Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 36
Ryksugað í leyfisleysi og banni M Mér hefur farið fram í heimilisstörfum eftir því sem á ævina hefur liðið. Það gat svo sem ekki versnað, miðað við fyrri störf í þeim efnum. Ég er ekki að segja að ég sé fullnuma en batnandi manni er best að lifa. Ég er bærilegur í umgengni við uppþvottavélina þótt enn hafi ég ekki lagt í þvottavélina, sem vitaskuld er ekki til eftirbreytni. Þá skipti ég á rúmum eins og ekkert sé og bý um þau eins og flin- kasti hótelstarfsmaður. Í seinni tíð hef ég örlítið handfjatlað straujárnið en játa að ég er ansi lengi með hverja skyrtu. Ég hef alla tíð notið góðs atlætis hvað skyrturnar varðar en skynja þó að þar verð ég að taka mig á. Enn fremur játa ég að hafa ekki tekið yfir skúringar, eins og ég ætti að sjálfsögðu að gera, en sýni þó umtals- verða viðleitni í þeim efnum. Við eigum ansi fínar skúringagræjur og fjölmargar tuskur í tengslum við þær. Ekki kann ég skil á þeim öllum en leita ráðgjafar, hver tuska hefur sitt hlutverk. Loks gríp ég stundum í ryksuguna. Við erum ekki með teppi á gólfum en þar liggur hins vegar í horni hreindýrsskinn sem fer ansi mikið úr hárum. Því er ryk- sugan nauðsynleg enda þvælast hárin af skepnunni víða um gólf, undir húsgögn og jafnvel upp í sessur. Við höfum aldrei verið með hund en ég ímynda mér að hárlos hreindýrsins sé svipað og ef við héldum slíkan. Það má kallast undarlegt að við skulum ekki löngu búin að koma hrein- dýrinu fyrir í bílskúrnum – en skinnið er fallegt og fer vel undir stofustól. Því hefur það fengið að vera í friði. Ekki veit ég hvaðan hreindýrið kemur. Það var keypt í búð því enginn er ég veiðimaðurinn. Ég gef mér að það sé frekar af erlendu dýri en innlendu en hef svo sem ekkert fyrir mér í því – en loðið er það miðað við þau hreindýr sem ég hef séð á ferðum mínum um Austurland. Ryksugan fær því að finna fyrir því í baráttunni við hreindýrið. Maður hefði svo sem haldið að nóg væri að eiga við hárlos þessa eina kvikindis en frúin er bjartsýniskona og taldi augljóslega ekki fullreynt með skinnin því í nýlegri heim- sókn okkar í sútunarverksmiðju á Sauðár- króki bætti hún í safnið. Við fórum í hópi annarra í gegnum þá merkilegu verk- smiðju með margfróðum leiðsögumanni. Hann sagði okkur allt um húðir hinna ýmsu dýra og sútun þeirra. Þar mátti sjá hrosshúðir jafnt sem kúa, skinn af kanínum og jafnvel ketti, að ógleymdum saufjár- gær- um, auk fiskroðs af ýmsum teg- undum. Magnað er að sjá leður verða til úr fiskroði sem síðan er brúkað í fínustu vörur. Þá voru þar skinn af ýmsum erlendum dýrum sem ég kann ekki að nefna. Svo mjög hreifst konan af kýrhúð að við splæstum í hana. Mér datt ekki í hug að andmæla kaupunum enda var húðin falleg og ég sá fyrir mér að hún gæti farið vel í híbýlum okkar. Ég nefndi það ekki við konuna hvort við ættum að skipta á kúnni og hreindýrinu, fannst það ekki viðeigandi þarna í skinnaverksmiðjunni. Þegar við höfðum gengið frá kaupunum á húðinni röltum við um sýningarsal sút- unarverksmiðjunnar. Þar rak konan augu í lambsskinn, grátt að lit og smáhrokkið. Leiðsögumaðurinn hafði sagt okkur frá því að verksmiðjunni bærist alltaf eitt- hvað af skinnum af nýbornum lömbum. Þetta gráa skinn þótti krúttlegt og því keyptum við það líka. Það fer ekki mikið fyrir skinni af nýbornu, án þess ég viti um notagildi þess. Áður en við kvöddum verksmiðjuna hafði líka safnast í skinna- forða okkar mórauð gæra. Það var bara ein til í þeim lit – fallegasta gæran í húsinu – eins og afgreiðslukonan orðaði það. Við keyptum hana líka. Hún er að sönnu falleg en hvað við gerum við hana er óráðið – en það er alltaf gott að eiga góða gæru. Þeim hefur því fjölgað húðunum heima. Enn hefur ekki reynt á það hvort nýju skinnin fara úr hárunum eins og hreindýr- ið. Ég vona ekki, að minnsta kosti virðist kýrhúðin, eina skinnið sem við höfum tekið í notkun, ætla að standast væntingar. Fari hins vegar svo að hárlos verði eitt- hvað umfram það sem nú er af hreindýr- inu er ég við öllu búinn. Við höfum í nokk- ur ár átt bærilega ryksugu. Hún hefur gert allt sem fyrir hana er lagt og ég hafði hvorki athugasemdir um kraft hennar né getu þar til fyrir nokkrum misserum að okkur áskotnaðist önnur ryksuga, af Nil- fisk gerð. Sú er allt annarrar gerðar og öfl- ugri en sú gamla. Krafturinn er ómældur og fátt sem fyrir henni stendur. Þegar hún kemst í tæri við hreindýrið vill hún helst soga það í heilu lagi í rana sinn. Nýjustu fréttir af Evrópugrundum setja hins vegar að mér ugg. Skriffinnar Evr- ópusambandsins hafa gefið það út að svo öfluga ryksugu megi maður ekki eiga. Brussel hefur með tilskipun sett bann við ryksugum sem eru 1600 wött eða meira. Ég hef ekki þorað að gá að afli Nilfisk ryksugunnar en þykist vita að sú krafta- kerling sé mun öflugri en það, jafnvel svo miklu munar. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að framselja Nilfiskinn Evrópusambandinu. Hann er minn þar og ég er smátt og smátt að taka yfir stjórn þessa tækis á heimil- inu – sem maður í betrun og framþróun. Frekar dreg ég gardínur fyrir alla glugga og byrgi útidyr þegar Nilfiskurinn hamast á hreindýrinu en hlýða tilskipun Evrópu- sambandsins. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 36 viðhorf Helgin 19.-21. september 2014 SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT ÍSLENSKI KILJULISTI EYMUNDSSON VIKAN 11.09.14 - 16.09.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Síðasti hlekkurinn Fredrik T.Olsson Lífið að leysa Alice Munro Afdalabarn Guðrún frá Lundi Ljósa Kristín Steinsdóttir Fangi himinsins Carlos Ruiz Zafón Í leyfisleysi Lena Andersson Amma biður að heilsa Fredrik Backman Maður sem heitir Ove Fredrik Backman Síðasta orðsending elskhugans Jojo Moyes Ólæsinginn Jonas Jonasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.