Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 42
vetrarferðir Helgin 19.-21. september 201442 Undirbúningur fyrir skíðaferðina Fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga svo skíðaferðin verði ánægjuleg og örugg. Með því að undirbúa ferðina og vera í góðu líkamlegu formi og með gott jafnvægi verður skíðaiðkunin ánægjulegri. Síðast en ekki síst þarf skíðabúnaðurinn reglulegt viðhald. N okkur mikilvæg atriði þarf að hafa í huga svo að skíða-ferðin verði eins ánægjuleg og örugg og kostur er. Skíðaiðkun er frábær hreyfing en ef ekki er hugað að undirbúningnum getur hún hæglega snúist upp í andhverfu sína. Hreyfing Ekki er nóg að fara í ræktina eða út að hlaupa í vikunni fyrir skíða- ferðina. Skíðaiðkun krefst þess að við notum vöðva sem við notum alla jafna ekki dagsdaglega. Á skíðum þarf líka að vera undirbúinn fyrir hreyfingu í mikilli hæð og kulda. Ráðlegt er að byrja undirbúninginn fyrir skíðaferðina tveimur mánuðum áður en lagt er í hann. Dágóðan tíma og fyrirhöfn tekur að þjálfa upp gott jafnvægi. Hefðbundin líkamsrækt hjálpar mikið en þó er líka gott að gera skíðaæfingar, til dæmis með sérstöku jafnvægisbretti eins og víða eru í líkamsræktar- stöðvum. Þá er líka gott að renna sér á línuskautum eða iðka íþróttir eins og skvass, fótbolta og aðrar sem krefjast þess að hreyfingar séu örar og reglulega breytt um stefnu. Það tekur tíma að æfa jafnvægið en mun án efa bæta skíðataktana. Liðleiki Á skíðum er liðleiki mikilvægur. Lágt hitastig getur haft þau áhrif að vöðvarnir verði stífir og hægir. Með því að stunda markvissar teygjuæfingar fyrir skíða- ferðina verður skíðastíllinn betri. Fall á fyrsta degi, sem myndi annars eyðileggja fríið, verður þá lítið annað en smá mistök án meiðsla. Mikilvægt er að hita upp fyrir teygjuæfingarnar. Að sama skapi er mikilvægt að gleyma ekki að hita upp og gera einfaldar teygjuæfingar áður en skíðað er af stað. Skór Gríðarlega mikilvægt er að skiðaskórnir passi, séu ekki of víðir og ekki of þröngir. Smellpassi skórnir ekki, geta þeir hindrað að hægt sé að beita réttu tækninni. Skíðin Mikilvægt er að skíðunum sé vel við hald- ið. Bera þarf á þau og skerpa kantana. Það er líka góð hugmynd að láta fagfólk kíkja á bindingarnar og undir skíðin. Með réttu vaxi og brýningu verður auðveldara að beygja, sem ekki aðeins gerir tæknina betri, heldur eykur ánægjuna til muna. Skíðafötin Réttu skíðafötin geta haft mikið að segja um það hvort við endumst allan daginn eða gefumst upp fyrir hádegi. Best er að vera hlýtt en samt mikilvægt að vera ekki of hlýtt. Skíðafatnaður nútímans getur andað og er úr mörgum lögum og hleypir út svita. Mun betra er að vera í ullarfötum næst sér en bómullarfötum. Þegar fólk svitnar í ullarfötum verður því ekki kalt en gerist það í bómullarfötum er hætta á að frjósa. Með góðum undirbúningi verður skíðaferðin ánægjulegri. Mikil- vægt er að æfa jafnvægið, bera undir skíðin og skerpa kanta. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 2198,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L Jólaferð til Parísar Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Komdu með í dásamlega jólaferð til Parísar. Töfrandi ljósadýrðin og hátíðar- stemningin um alla borg skapa einstaka upplifun í upphafi aðventunnar. Sp ör e hf . 27. - 30. nóvember Örfá sæti laus! Fararstjóri: Laufey Helgadóttir Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið m.a. skoðunarferð um París! Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu? Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.