Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 46
Þ etta er búið að ganga helvíti vel, þetta er eigin-lega algjör draumur. Það eru sumir sem toppa nítján eða tuttugu ára en ég er 24 ára og er að spila besta tímabilið mitt. Ég hef þroskast mikið og vona að ég geti spilað enn betur í framtíðinni,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður norska knattspyrnu- liðsins Vålerenga. Gæti slegið markametið í Noregi Viðar var keyptur til Vålerenga fyrir yfirstandandi leik- tíð frá Fylki. Hann hefur slegið í gegn og er langmarka- hæstur í norsku deildinni. Viðar hefur skorað 24 mörk í 22 leikjum og með þrennu sinni um síðustu helgi sló hann markamet Vålerenga. Með sama áframhaldi gæti Viðar slegið markametið í norsku úrvalsdeildinni. Það setti Odd Iversen árið 1968, 30 mörk. Viðar hefur sjö leiki til að slá metið. „Ég gæti slegið metið, ég held að það sé góður mögu- leiki á því. Til þess þarf ég sjö mörk í næstu sjö leikjum. Við ætlum að reyna að blanda okkur í baráttu um Evrópu- sætið og það er númer eitt en markmiðið hjá sjálfum mér er að skora í hverjum leik.“ Auglýsir heita potta Öll þessi velgengni og öll þessi mörk hafa komið Norð- mönnum á óvart. Viðar hefur enda vakið mikla athygli þar í landi og hefur vart undan að veita fjölmiðlum viðtöl. Þegar Fréttatíminn ræddi við hann í vikunni hafði hann nýlokið að sitja fyrir í auglýsingu. Viðar á að auglýsa heita potta fyrir norskt fyrirtæki. „Þeir vildu bara fá kall- inn í auglýsingu,“ segir hann. Það eru reyndar ekki bara Norðmenn sem furða sig á velgengni Viðars. Þó hann hafi verið meðal markahæstu manna í Pepsi-deildinni í fyrrasumar verður seint sagt að hann hafi verið stórt nafn í íslenska boltanum. „Ég er kannski betri en fólk heldur,“ segir Viðar í léttum dúr. Hvernig gengur þér að höndla allt áreitið? „Það eru margir hissa á því hvað ég er rólegur. Ég er náttúrlega orðinn 24 ára, ef ég væri nítján þá væri þetta öðruvísi. Þá fengi maður sjálfsagt mikilmennskubrjál- æði. Ég vandist þessu öllu fljótt, ég var fljótt beðinn um að fara í viðtöl og í sjónvarpsþætti og pæli ekki mikið í þessu.“ Líklegt að ég fari í stærra lið Stærri klúbbar eru farnir að sýna Viðari áhuga. Sjálfur er hann mikill aðdáandi enska úrvalsdeild- arliðsins Arsenal og segir að það væri draumur að spila þar einn daginn. Hann viðurkennir fúslega að hann gæti haft vistaskipti að tímabilinu loknu. „Það eru miklar líkur á því, held ég. Það verður mjög erfitt að toppa þetta tímabil hér og á næsta ári verð ég 25 ára. Það gæti því verið rétti tíminn fyrir næsta skref. Það er mikill áhugi og ég næ vonandi að gera góða hluti í síðustu sjö leikjunum.“ Kominn með kærustu í Osló Á dögunum lék Viðar sinn annan landsleik þegar hann kom inn á í fræknum sigri á Tyrkj- um. „Landsliðið er að verða rosa gott og það hefur orðið þvílík breyting á liðinu síðan Heimir og Lars tóku við því. Vonandi fæ ég fleiri sénsa, maður stefnir að því.“ Viðar hefur komið sér vel fyrir í Osló og er með íslenska kærustu upp á arminn. „Hún heitir Thelma Rán og er búin að búa hérna í nokkur ár. Það er bara kósí.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Hver er viðAr ÖrN KjArtANssON?  Fæddur 11. mars 1990 á Selfossi.  Lék áður með Selfossi og Fylki.  Varð í 2.-3. sæti yfir marka- hæstu menn í Pepsi-deildinni í fyrra.  Hefur skorað 24 mörk á leik- tíðinni með Vålerenga.  Þar af eru fimm mörk úr víta- spyrnum.  Hefur leikið 2 landsleiki.  Á föstu með Thelmu Rán Ótt- arsdóttur, 18 ára. viðar Örn Kjartansson spilaði sinn annan landsleik gegn Tyrkjum um dag- inn. Hann var kallaður til eftir frábæra leiktíð í norsku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur skorað 24 mörk. Ég er kannski betri en fólk heldur Viðar Örn Kjartansson hefur skorað 24 mörk í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta, tíu mörkum meira en næsti maður. Hann á góða möguleika á að slá 46 ára gamalt markamet deildarinnar. Viðar er umsetinn af norskum fjölmiðlum og sat fyrir í auglýsingu fyrir heita potta í vikunni. Hann er þó merkilega rólegur yfir allri velgengninni. 46 sport Helgin 19.-21. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.