Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 34
„Þetta hefur alltaf verið jafn gaman og ég er glöð að hafa
náð að festa mig nokkurn veginn í þessu,“ segir Ólöf Krist-
ín Þorsteinsdóttir sem hefur talað inn fyrir Sollu stirðu í
teiknimyndunum um Latabæ síðan 2003.
Ólöf Kristín er 21 árs og vinnur á leikskóla með-
fram vinnu við talsetningar. Hún hefur undan-
farið látið til sín taka í Ben Ten, Monster
High, Tré Fú Tom, Mæju býflugu og
Barbie auk bíómynda á borð við Ísöld
4. Auk þess hefur hún leikið í leik-
ritum eins og Kardimommubæn-
um, Skilaboðaskjóðunni og Annie.
„Stefnan er sett á leiklistarskóla
hér heima eða erlendis, helst er-
lendis,“ segir Ólöf Kristín
þegar hún er spurð um
framtíðaráform sín.
34 úttekt Helgin 19.–21. september 2014
Raddirnar á bak við barnaefnið
Klukkan sjö á morgnana um helgar er kveikt á sjónvarpstækjum í öðru hverju húsi á Íslandi og ungviðið fær að horfa óáreitt meðan fullorðna fólkið
raknar úr rotinu. Hver teiknimyndin rekur aðra og allar eru þær talsettar á íslensku. Fjöldi fólks hefur skapað sér starfsvettvang við að talsetja teiknimyndir.
„Ég er kennari og hef gaman af krökk-
um og það hjálpar til í þessu starfi. Það
skemmir ekki að hafa tóneyra en svo
finnst mér þetta bara ofboðslega gam-
an,“ segir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir,
söng- og leikkona.
Sigríður er afar áberandi í þeim
teiknimyndaþáttum sem nú eru á dag-
skrá sjónvarpsstöðvanna. Hún talar fyrir
Eydísí, systur Finnboga í Finnboga og
Felix, hún er í Kúlugúbbunum, Kioka,
Gurru grís, Amazing Gumball og svo
talar hún fyrir dýrabjörgunardrenginn
Diego.
„Diego, já. Það er nú svo langt síðan
það var. Það er allt endursýnt
án þess að maður fái nokkuð
borgað fyrir það,“ segir hún í
léttum dúr.
Sigríður Eyrún er fastráðin
hjá Stúdíói Sýrlandi og mætir
reglulega til vinnu. „Það er
misjafnt hvað þetta er mikil
vinna. Þegar það er mikið
sungið þá er maður aðeins lengur.
Svo fer þetta eftir týpum. Diego talar
til dæmis allan þáttinn.“
Fylgja þessar persónur þér heim
eftir vinnu?
„Þetta smitast í dóttur mína. Hún er
alltaf að spyrja hver talar fyrir hvern
þegar við horfum á teiknimyndir. Svo
kenni ég stundum leiklist og þá spyrja
krakkarnir hvað ég hafi leikið. Þá get ég
notað þessar persónur sem tromp.“
Eru einhverjar persónur í
uppáhaldi?
„Akkúrat núna er það
Eydís í Finnboga og
Felix, hún er svolítið
klikkuð. Þetta eru
vel skrifaðir þættir
og maður nennir
að horfa á þá. Það
er smá fullorðins
húmor þarna. Svo
var ég mjög hrifin af
Bessý Hösk-
uldsdóttur í
Hinu mikla bé.
Amy Poehler úr Parks
& Recreation talaði fyrir
hana á ensku og þetta er lítil
skáta stelpa, femínisti sem
er rosalega s-mælt og á
ímyndaða vini.“
Svampur Sveinsson hefur lengi notið mikilla vin-
sælda, ekki síður hjá foreldrum en unga fólkinu.
Siggi Sigurjóns talaði frá upphafi fyrir Svamp og
var orðinn stór hluti af aðdráttaraflinu. Í síðustu
seríu tók Þröstur Leó Gunnarsson hins vegar við
keflinu. Þó Þröstur þyki standa
sig vel hafa ýmsir vanafastir
áhorfendur átt erfitt með
að sætta sig við skiptin
og hafa óspart látið þá
skoðun í ljósi. Þröstur
verður þó ekki lengi að
vinna þá á sitt band.
Hin íslenska
Dóra
Vigdís Hrefna
Pálsdóttir
ljær land-
könnuðinum
Dóru rödd
sína og gerir
vel. Vigdís
er af mikilli
leikhúsfjölskyldu
komin og fer létt með
að blanda saman skyldum
á sviði í Þjóðleikhúsinu og
talsetningu þessara vinsælu
teiknimyndaþátta.
Ævar Þór
Benediktsson: Ben
Ten, Úmísúmí, Tillý og
vinir, Finnbogi og Felix,
Kioka, Amazing Gumball.
Steinn Ármann
Magnússon: Amazing
Gumball, Kúlugúbbar, Finn-
bogi og Felix, Tré Fú Tom, Ben
Ten, Ævintýri Berta og Árna.
Álfrún Örnólfs-
dóttir: Kioka, Tré
Fú Tom, Ben Ten,
Kúlugúbbar.
Pétur Örn Guð-
mundsson:
Ævintýri Berta og
Árna, Mikki mús,
Finnbogi og Felix.
Þessi Hafa nó g að g er a
kortatímabil
!Nýtt
249 kr.kg
Verð áður 499 kr. k
g
Gulrætur Fljótshólar
, 1 kg
50%afslátturNý ís
lensk
uppskera
!
Fastráðin við hljóðsetningu nýi og gamli svampur
Hefur talað fyrir Sollu
stirðu í ellefu ár
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is