Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 14
F Fimmtungur ungra karla, á aldrinum 18-24 ára, tekur tóbak í vörina. Með ólíkindum er að lesa slíkt en frá þessu var greint í Líf- tímanum síðastliðinn föstudag, en blaðinu er dreift með Fréttatímanum. Með mark- vissu átaki hefur tekist að draga úr tóbaks- reykingum en á síðustu árum hefur munn- tóbaksnotkun, einkum meðal ungra karla, aukist hröðum skrefum. Á þeirri vakt hafa allir sofið. Ekki má við svo búið standa. Bregðast verður við hart gegn þessum heilsuspillandi ófögnuði, ekki með boði og bönnum heldur fræðslu og áróðri – og aftur áróðri. Tóbaksreykingar voru almennar fyrir nokkrum áratugum. Árið 1985 sýndu kannanir að 43% íslenskra karlmanna á aldrinum 18- 69 ára reyktu. Á sama tíma reyktu 37% kvenna. Árið 1997 var þetta hlutfall komið í 29% hjá körlum en 28% hjá konum. Árið 2012 var hlutfallið 13,8%. Á síðasta ári hafði enn dregið úr reykingunum. Þá reyktu 11,4% Íslendinga á aldrinum 15-89 ára. Fyrr á árum var nánast reykt alls staðar. Inni á heimilum, vinnustöðum, veitinga- stöðum, í bílum og víðar – og skipti litlu hvort börn voru nálægt. Þegar hægt var, með óyggjandi hætti, að sýna fram á heilsutjón vegna reykinga, beinna og óbeinna, tókst með margháttuðum aðgerð- um að draga úr þeim, eins og fyrrgreindar tölur sýna. Vinnustaðir eru reyklausir. Það er ótrúlegur munur fyrir þá sem muna þá tíð er reykingamenn jafnt og aðrir unnu daglangt í reykmettuðu andrúmslofti. Sama gildir um veitingastaði og opinbera staði. Þeir eru reyklausir. Þeir sem reykja gera það fæstir innan dyra heimila sinna heldur fara út. Sama gildir um bíla. Óþekkt má kalla að nú sé reykt nálægt börnum. Það var að vonum að menn tækju sig á gagnvart tóbaksreykingum enda hefur verið sýnt fram á að reykingamaður er í helmingi meiri hættu á að deyja úr krabba- meini en sá sem reykir ekki. Stórreykinga- maður er í fjórfaldri hættu. Reykingar eiga sök á 33% allra krabbameina í iðnríkjum heims, að því er fram kemur í gögnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, en krabbameinin sem reykingar valda oftast eru lungnakrabbamein, krabbamein í munnholi og krabbamein í barka. Ónefndir eru þá hjarta- og æðasjúkdómar. Miðað við þann árangur sem náðst hefur við að draga úr reykingum og almenna vitneskju fólks um skaðsemi tóbaks er það óskiljanlegt hve hratt notkun munntóbaks hefur aukist. Í fyrrnefndri úttekt Líf- tímans kom fram að notkun munntóbaks getur haft alvarlegar afleiðingar á heilsu neytenda. Hún eykur líkur á krabbameini í munni, koki, vélinda og brisi og sömuleiðis á hjarta- og æðasjúkdómum. Fram kom í viðtali í fyrra við Agnesi Smáradóttur, krabbameinslækni á Land- spítalanum, að slímhúðarskemmdir í munni og önnur mein af völdum tóbaks sem sett er í munn geta komið af stað ferli sem endar með krabbameini. Hún sagði tannlækna hafa orðið vara við slíkar skemmdir og óttaðist að munntóbaksnotk- un ungmenna nú ætti eftir að koma fram í holskeflu krabbameins í munnholi og hálsi eftir tuttugu ár, eða svo. „Ef skemmdir sjást í fólki á tvítugsaldri þá verður það um fertugt eftir tuttugu ár og það er heldur ungt til að fá krabbamein,“ sagði krabba- meinslæknirinn. Agnes tók jafnframt fram að erfitt væri að meðhöndla krabbamein í munnholi og hálsi. Þau dreifðu sér ekki mikið en yxu mjög „aggressívt“, þannig að kannski þyrfti að taka kjálkann eða tunguna. Hér verður að grípa til róttækra aðgerða. Gagnslaust er að banna sölu á munntóbaki. Ná verður til unga fólksins með öðrum hætti, jafnvel harkalegum. Hamra verður á því að ógeðfellt sé að vera með brúna tóbakstuggu upp í sér, með tóbaksleifar á tönnum og lítt kyssilegt. Dugi það ekki verður að sýna neytendum munntóbaks myndir af krabbameinum í munni, afskorn- ar tungur og brottsagaða kjálka. Með illu skal illt út reka. Ráðast ber harkalega gegn síaukinni notkun munntóbaks Afskornar tungur og kjálkar Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. 14 viðhorf Helgin 19.-21. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.