyglisgáfu, s ne r p u og sveigjanleika. Þú getur sér- va l ið þraut- irnar. Ert þú alltaf að týna húslyklunum? Á t t u er f i t t með að muna nöfn? Finnst þér þú ekki geta hugsað út fyrir boxið? Eða viltu bæta þig í hugar- reikningi? Lumosity gefur sig út fyrir að geta hjá lpað þér með þetta allt. Ætlast er til að notendur „æfi“ 3 - 5 sinnum í viku, í um 10 mínútur í senn. A pp ið er ókey pis en hægt er að kaupa viðbæt- ur og fá að- gang að fleiri þrautum. - eh Sætar franskar frá McCain Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega bragðgóðar. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af hefurðu töfrað fram girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna! Vinsælar hjá Íslendingum í mörg ár 68 dægurmál Helgin 19.-21. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.