Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 70
Jiang Xin er eitt stærsta nafnið í kínverskum kvikmyndaheimi.
KínversK stórstjarna á íslandi
Frægasta leikkona Kínverja í íslenskri landkynningu
Undanfarna viku hefur myndatöku-
lið frá Kína dvalið hér á landi til þess
að taka upp kynningarefni fyrir ís-
lensku húð- og snyrtivörurnar frá Sif
Cosmetics. Kynningarefnið verður
sýnt í einum stærsta tísku- og lífs-
stílsþættinum í kínversku sjónvarpi
en þáttastjórnandinn er leikkona sem
heitir Jiang Xin og er ein frægasta
leikkonan í Kína um þessar mundir.
Eiríkur Sigurðsson, framleiðandi
hjá EGF, sem framleiðir Sif Cosme-
tics segir þetta vera eina stærstu
landkynningu sem Ísland hefur
fengið í asískum fjölmiðli. „Við erum
búin að fara með þau á marga staði,
Gullfoss og Geysi að sjálfsögðu, Jök-
ulsárlón og svo sýndum við þeim
gróðurhúsin okkar sem þeim þótti
mikið til koma,“ segir Eiríkur. „Þetta
er 13 manna tökulið sem er búið að
vera hér hjá okkur og þátturinn er
sýndur á sjónvarpsstöðinni Henang
sem er næst stærsta stöðin í Kína.
Það má því búast við því að dágóður
fjöldi fólks sjái þessa kynningu.“
Leikkonan Jiang Xin hefur leikið
í fjölmörgum kínverskum bíómynd-
um og sjónvarpsþáttum og fyrir
tveimur árum hlaut hún kínversku
kvikmyndaverðlaunin í leik sínum
í myndinni The Legend of Zhen
Huan. „Hún er gríðarlega þekkt,
en sökum þess sem við þekkjum
lítið til kínversks sjónvarps þá átt-
uðum við okkur ekki á því fyrr en
okkur var sagt það. Með henni er
svo frægur kínverskur bloggari sem
konur taka mikið mark á, svo þetta
er góð umfjöllun, ekki bara fyrir Sif
Cosmetics heldur Ísland allt,“ segir
Eiríkur.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Þáttaserían Neyðarlínan hefst á Stöð
2 á sunnudaginn. Dagskrárgerðar-
konan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fylgir
eftir sögum fólks sem hringt hefur í
Neyðarlínuna á ögurstundu. Raun-
veruleg símtöl viðmælenda þar sem
kallað er eftir hjálp eru spiluð og rætt
við sjúkraflutningamenn, lækna, björg-
unarsveitarmenn, neyðarverði og
aðstandendur.
„Í þessarri þáttaröð eru margar
mjög merkilegar sögur. Við
segjum frá ungri stúlku sem
varð veik og greindi sjálfa sig með
nýrnabilun en fæddi svo barn án
þess að vita að hafa verið
ólétt. Við fjöllum um mál
sem varða öryggi fólks
miðað við búsetu, einnig
fjöllum við um mál þar
sem gassprenging varð í
vinnuskúr í Grundargerði
árið 2008. Sex ungmenni
voru þar að sniffa gas
og brenndust mörg hver alvarlega.
Það eru sem sagt sex ár síðan og það
er stórmál að finna símtöl til Neyðar-
línunnar sem eru eldri en 2 ára.“
Af hverju heldurðu að mál séu ekki
geymd lengur hjá Neyðarlínunni?
Þeim ber skylda að geyma hvert símtal
í 6 mánuði, en eftir það má eyða þeim.
Ætli það sé ekki fyrst og fremst
vegna plássleysis. Þótt hvert
símtal sé ekki stórt þá koma
mörg hundruð símtöl inn til
Neyðarlínunnar á dag, það er
fljótt að vera plássfrekt.“
Þetta er önnur þáttaröð
Neyðarlínunnar en
sú fyrri naut mikilla
vinsælda og hlaut
tilnefningu til
Edduverðlauna.
Þættirnir verða á
dagskrá Stöðvar 2 á
sunnudagskvöldum í
vetur. -hf
Merkilegar sögur
Curver í Þoku
Curver Thoroddsen er með síðustu
sýninguna í núverandi rými ÞOKU og er róf
gráskalans meðal viðfangsefna.
Listamaðurinn sýnir vídeógjörning sem
hann vann sérstaklega fyrir þessa sýningu
og tók upp í galleríinu. Á húmorískan, ein-
faldan og einlægan hátt leikur hann sér með
gráskalann og andstæða póla hans, svartan
og hvítan, nema að hann gerir það í lit.
Gjörningurinn, sem tekinn var upp í einni
langri töku, felst í endurtekningu á þeirri
athöfn að klæða sig og afklæðast fötum
sem bera mismunandi tóna gráskalans.
Grár er hlutlaus málamiðlun milli tveggja
öfga og hefur oft á tímum líflausa, dapra og
leiðigjarna merkingu. Grár og drungalegur
veruleiki er síðri en lífið í lit, eins og Paul
Simon orti „Everything looks worse in black
and white“.
Opnun sýningarinnar er á morgun,
laugardag, klukkan 16 í húsnæði Þoku við
Laugaveg 25.
Hönnun sigrún, Helga guðný og dröfn Herja á Hipsterana
Opna íslenska
hönnunarbúð í LA
Í austurhluta Los Angeles borgar opnar um helgina íslensk verslun, Reykjavik Outpost, sem
selur íslenska hönnun. Eigendur verslunarinnar eru þær Sigrún Ólafsdóttir, myndmennta-
kennari og klæðskeri, Helga Guðný Theodórsdóttir sem er grafískur hönnuður og Dröfn Ösp
Snorradóttir Rozas sem starfar í kvikmyndaiðnaðinum og hannar skratgripalínuna 4949. Þær
hafa allar búið um nokkurra ára skeið í borg englanna og segja þær hugmyndina hafa kviknað
fyrir nokkrum árum, aðallega út frá heimþrá.
Þ að vill oft verða þegar maður býr fjarri fólkinu sínu að svolítil heimþrá láti á sér kræla og maður finnur fyr-
ir söknuði eftir vinum og vandamönnum.
Stundum upplifum við okkur heilmikla út-
lendinga í þessari stórskemmtilegu en sér-
stöku borg og einmitt þá leitar hugurinn
heim,“ segir Sigrún. „Umræðan um að opna
búð hér í Los Angeles, sem væri alíslensk
og myndi einungis selja vörur og hönnun
íslenskra hönnuða, varð einmitt til eftir
svona Íslandssöknuðartímabil hjá okkur,“
segir Dröfn.
„Við stofnuðum fyrirtækið í febrúar og
höfum síðan verið að vinna að því að fá ís-
lenska hönnuði og listamenn í samstarf við
Reykjavik Outpost, marka stefnu búðar-
innar og læra um fyrirtækjarekstur,“ segir
Dröfn. „Erfiðasti hlutinn var kannski sá að
safna fjármagni. Við lögðum allar til eigið fé
og sáum fljótt að við yrðum að sníða okkur
stakk eftir vexti og leyfa okkur að vera lítil
búð í byrjun,“ bætir Sigrún við.
L.A. er ekki lítil borg, var ekkert erfitt að
finna rétta húsnæðið?
„Það er ágætis úrval af húsnæði í borg-
inni en við urðum að vera klókar og veðja á
svæði sem er í mikilli uppbyggingu og hent-
aði fjárhagnum okkar,“ segir Dröfn. „Við
erum í austurhluta Los Angeles, í Eagle
Rock og Highland Park, þar sem listalíf og
alls kyns menning blandast á magnaðan
máta. Það er menningarnótt einu sinni í
mánuði og við höfum í hyggju að fá íslenskt
fólk og listamenn til að hafa sýningar og
uppákomur. Bjóðum endilega tónlistar- og
hæfileikafólki hvers konar til að hafa sam-
band og sækja um að fá að vera með á daga-
talinu okkar. Einnig er á dagskrá að hafa
uppákomur eins og leynimatarklúbb og bíó-
sýningar í versluninni en plássið okkar er
frábært til slíkra afnota.“
„Við handvöldum inn hönnuðina okkar
og erum ekkert smá glaðar með alla sem
við gátum tekið inn. Við höfum auðvitað
fleiri á óskalistanum og sumir höfðu ekki
vörur fyrir okkur enda alkunna að það er
erfitt að standa í framleiðslu heima fyrir
okkar fólk,“ segir Sigrún. „Flestir hönn-
uðir eru einyrkjar og eiga við ramman reip
að draga og það er mikill skilningur okkar
á milli með alls kyns vandræði sem geta
komið upp sökum þessa og vonandi gott
fyrir okkar hönnuði að við séum Íslending-
ar og þekkjum stöðu þeirra afar vel. Færri
komust að en vildu en það er óskandi að
allt gangi svo vel að við getum tekið inn
fleiri. Við ákváðum að hafa tiltölulega
breitt vöruúrval og erum með Helicopter,
Kron by Kronkron, Norðursalt, Pyropet
kertin hennar Þórunnar Arnardóttur, Bi-
lity, Kyrju, 4949 skart, Further North, Hlín
Reykdal, Notknot, Vík Prjónsdóttur, Fuzzy,
Hildi Hafstein, Sóley Organics, Ágústu V,
iHönnu, Ígló og Índí og bækur frá Hugleiki
Dagssyni. En þetta er ekki tæmandi listi
og við stefnum á framleiðslu á gjafavöru frá
okkur sjálfum.“
Hvernig taka íbúar Kaliforníu í þetta, er
íslensk hönnun vinsæl í LA?
„Umtalið er mjög jákvætt og fólk er mjög
spennt fyrir öllu um leið og þú segir orðið
„Ísland“ og við finnum fyrir miklum spenn-
ingi,“ segir Dröfn.
„Við erum kannski fyrst og fremst svo
ánægðar og stoltar af því hvað það er mikil
sköpun á Íslandi í dag. Það eru svo margir
hönnuðir og listamenn að gera fallega og
skemmtilega hluti sem eiga fullt erindi út
fyrir landsteinana.
Það er mjög mikill áhugi á norrænni
hönnun í Bandaríkjunum og okkur finnst
eins og fólk hafi byrjað að veita Íslandi
meiri athygli en áður fyrr,“ bætir Sigrún
við.
Reykjavík Outpost opnar um helgina í
Los Angeles og hægt er að skoða úrvalið á
Facebooksíðu verslunarinnar www.facebo-
ok.com/ReykjavikOutpost
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Dröfn og vinkonur hennar opna Reykjavík Out-
post í LA. Þar verða íslenskar hönnunarvörur
seldar.
Dröfn Ösp Snorra-
dóttir Rozas.
70 dægurmál Helgin 19.-21. september 2014
Galopin bók
OPINBERUNARBÓKIN
Nýtt námskeið byrjar í Boðunarkirkjunni, Álfaskeiði 115, Hf. Hulunni verður
svipt af leyndardómum Opinberunarbókarinnar. Þátttakendur munu skilja
betur atburðarás mannkynssögunnar
Námskeiðið hefst sunnudaginn 28.september kl. 16:00
Fyrirlesari verður Dr. Steinþór Þórðarson sem hefur
miðlað landsmönnum af fróðleik sínum og reynslu í
áratugi. ALLT ÓKEYPIS, ENGAR KVAÐIR.
Þú ert hjartanlega velkomin(n). Nánari upplýsingar á
bodunarkirkjan.is og í síma 555-7676. Einnig á
Útvarpi Boðun FM105,5 og á Akureyri FM104,9.
Meðal þess sem allað verður um er:
· Átakanlega og endanleg boð um ákvörðun
· Veistu hvað framtíðin ber í skauti sér?
· Hvað verður um frelsi tjáningar og trúar?