Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 12
Á síðasta Kirkjuþingi var ákveðið að setja ferming-arfræðslu á oddinn næstu fjögur árin. Við vissum að þetta lá í loftinu og þjófstörtuðum því í raun á síðasta ári þegar út kom nýtt fræðsluefni fyrir fermingarbörn en þetta var í fyrsta sinn í áratugi sem fræðsluefnið er endurskoðað svo rækilega. Í raun má líkja þessu við byltingu,“ segir Elín Elísabet Jó- hannsdóttir, fræðslufulltrúi Bisk- upsstofu. Fræðsluheftið ber heitið „Con Dios“ sem þýðir „Með Guði.“ Efnið er þýtt og staðfært frá Sví- þjóð en nokkrir íslenskir prestar á Norðurlöndunum hafa unnið með efnið á síðustu árum og bera því vel söguna. „Þetta er ekki eins og hefð- bundin kennslubók heldur sett upp eins og tímarit með fjölda mynda, þarna eru stuttir textar og létt orða- lag. Við erum ekki að tala neina himnesku heldur bara mannamál,“ segir Elín. Húmor og gæska Óhætt er að segja að fermingar- fræðsluefnið hafi verið fært til nú- tímans. Í Con Dios er meðal annars vitnað í lagatexta söngkonunnar Pink um Guð sem plötusnúð og lífið sem dansgólf, þar er auglýsing um þvottaefni sem er ekki merkt Svans- merkinu heldur Kristi og er sagt „Áhrifaríkt gegn synd. Þvotturinn verður tandurhreinn – í hvert skipti.“ Þá er tilvitnunin í Jesú þar sem hann segir „Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skulið þér og þeim gera“ myndskreytt með mynd af nuddolíu. „Húmorinn og gæskan er alltaf í fyrirrúmi,“ segir Edda Möller, útgáfustjóri Þjóðkirkjunnar. Auk heftisins sem fermingar- börnin fá eru sérstakar kennslu- leiðbeiningar fyrir presta og ýmis óhefðbundin verkefni, en þeim er þó í sjálfsvald sett hvernig þeir vinna með efnið þar sem hver prestur skipuleggur sjálfur ferm- ingarfræðsluna í sinni sókn. „Con Dios“ var í fyrsta skipti notað á Ís- landi í fermingarfræðslu þeirra sem fermdust í vor en foreldrar þeirra fermingarbarna sem nú voru að byrja í fermingarfræðslu fengu auk þess nýtt foreldrahefti „Con Dios“ þar sem raunar er alls ekkert fjallað um unglinga heldur um lífið, trúna og tilveruna. En það er meira sem stendur fermingarbörnum og foreldrum þeirra til boða, sem og prestum sem sjá um fermingar- fræðslu, því Hildur Björk Hörpu- dóttir og Jóhanna Gísladóttir, sem báðar útskrifast sem guðfræðingar í desember, hafa sett upp sérstakan fræðsluvef sem byggir á spegluð- um kennsluháttum, eða vendinámi. „Vendinám felst í að heimavinnan fer fram í kennslustofunni en fyrir- lestrarnir fara fram heima. Við höf- um lesið inn fyrirlestra fyrir ferm- ingarbörn, setjum inn glærur og spurningar til ígrundunar, og svo mæta þau í fermingarfræðsluna og við vinnum með efnið,“ segir Hildur. Fræðsluefnið á iPad Venjan er að guðfræðinemar komi í starfskynningu á Biskupsstofu á síðasta námsári sínu og þegar Hild- ur og Jóhanna mættu þangað í vor vildi svo til að þær fengu að heyra um þann draum Elínar fræðslufull- trúa að þróa speglaða kennsluhætti í fræðslunni. „Þær réttu síðan mjög hógværar upp hönd og sögðust vera búnar að vinna slíkt efni fyrir ferm- ingarfræðslu,“ segir Elín. Talið er að um eitt þúsund fermingarbörn á höfuðborgarsvæðinu noti fræðslu- vefinn sem þær settu upp en þau fá einfaldlega vefslóð og lykilorð og geta síðan nálgast alla fyrirlestra í iTunes í gegn um Podcast og þann- ig auðveldlega hægt að setja þá á snjallsíma, spjaldtölvu eða mp3-spil- ara. „Könnun meðal foreldra ferm- ingarbarna sýndi að þeir vilja taka meiri þátt og þeir geta horft á þessa fyrirlestra með börnunum sínum Jóhanna bendir á að unglingar hafi þétta dagskrá og það hafi sýnt sig að þeir kunna vel að meta að fermingarfræðslan sé ekki sett fram eins og hefðbundinn kennslutími. „Vendinám hefur líka þann kost að það hentar jafnt þeim sem eru lesblindir eða eiga við námserfið- leika að stríða og svo þeim sem eru jafnvel á undan í námi. Öll standa þau jafnfætis í verkefnavinnunni,“ segir hún. Jóhanna starfar einnig sem æskulýðsfulltrúi í Langholts- kirkju og var vefurinn fyrst prufu- keyrður þar hjá séra Guðbjörgu Jó- hannesdóttur og séra Guðmundi Karli Brynjarssyni í Lindakirkju. „Þau hvöttu okkur mikið áfram og það var gaman hvað Biskupsstofa tók síðan vel í þetta,“ segir Jóhanna. Elín tekur fram hvað það sé gleði- legt að þessi vinna komi úr grasrót- inni og að þau hafi í raun ættleitt þetta fullbúna verkefni sem tengist beint Con Dios. Ekkert útilokar kynfæramyndir Edda bendir á að í grunninn sé boð- skapurinn einfaldur: „Guð er kær- leikur, Guð elskar okkur eins og við erum og við erum aldrei ein á ferð.“ Kaflarnir í Con Dios eru stuttir og hnitmiðaðir. Þeir fjalla meðal ann- ars um sjálfsmynd, bænina, fyrir- gefningu, dauðann og sorgina, og kærasta og kærustur. Í síðastnefnda kaflanum er fjallað sérstaklega um samkynhneigð, og er þetta í fyrsta skipti sem samkynhneigð er hluti af prentuðu kennsluefni. „Fermingar- börnin hafa ekki miklar áhyggjur af samkynhneigð. Fyrir þeim er hún ekki meira tiltökumál en að vera rauðhærður,“ segir Jóhanna og Elín bendir á að innan kirkjunnar sé nú litið á samkynhneigð sem eðlilegan hlut. „Þetta er bara sjálfsagt og eðli- legt. Við elskum alls konar fólk,“ seg- ir hún. Í þessum sama kafla er líka fjallað um klámmyndir og hversu óraunverulega mynd þær gefa af eðli- legum samskiptum þar sem kynlíf á að snúast um virðingu, fyrir sjálfum sér og öðrum. Hvaða nálgun prestar fara er þeirra eigin val, en skemmst er að minnast þess þegar prestur við Selfosskirkju fékk kynfræðinginn Sigríði Dögg Arnardóttur til að sjá um fræðslu um samskipti kynjanna. Þar sýndi hún myndir af kynfærum til að varpa ljósi á hversu margbreytileg þau eru í útliti. Myndasýningin var kærð af utanaðkomandi aðila en kærunni vísað frá. Jóhanna bendir á að nýja kennsluefnið gefi prestum rými til að útvíkka hvernig þeir nálgist viðfangs- efnin. „Það er ekkert sem útilokar að fræðslan eigi að vera eins og hún var en það er heldur ekkert sem segir að hún eigi að vera einmitt þannig. Hver prestur er í raun með sinn eigin fermingarskóla,“ segir Hildur og tek- ur fram að í grunninn snúist þetta um virðingu og kærleika. Samfélagið er breytt og kirkjustarf- ið líka. „Hér áður fyrr máttu börn ekki koma í jarðarförina hjá afa eða ömmu. Ég hef heyrt af fólki sem fékk ekki að kveðja sem börn og það hvílir enn þungt á því. Kirkjan fylgir eftir breytingum í samfélaginu, og kristin trú er bara ljómandi góður lífsstíll sem snýst um að láta gott af sér leið og vaxa sem manneskja,“ segir Edda. Vitanlega er farið vel yfir boðorð- in í Con Dios og í umræðum varpa prestar því gjarnan fram hvort ferm- ingarbörnunum finnist eitthvað vanta í boðorðin. Yfirleitt er niðurstaðan sú að þær hugmyndir sem þau fá er þeg- ar að finna í boðorðunum, jafnvel þó orðalagið sé kannski skrýtið. Hild- ur rifjar í lokin upp eitt boðorð sem fermingarbörnin eru þó sammála um að mætti gjarnan bæta við: „Það á að vera slökkt á gemsanum þegar við erum í bíói.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Gagnger endurskoðun var gerð á fermingarfræðslu Þjóð- kirkjunnar á síðasta ári þegar út kom fræðsluefnið Con Dios. Allt yfirbragð efnisins er ferskt og lifandi og dæmi tekin úr dægurmenningunni. Auk þess hefur verið tekinn í gagnið fræðsluvefur þar sem fermingarbörn geta horft á fyrirlestra á iPad áður en þau mæta í kirkjuna og vinna með efni fyrirlestursins. Bylting í fermingarfræðslu Fremingarfræðsluefni hefur verið fært til nútímans með fræðsluritinu Con Dios. 12 fréttir Helgin 19.-21. september 2014 www.tskoli.is Gítarsmíði Skráning og nánari upplýsingar: Sími 514 9602 www.tskoli.is/gitar | endurmenntun@tskoli.is Kennari: Gunnar Örn Sigurðsson gítarsmiður. Námskeið: 22. september – 4. desember 2014. Kennt er tvö kvöld í viku kl. 17:30–22:00, alls 100 klst. Verð: 185.000 kr. Allt tréefni er innifalið. Námskeiðið er styrkhæft hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Lærðu að smíða Telecaster, Stratocaster, Jazz bass, P bass eða Thinline frá grunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.