Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 38
vetrarferðir Helgin 19.-21. september 201438 Ú tval Útsýn býður upp á fjöldann allan af spenn-andi ferðum í vetur. Jónína Birna Björns- dóttir tók nýlega við stöðu mark- aðsstjóra ferðaskrifstofunnar. Hún hefur unnið að markaðsmálum hjá ýmsum fyrirtækjum í meira en 10 ár, hjá allt frá litlum nýsköpunar- fyrirtækjum upp í stórfyrirtæki en er nú í fyrsta sinn í ferðabrans- anum. „Nýja starfið leggst rosalega vel í mig, enda eru möguleikarnir margir og gaman að vera með svona vöru í höndunum sem allir elska. Við þurfum sífellt að vera á tánum og koma með nýja áfanga- staði fyrir fólk, pakka ferðunum inn á spennandi hátt og koma þeim á framfæri á réttum stöðum. Í byrjun september kom út nýr og spenn- andi vetrarbæklingur sem fólk getur stuðst við þegar það fer að skipuleggja vetrarfríin,“ segir hún. Sólin í vetur Að sögn Jónínu eru sólarferðir til Kanarí og Tenerife vinsælustu vetrarferðirnar. „Enda kemur fólk endurnært heim eftir að hafa verið fengið D-vítamín í kroppinn. Í vetur bjóðum við upp á nýjung í sólarlandaferðum sem er ferðir til Taílands sem sameina sólina og borgarmenningu.“ Ferðir fyrir Úrvalsfólk (60+) eru skipulagðar ferðir til Tenerife og Kanarí sem notið hafa mikilla vinsælda. „Í ferðunum er alltaf reyndur fararstjóri ásamt skemmt- anastjóra sem skipuleggur fjöl- breytta dægradvöl eins og leik- fimi, spilavist, minigolf, samsöng og fleira. Til dæmis verður ferð í lok október til Tenerife sem er 75 ára afmælisferð hins þaulreynda fararstjóra, Kjartans Trausta, sem margir þekkja vel. Kjartan Trausti kemur einbeittur að skemmtana- stjórnuninni svo það verður eflaust mikið fjör.“ Öðruvísi vetrarfrí á Taílandi Úrval Útsýn býður einnig upp á vetrarferðir fyrir fólk sem vill prófa eitthvað nýtt og öðruvísi eins og til dæmis siglingar og ferð til Taílands. „Við erum með frábæra ferð til Taílands í nóvember sem kallast Ævintýralandið Taíland. Þar verður farin hringferð um landið og margt áhugavert á dagskránni, svo sem ferð á fílabúgarð, fljótasigl- ingar, heimsókn til fjallaættbálka, Gullni þríhyrningurinn og Chaing Mai,“ segir Jónína. Gist verður í strandbænum Hua Hin í 6 nætur og í hinni mögnuðu höfuðborg Bang- kok í 3 nætur. Halla Frímannsdóttir Spennandi vetrarferðir hjá Úrval Útsýn Úrval Útsýn býður upp á ferðir við allra hæfi í vetur, hvort sem það er í sólina, snjóinn, borgar- menningu eða í lúxussiglingu. Á dögunum tók Jónína Birna Björnsdóttir við starfi markaðs- stjóra hjá Úrval Útsýn. Berlín iðar af lífi á aðventunni. Dublin er ótrúlega skemmtileg og lifandi borg. Úrval Útsýn býður upp á skíðaferðir til þriggja staða í Austurríki og til Colorado í Bandaríkjunum. verður fararstjóri en hún hefur verið búsett í Taílandi síðastliðin sex ár. Jónína bendir fólki á að fara á síðuna uu.is og skoða frekari upp- lýsingar um þessa einstöku ferð. Siglingar Úrval Útsýn hefur boðið upp á siglingar á skemmtiferðaskipum í fjölda mörg ár. Jónína segir vinsælt að bóka slíkar ferðir í tengslum við stórafmæli enda einstök upp- lifun að vakna á nýjum framandi stað á hverjum morgni. „Ferðirnar um Karabíahaf, þar sem flogið er til Orlando, hafa verið vinsælastar en nú erum við líka að bjóða upp á nýjar siglingaleiðir. Önnur er um Panamaskurðinn og þá leggur skipið af stað frá Los Angeles og endar í Orlando. Hin nýjungin er páskasigling frá New York þar sem siglt verður meðfram austur- strönd Bandaríkjanna og niður til Bahamas.“ Skíði Skíðafrí er í hugum margra hið eina sanna vetrarfrí. Úrval Útsýn býður upp á skíðaferðir til þriggja staða í Austurríki og til nýs áfanga- staðar í Colorado í Bandaríkjunum, Steamboat Springs. Skíðaferðir til Bandaríkjanna hafa notið sífellt meiri vinsælda með tilkomu beins flugs Icelandair til Denver. „Í Steamboat Springs er boðið upp á fleiri gistimöguleika sem geta hentað fjölskyldum og vinahópum. Hægt er að fá gistingu í íbúðum þar sem margir geta verið saman sem gerir hverja gistinótt hagkvæmari,“ segir Jónína. Púðursnjórinn í Color- ado er eitthvað sem allir skíðamenn verða að prufa. Borgarferðir Úrval Útsýn býður upp á ýmsar spennandi borgarferðir í vetur. „Dublin er ótrúlega skemmtileg og lifandi borg, ég tala nú ekki um ef þú er mikið fyrir River dance,“ segir Jónína og hlær. „Ferðirnar verða í október og nóvember. Flugið er stutt, þar er gott að versla, frábærir veitinga- staðir og írska kráarstemmingin er einstök. Við bjóðum líka upp á spennandi aðventuferðir til Berl- ínar. Borgin iðar af lífi á aðvent- unni og jólamarkaðirnir þar eru engu líkir,“ segir Jónína. Farar- stjórinn í Berlín er Marie Kruger sem er fædd og uppalin í Austur Þýskalandi og þekkir sögu Þýska- lands mjög vel. Marie er búsett á Íslandi og talar mjög góða ís- lensku. Hópadeild Jónína segir framboðið hjá Úrval Útsýn vera miklu meira en hún hafi gert sér grein fyrir áður en hún tók við stöðu markaðsstjóra. „Auk hefðbundinna sólarlandaferða, skíðaferða, stórborga- og ævintýar- ferða þá er Úrval Útsýn með hóp- adeild sem býður upp á sérhæfðar hópaferðir, til dæmis fyrir kóra, fyrirtæki, starfsmannafélög, kven- félög og fleiri. Þessir aðilar geta sett sig í beint samband við hópadeildina og fengið klæðskerasniðna ferð fyrir hópinn.“ Sportdeildin Hjá Úrval Útsýn er sportdeild sem býður upp á fjölbreytt úrval ferða. Núna í haust verða golfferðir til Spánar og eftir áramót til Tenerife. Þá verða ýmsar ferðir á leiki í enska boltanum. „Til dæmis er ferð núna í haust í samstarfi við kop. is á Liverpool leik. Svo bjóðum við upp á ferðir á stórmót og sýningar eins og á Heimsmeistaramót ís- lenska hestsins í Danmörku næsta sumar, í samvinnu við Landssam- band hestamanna og ferð á Bett sýninguna í London í samvinnu við Nýherja. Bett sýningin í London er tölvu- og hugbúnaðarsýning fyrir kennara sem verið hefur mjög vinsæl meðal kennara hér á landi. Síðast en ekki síst býður sport- deildin upp á mjög fjölbreytt úrval ferða í æfingabúðir og á mót fyrir iðkendur íþrótta eins og á Partille Cup í handbolta í Svíþjóð, fótbolta- mótið Costa Blanca Cup á Spáni og á frjálsíþróttamótið í Gautaborg sem margir kannast við.“ Yfirleitt byrjar skipulagning ferðalagsins á netinu svo Jónína bendir fólki á að fara inn á vef Úrval Útsýn, www.uu.is, og fá nánari upp- lýsingar ferðirnar í vetur. „Hafið svo samband við okkur ef ein- hverjar spurningar vakna. Hægt að hringja til okkar, senda tölvu- póst, skrifa í gegnum Facebook eða koma á staðinn. Við viljum endilega spjalla við viðskiptavinina,“ segir Jónína með bros á vör. Unnið í samstarfi við Úrval Útsýn Ferðir til Kanarí og Tenerife njóta alltaf mikilla vinsælda. Sérstakar ferðir eru fyrir Úrvals- fólk sem er aldurs- hópurinn 60 ára og eldri. Í þeim ferðum eru alltaf farar- og skemmtanastjórar. Í boði er ýmis dægradvöl eins og leikfimi, vist, minigolf, samsöngur og fleira. Jónína Birna Björnsdóttir er nýr markaðsstjóri Úrval Útsýn og leggst starfið vel í hana. „Möguleikarnir er margir og gaman að vera með vöru í höndunum sem allir elska. Við þurfum sífellt að vera á tánum og koma með nýja áfangastaði fyrir fólk og pakka ferðunum inn á spennandi hátt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.