Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 55
Helgin 19.-21. september 2014 matur & vín 55
Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 lindesign.is
3fyrir
2
Barnaföt fyrir káta krakka
Í samstarfi við Rauða krossinn
tökum við á móti notuðum fötum.
Við bjóðum þér 15% afslátt af
nýrri vöru. Rauði krossinn kemur
notaðri vöru áfram til þeirra sem
þarfnast hennar.
Barnið vex en brókin ekki
Ný íslensk barnafatalína 100% hágæða bómull
Hlustið á ævintýrin
um Stjörnubörn
á heimasíðu okkar
www.lindesign.is
Krakkar!
4
sagan
komin
Skyrmús með blá-
berjacompott og
ristuðum höfrum
Fyrir 6
Ristaðir hafrar
25g smjör, 25 g hveiti, 25 g púður-
sykur, 25 g haframjöl. Nuddað saman
með fingrunum og stráð á bökunar-
plötu. Bakað í ofni í 10-15 mín við
160°C.
Bláberja compott
120 g frosið bláber, 50 g sykur, 1 tsk
þurrkað blóðberg.
Setjið allt saman í pott og látið suðuna
koma upp. Sjóðið við mjög vægan hita
þangað til sykur hefur leyst upp.
Skyr mús
Fyrst er gerður marengs úr:
1 eggjahvítu
50 g sykur
Þeytið eggjahvítuna þangað til hún
freyðir vel. Bætið sykrinum saman við
í smá skömmtum og þeytið áfram þar
til eggjahvítan er alveg stíf.
150 ml rjómi
200 g skyr
Bætið rjómanum saman við mar-
engsinn og þeytið þangað til hann
þykknar. Bætið við skyrinu og þeytið
lítillega til að allt samlagist vel.
2 tsk vanilla
3 msk mjólk
3 matarlímsblöð
Safi úr ½ sítrónu
Leggið matarlímið í bleyti þangað
til að það mýkist. Hitið saman mjólk
og vanilludropa og leysið matarlímið
upp í heitri blöndunni. Blandið þessu
varlega saman við skyrblönduna
með sleikju svo loftið fari ekki úr
blöndunni. Sett í krukkur eða form,
fyrst hafrar, svo skyr, Kælt í 2-4 klst.
Að lokum er bláberja compott sett yfir
rétt áður en borið fram.
RéttuR vikunnaR
Skyrmús úr Salt eldhúsi
sem leikur við bragðlaukana
Auður Ögn Árnadóttir rekur Salt
eldhús þar sem í boði eru fjöl-
breytt matreiðslunámskeið. „Hjá
okkur geta áhugamenn og konur
um matargerð komið saman og
sinnt áhugamáli sínu, hist, spjallað,
kokkað og að lokum deilt þeim dýr-
indis máltíðum sem eldaðar voru,
yfir glasi af góðu víni,“ segir Auður
Ögn en Salt eldhús fluttist nýlega í
Þórunnartún 2, á 6. hæð.
Meðal forvitnilegra námskeiða
hjá Salt eldhúsi á næstunni eru ind-
versk matargerð, klassískar sósur,
tapas, töfrar tælenskrar matargerð-
ar og fersk-ostagerð í heimahúsum.
Sérfræðingar á hverju sviði kenna
námskeiðin.
Auður Ögn leggur okkur hér til
forvitnilega uppskrift að skyrmús.
Auður Ögn
dvaldist í Frakk-
landi í tvö ár og
kynntist þar mat
og menningu.
Ljósmynd/Hari