Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 38
vetrarferðir Helgin 19.-21. september 201438
Ú tval Útsýn býður upp á fjöldann allan af spenn-andi ferðum í vetur. Jónína Birna Björns-
dóttir tók nýlega við stöðu mark-
aðsstjóra ferðaskrifstofunnar. Hún
hefur unnið að markaðsmálum hjá
ýmsum fyrirtækjum í meira en 10
ár, hjá allt frá litlum nýsköpunar-
fyrirtækjum upp í stórfyrirtæki
en er nú í fyrsta sinn í ferðabrans-
anum. „Nýja starfið leggst rosalega
vel í mig, enda eru möguleikarnir
margir og gaman að vera með
svona vöru í höndunum sem allir
elska. Við þurfum sífellt að vera á
tánum og koma með nýja áfanga-
staði fyrir fólk, pakka ferðunum inn
á spennandi hátt og koma þeim á
framfæri á réttum stöðum. Í byrjun
september kom út nýr og spenn-
andi vetrarbæklingur sem fólk
getur stuðst við þegar það fer að
skipuleggja vetrarfríin,“ segir hún.
Sólin í vetur
Að sögn Jónínu eru sólarferðir
til Kanarí og Tenerife vinsælustu
vetrarferðirnar. „Enda kemur
fólk endurnært heim eftir að hafa
verið fengið D-vítamín í kroppinn.
Í vetur bjóðum við upp á nýjung í
sólarlandaferðum sem er ferðir til
Taílands sem sameina sólina og
borgarmenningu.“
Ferðir fyrir Úrvalsfólk (60+)
eru skipulagðar ferðir til Tenerife
og Kanarí sem notið hafa mikilla
vinsælda. „Í ferðunum er alltaf
reyndur fararstjóri ásamt skemmt-
anastjóra sem skipuleggur fjöl-
breytta dægradvöl eins og leik-
fimi, spilavist, minigolf, samsöng
og fleira. Til dæmis verður ferð í
lok október til Tenerife sem er 75
ára afmælisferð hins þaulreynda
fararstjóra, Kjartans Trausta, sem
margir þekkja vel. Kjartan Trausti
kemur einbeittur að skemmtana-
stjórnuninni svo það verður eflaust
mikið fjör.“
Öðruvísi vetrarfrí á Taílandi
Úrval Útsýn býður einnig upp
á vetrarferðir fyrir fólk sem vill
prófa eitthvað nýtt og öðruvísi eins
og til dæmis siglingar og ferð til
Taílands. „Við erum með frábæra
ferð til Taílands í nóvember sem
kallast Ævintýralandið Taíland. Þar
verður farin hringferð um landið
og margt áhugavert á dagskránni,
svo sem ferð á fílabúgarð, fljótasigl-
ingar, heimsókn til fjallaættbálka,
Gullni þríhyrningurinn og Chaing
Mai,“ segir Jónína. Gist verður í
strandbænum Hua Hin í 6 nætur og
í hinni mögnuðu höfuðborg Bang-
kok í 3 nætur. Halla Frímannsdóttir
Spennandi vetrarferðir hjá Úrval Útsýn
Úrval Útsýn býður upp á ferðir
við allra hæfi í vetur, hvort sem
það er í sólina, snjóinn, borgar-
menningu eða í lúxussiglingu.
Á dögunum tók Jónína Birna
Björnsdóttir við starfi markaðs-
stjóra hjá Úrval Útsýn.
Berlín iðar af lífi á aðventunni. Dublin er ótrúlega skemmtileg og lifandi borg. Úrval Útsýn býður upp á skíðaferðir til þriggja staða í Austurríki og til
Colorado í Bandaríkjunum.
verður fararstjóri en hún hefur
verið búsett í Taílandi síðastliðin
sex ár. Jónína bendir fólki á að fara
á síðuna uu.is og skoða frekari upp-
lýsingar um þessa einstöku ferð.
Siglingar
Úrval Útsýn hefur boðið upp á
siglingar á skemmtiferðaskipum í
fjölda mörg ár. Jónína segir vinsælt
að bóka slíkar ferðir í tengslum
við stórafmæli enda einstök upp-
lifun að vakna á nýjum framandi
stað á hverjum morgni. „Ferðirnar
um Karabíahaf, þar sem flogið er
til Orlando, hafa verið vinsælastar
en nú erum við líka að bjóða upp
á nýjar siglingaleiðir. Önnur er
um Panamaskurðinn og þá leggur
skipið af stað frá Los Angeles og
endar í Orlando. Hin nýjungin er
páskasigling frá New York þar
sem siglt verður meðfram austur-
strönd Bandaríkjanna og niður til
Bahamas.“
Skíði
Skíðafrí er í hugum margra hið
eina sanna vetrarfrí. Úrval Útsýn
býður upp á skíðaferðir til þriggja
staða í Austurríki og til nýs áfanga-
staðar í Colorado í Bandaríkjunum,
Steamboat Springs. Skíðaferðir til
Bandaríkjanna hafa notið sífellt
meiri vinsælda með tilkomu beins
flugs Icelandair til Denver. „Í
Steamboat Springs er boðið upp
á fleiri gistimöguleika sem geta
hentað fjölskyldum og vinahópum.
Hægt er að fá gistingu í íbúðum þar
sem margir geta verið saman sem
gerir hverja gistinótt hagkvæmari,“
segir Jónína. Púðursnjórinn í Color-
ado er eitthvað sem allir skíðamenn
verða að prufa.
Borgarferðir
Úrval Útsýn býður upp á ýmsar
spennandi borgarferðir í vetur.
„Dublin er ótrúlega skemmtileg
og lifandi borg, ég tala nú ekki
um ef þú er mikið fyrir River
dance,“ segir Jónína og hlær.
„Ferðirnar verða í október og
nóvember. Flugið er stutt, þar er
gott að versla, frábærir veitinga-
staðir og írska kráarstemmingin
er einstök. Við bjóðum líka upp á
spennandi aðventuferðir til Berl-
ínar. Borgin iðar af lífi á aðvent-
unni og jólamarkaðirnir þar eru
engu líkir,“ segir Jónína. Farar-
stjórinn í Berlín er Marie Kruger
sem er fædd og uppalin í Austur
Þýskalandi og þekkir sögu Þýska-
lands mjög vel. Marie er búsett
á Íslandi og talar mjög góða ís-
lensku.
Hópadeild
Jónína segir framboðið hjá Úrval
Útsýn vera miklu meira en hún hafi
gert sér grein fyrir áður en hún
tók við stöðu markaðsstjóra. „Auk
hefðbundinna sólarlandaferða,
skíðaferða, stórborga- og ævintýar-
ferða þá er Úrval Útsýn með hóp-
adeild sem býður upp á sérhæfðar
hópaferðir, til dæmis fyrir kóra,
fyrirtæki, starfsmannafélög, kven-
félög og fleiri. Þessir aðilar geta sett
sig í beint samband við hópadeildina
og fengið klæðskerasniðna ferð fyrir
hópinn.“
Sportdeildin
Hjá Úrval Útsýn er sportdeild sem
býður upp á fjölbreytt úrval ferða.
Núna í haust verða golfferðir til
Spánar og eftir áramót til Tenerife.
Þá verða ýmsar ferðir á leiki í
enska boltanum. „Til dæmis er ferð
núna í haust í samstarfi við kop.
is á Liverpool leik. Svo bjóðum við
upp á ferðir á stórmót og sýningar
eins og á Heimsmeistaramót ís-
lenska hestsins í Danmörku næsta
sumar, í samvinnu við Landssam-
band hestamanna og ferð á Bett
sýninguna í London í samvinnu við
Nýherja. Bett sýningin í London
er tölvu- og hugbúnaðarsýning
fyrir kennara sem verið hefur mjög
vinsæl meðal kennara hér á landi.
Síðast en ekki síst býður sport-
deildin upp á mjög fjölbreytt úrval
ferða í æfingabúðir og á mót fyrir
iðkendur íþrótta eins og á Partille
Cup í handbolta í Svíþjóð, fótbolta-
mótið Costa Blanca Cup á Spáni
og á frjálsíþróttamótið í Gautaborg
sem margir kannast við.“
Yfirleitt byrjar skipulagning
ferðalagsins á netinu svo Jónína
bendir fólki á að fara inn á vef Úrval
Útsýn, www.uu.is, og fá nánari upp-
lýsingar ferðirnar í vetur. „Hafið
svo samband við okkur ef ein-
hverjar spurningar vakna. Hægt
að hringja til okkar, senda tölvu-
póst, skrifa í gegnum Facebook eða
koma á staðinn. Við viljum endilega
spjalla við viðskiptavinina,“ segir
Jónína með bros á vör.
Unnið í samstarfi við
Úrval Útsýn
Ferðir til Kanarí og
Tenerife njóta alltaf
mikilla vinsælda.
Sérstakar ferðir
eru fyrir Úrvals-
fólk sem er aldurs-
hópurinn 60 ára og
eldri. Í þeim ferðum
eru alltaf farar- og
skemmtanastjórar. Í boði er ýmis dægradvöl eins og
leikfimi, vist, minigolf, samsöngur og fleira.
Jónína Birna Björnsdóttir er nýr markaðsstjóri Úrval Útsýn og leggst starfið vel í
hana. „Möguleikarnir er margir og gaman að vera með vöru í höndunum sem allir
elska. Við þurfum sífellt að vera á tánum og koma með nýja áfangastaði fyrir fólk
og pakka ferðunum inn á spennandi hátt.“