Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 59

Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 59
 tíska 59Helgin 19.-21. september 2014 Það er eng- inn bolur það ljótur að hann geti ekki orðið taska. H ægt er að koma með gamla boli í verslunina Spaksmanns- spjarir og láta sauma úr þeim flotta tösku. Björg Ingadóttir, fatahönnuður og eigandi Spaksmannsspjara, er mikill umhverfisvernd- arsinni og áhugakona um endurnýtingu og segir hún ekki lengur gamaldags að endurnýta. „Ömmur okkar og afar kunnu þetta en svo kom tímabil þar sem enginn virtist kunna að endurnýta. Sá tími er sem betur fer að líða og núna er bæði nauð- synlegt og smart að kunna að endurvinna og nýta. Svo er það líka mjög gaman,“ segir hún. Björg segir plastpokanotk- un Íslendinga í gegnum árin hafa verið allt of mikla og því hafi hún viljað þróa hugmyndir til að knýja fram breytingar. „Ég átti stóran dall, fullan af bolum sem ég notaði í tuskur. Svo fór ég að gera töskur úr þeim og komst að því að þeir eru hið besta hráefni. Efnið er teygjanlegt og hentar því vel undir fernur og aðrar um- búðir með hvössum horn- um.“ Hún segir mikilvægt að fólk taki afstöðu til þess hvort það ætli að standa með náttúrunni og geri breyting- ar í sínu daglega lífi. „Það er svo hallærislegt að vera um- hverfissóði. Einfaldast er að byrja á því að hætta að kaupa plastpoka úti í búð. Þetta er atriði sem fólk þarf að æfa sig að muna. Svo geta allir lært að hætta að drekka kaffi úr einnota glösum.“ Sjálf notar Björg alltaf fjölnota könnu. Á árum áður þegar þær voru ekki á markaðnum fékk hún sér kaffi í sultu- krukku og setti hana inn í sokk til að halda því heitu. Bolatöskurnar í Spaks- mannsspjörum hafa vakið mikla lukku. Komi fólk með sína eigin boli kostar taskan 4.500 krónur. Þar eru einnig tilbúnar töskur úr gömlum bolum sem kosta 4.900 krónur. „Í hverja tösku þarf tvo boli sem eru svipaðir að stærð. Ef fólk á ekki boli sem passa saman finn ég annan á móti. Ef bolirnir eru þunnir set ég aðra þykk- ari undir svo taskan verði sterkari.“ Bolir frá níunda áratugnum henta sérstak- lega vel í töskur. „Þeir eru úr þykkri bómull og mjög víðir með skemmtilegum myndum. Það er alls ekki verra þó það séu málningar- slettur á bolunum. Það er enginn bolur það ljótur að hann geti ekki orðið taska.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.