Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 33
Fólk miklar það mikið fyrir sér að leikarar eigi í ein- hverjum vandræðum með persónuflóruna sem er inni í þeim, ég held að það sé rugl. Ég þekki engan leikara sem á við þetta að stríða. Það eru engar persónur að rífast í kollinum á mér. – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR ljós, en það er alltaf eitthvað í píp- unum. Annars fer ég í þessa nýju kvikmynd Barkar á næsta ári. Það er hryllingsmynd sem mér finnst mjög spennandi viðfangs- efni. Kröftugt handrit og það er kominn tími á góðan íslenskan þriller.“ Af hverju hefur ekki komið góð íslensk hrollvekja áður? „Við erum bara svo ung kvik- myndaþjóð. Við eigum eftir að safna að okkur meiri reynslu og það er að gerast hratt núna. Það þarf að tryggja að fjármagn til kvikmynda haldist stöðugt. Það er einhver furðulegur misskiln- ingur í menningarpólitíkinni þeg- ar að stöðugt er verið að draga saman á þessu sviði. Það má ekki missa niður þá færni sem hefur safnast í sarpinn. Það á við um leikhús, tónlist og myndlist líka,“ segir Björn. „Við lifum svolítið erfiða tíma að einhverju leyti þrátt fyrir að vera ein ríkasta þjóð í heiminum, en það er verið að hagræða sem er skiljanlegt. Menningin er samt ekki rétti staðurinn til þess að beita blóðöxinni á, vegna þess að í gegnum menninguna fáum við staðfestingu á tilvist okkar. Menningin speglar samtíma sinn á sviði. Við fáum öll hlutverk og maður sér sjálfan sig í samhengi við tíðarandann. Höfundarnir segja sögur úr samtímanum og ef þú sérð sjálfan þig í sögu uppi á sviði eða á tjaldi að takast á við breytta tíma þá átt þú hlutdeild í samtímanum. Því fylgir ákveðin friðþæging. Staðfesting á því að þú tilheyrir þessu samfélagi. Menningin hefur tækifæri til þess að gefa okkur spegilmynd af okkur sjálfum í samhengi sögunnar,“ segir Björn. „Þetta finnst mér mikilvægt. Menningin er það sem við erum og stöndum fyrir. Það sýndi sig í hruninu að menningarneysla jókst. Við viljum tilheyra samfélaginu. Menning er sameiginleg upplifun sem þjappar fólki saman.“ Allir í bíó Íslensk kvikmyndagerð er í mikl- um uppgangi og Björn segir það mikið fagnaðarefni, ekki bara fyrir leikara og kvikmyndagerð- arfólk heldur fyrir alla í landinu. „Það er gríðarleg virkni í gangi, en iðnaðurinn er fjár- sveltur þrátt fyrir að niðurskurð- urinn sé ekki kominn fram. Við megum ekki missa það fólk sem vinnur í þessum iðnaði úr landi. Kvikmyndirnar eru mjög mikil- vægar og þær verða ekki betri og þeim fjölgar ekki nema við förum í bíó.“ Kenneth Máni verður frum- sýndur í Borgarleikhúsinu í lok september, og París norðurs- ins er til sýninga í kvikmynda- húsum. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Við viljum tilheyra samfélaginu. Menning er sameiginleg upp- lifun sem þjappar fólki saman. LjósmyndHari viðtal 33 Helgin 19.-21. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.