Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 26
M ig langaði að eignast hana á Íslandi, það var sterk til-finning, búa til hreiður. Það er svo dýrt að byggja upp fjölskyldu í London, allt öðruvísi stemming, maður setur börnin ekkert út í garð, eða hleypir þeim út að hjóla, fólk gæti verið kært til barnaverndarnefndar fyrir slíkt,” segir Elíza Geirsdóttir Newman um ársgamla dóttur sína. Söngkonan er komin heim eftir útivist í London og býr með dóttur sinni og unnusta í Höfnum. Það er nýtt fyrir þér að syngja á ís­ lensku, var það erfitt? „Já það var það, ég svindlaði svolítið fyrst með því að semja við íslensk ljóð til þess að fá andann yfir mig, en svo rembdist ég mikið og það kom á endan- um.“ Var þetta erfiðari nálgun? „Já ég var búin að semja svo mikið af textum á ensku og þurfti að byrja hreinlega upp á nýtt. Þegar fyrsti textinn var búinn byrjaði þetta að verða auðveldara og núna er þetta ekkert mál.“ Eru yrkisefnin öðruvísi en áður? „Er þetta ekki alltaf sama vælið í manni? Ást, örlög og söknuður,“ segir Elíza með bros á vör. „Það er ekkert sem er ákveðið fyrirfram, þetta kemur einhvernveginn bara með lögunum. Hugmyndirnar malla svolítið og kannski er ég með eina setningu og spinn út frá því. Það eru engar reglur. Ég er að vinna að plötu, er búin að semja mikið af efn- inu og er að byrja að taka upp. Fyrsta lagið af henni kom út um daginn, lagið Flöskuskeyti. Ég vona að hún verði tilbúin næsta vor. Þetta er allt í gerjun, kannski er allt það sem manni finnst gott ömurlegt þegar maður byrjar að taka upp, og öfugt. En ég stefni á nýja plötu, já. Þetta gengur allt aðeins hægar þegar maður er með svona lítið kríli,“ segir Elíza en hún og Gísli Krist- jánsson eignuðust sitt fyrsta barn fyrir um ári, dótturina Sölku Sigurlilju. Ég er á því að tónlistin þín sé glaðari á íslensku, er það meðvitað? „Er það? Það eru fréttir finnst mér,“ segir Elíza. „Ég hef aldrei pælt í þessu, kannski er ég bara eitthvað smá meira „happy.“ Það er samt mjög dökk hlið, og ég get alveg farið þangað og fest mig í þunglyndislögunum. Ég hef valið mér að geyma það bara og vera hress- ari. Það er svolítið meðvitað. Ég held að fólk nenni ekkert endalaust að vera að hlusta á drama, en það er nóg til. Kannski tek ég upp eina þunglyndis- plötu seinna.“ Gelgjan kom fram í Eurovision Árið 2013 tók Elíza þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins þar sem hún samdi í samvinnu við aðra lagið Ég syng, sem Unnur Eggerts flutti. „Kannski var það smá flipp, en ekki alveg samt. Okkur fannst þetta vera flott lag en við vissum bara ekki hvað við áttum að gera við það. Það passaði ekki fyrir neitt af því sem við vorum að gera sjálf. Upphaflega var þetta samið fyrir söngkonu frá Ástralíu sem heitir Kimbra og það fór aðra leið en stóð til upphaflega, svo við áttum þetta lag. Við sendum það bara inn, af hverju ekki? Settum íslenskan texta og höfðum engar væntingar til neins, svo þetta var bara allt mjög skemmtilegt.“ Hvernig fannst rokkaranum úr Kolrössu að vera allt í einu mætt í Júró­ visjón? „Gelgjan í mér var alveg til staðar til að byrja með, en svo ákvað ég bara að hafa gaman af þessu. Það er ekki hægt að taka þessu alvarlega, og það kom mér á óvart hvað fólk tók þessu í raun- inni alvarlega. Ekki bara höfundar og keppendur heldur líka fólkið í kringum mig. Ekki það að ég kunni ekki að meta það, þetta er gaman en bara svo allt annar heimur og ný vídd. Kannski vorum við ekki tilbúin í það, ætluðum bara að sjá til.“ Lagið komst í úrslit og þá hlýtur að hafa komið upp smá von um að vinna? „Já, það gerist bara sjálfkrafa, maður ræður ekkert við það, það bara kviknar bara á einhverju. Ég var komin í sigur- fasa og þurfti að stoppa mig af „slakaðu á vinan“, segir Elíza. „Svo var ég smá fegin eftir á þegar við unnum ekki, við vorum ekki alveg búin að hugsa þetta Alltaf sama vælið – ást, örlög og söknuður Elíza Geirsdóttir Newman skaust upp á stjörnuhimininn með hljómsveit sinni Kolrössu krókríðandi árið 1992 þegar sveitin vann Músíktilraunir Tónabæjar. Þessar fjórar vinkonur úr Keflavík skutu þar öllum strákum ref fyrir rass og sigruðu nokkuð örugglega og vöktu mikla eftirtekt. Síðan eru liðin rúm 20 ár og Elíza hefur unnið við tónlist allar götur síðan. Fyrir ári flutti hún heim eftir dvöl í London og hefur ásamt unnusta sínum, tónlistarmanninum Gísla Kristjánssyni, komið sér fyrir í fallegu húsi í Höfnum á Reykjanesi. Hún er þó enn að vinna í tónlist ásamt því að starfa sem kennari og fyrir rúmu ári eignaðist hún sitt fyrsta barn. Yrkisefnin eru þau sömu á íslensku og ensku, ástin og söknuðurinn. Plötur Elízu Newman og Kolrössu krókríðandi 1992 – Drápa, Kolrassa krókríðandi 1994 – Kynjasögur, Kolrassa 1995 – Stranger Tales, Bellatrix 1996 – Köld eru kvennaráð, Kolrassa 1998 – G, Bellatrix 2000 – It́ s All True, Bellatrix 2004 – Skandinavia, Skandinavia 2007 – Empire Fall, Elíza Newman 2009 – Pie In The Sky, Elíza Newman 2012 – Heimþrá, Elíza Newman til enda. Þetta var mikið að taka inn í einu, en rosa gaman að upplifa þetta og gaman að vinna þetta með Unni sem söng þetta fyrir okkur.“ Mundirðu gera þetta aftur, ef þú ættir rétta lagið? „Já, já, ef ég ætti rétta lagið. Núna veit ég hvað þetta er og auðveldara að stíga inn í þennan heim.“ Egóið kemur fram á sviði Elíza nam söng í Söngskólanum í Reykja- vík og kláraði hann áður en hún fluttist til London með Kolrössu, en á erlendri grundu breyttist nafnið í Bellatrix. Stóð það til að hella sér út í óperusöng? „Ég fór í Söngskólann aðallega til þess að læra tónlist, mér fannst það svona heilstæðasta námið því mig langaði að læra svo mikið af hlutum. Svo vildi ég líka brjóta mig frá rokkinu með því að gera eitthvað allt annað. Eftir að Bellatrix hætti fór ég svo að læra hjá Sigríði Ellu Magnúsdóttur í London, sem er alger snillingur. Það kom alveg sá tímapunktur að ég vildi bara hella mér út í klassíkina en ég vissi alltaf innst inni að ég væri poppari. Sigríður Ella hvatti mig til þess að gera það en í því fólust aðeins of miklar hömlur og mikill agi. Ég hef alltaf þurft að fara mína leið og gera mínar eigin útgáfur sem mundi aldrei ganga upp í klassíkinni. Ég þurfti að tjá mig aðeins meira og ég er að tjá mig þegar ég kem fram.“ „Sem barn var ég mjög feiminn, ekki beint hlédræg en bara róleg. Spilaði bara á fiðlu í tónlistarskólanum og var aldrei til vandræða. Tónlistin opnaði nýja vídd fyrir mig, egóið fékk að koma úr skelinni og síðan hefur það verið mikilvægt að tjá mig með músík. Þegar ég hlusta samt á Kolrössu í dag þá hugsa ég hvað ég var að öskra bara á fólk, en mér var alveg sama þá.“ Var Elíza í Kolrössu þá eitthvert annað sjálf? „Kannski ekki önnur týpa, en partur af mér sem var stærri. Þorin og með stórt egó. Þessi partur er flesta daga í hvíld en þegar ég hitti til dæmis stelp- urnar úr Kolrössu þá brýst hann fram. Mér þykir mjög vænt um þessa hlið á mér, en ég gæti ekki gert þetta allan dag- inn, þá yrði ég mjög þreytt,“ segir Elíza. Ég hef alltaf þurft að fara mína leið og gera mínar eigin út- gáfur sem mundi aldrei ganga upp í klassík- inni. Ég þurfti að tjá mig að- eins meira og ég er að tjá mig þegar ég kem fram. Framhald á næstu opnu Elíza Geirsdóttir Newman „Þetta er bara svona heimavinna, beint frá býli.“ Ljósmyndir/Hari 26 viðtal Helgin 19.-21. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.