Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 19.09.2014, Blaðsíða 8
Gjaldeyrisflæði vegna ferðaþjónustu hefur aldrei verið meira en nú. Kortavelta erlendra ferðamanna nam rúmlega 83 milljörðum króna fyrstu átta mánuði ársins. Metafgangur í þjónustujöfnuði er í uppsiglingu. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi lagði fram tvær tillögur fyrir hönd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjórn á þriðjudaginn, annars vegar um aukið gagnsæi við ráðstöfun almannafjár og hins vegar bætta upplýsingaöflun til al- mennings. Í fyrri tillögunni er lagt til að borgarstjórn samþykki að upplýs- ingar um allar kostnaðargreiðslur borgarinnar verði gerðar almenn- ingi tiltækar með rafrænum hætti á netinu. Í hinni síðari er lagt til að borgarstjórn samþykki að auka gagnsæi í stjórnsýslu Reykjavíkur- borgar með því að birta gögn, sem formlega eru lögð fram á fundum nefnda og ráða borgarinnar, á net- inu ásamt fundargerðum og gera þau þannig aðgengileg almenningi. Um er að ræða endurflutning á sambærilegum tillögum sem Kjart- an flutti á árinu 2012. Hann segir að á sínum tíma hafi verið tekið vel í tillögurnar og að tillagan um „Nót- urnar á netið“ hafi verið samþykkt einróma í borgarstjórn. Tillögurnar hafa hins vegar ekki enn komist til framkvæmda. -jh  Reykjavík TvæR TillöguR SjálfSTæðiSflokkSinS „Nóturnar á netið“ Kjartan Magnússon.  feRðaþjónuSTa koRTavelTa eRlendRa feRðamanna eykST um fimmTung Erlendir ferðamenn strauja hér kort sín svo úr rýkur. Haldi fram sem horfir er metafgangur í þjónustujöfnuði í uppsiglingu. e rlendir ferðamenn straujuðu kort sín hér á landi fyrir 83,2 milljarða króna fyrstu átta mánuði ársins. Þetta 24% hærri fjárhæð í krónum en á sama tímabili í fyrra, en 51% hærra en á sama tímabili 2012. Alls nam korta- velta útlendinga 17,6 milljörðum króna í nýliðnum ágúst. Það er 20% aukning í krónum á milli ára, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands um greiðslumiðlun. Greining Íslandsbanka bendir á að þess- ar tölur rími vel við tölur Ferðamálastofu um brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í mánuðinum en þær sýndu rúmlega 16% aukningu milli ára. Fyrstu átta mánuði ársins komu hingað rétt um 700 þúsund ferðamenn. Það er 23% fjölgun miðað við árið 2013 en 48% borið saman við sama tímabil 2012. Alls nam kortavelta Íslendinga í út- löndum rúmlega 8,2 milljörðum króna í ágúst. Greining Íslandsbanka bendir á að kortaveltujöfnuður, þ.e. mismunur á kortaveltu útlendinga hér á landi og Ís- lendinga í útlöndum, hafi þar með verið jákvæður um 9,4 milljarða króna í mán- uðinum. „Er hér um að ræða langhag- felldustu útkomu þessa jafnaðar frá upp- hafi í ágústmánuði,“ segir Greiningin. Í ágúst í fyrra var jöfnuðurinn jákvæður um 7,4 milljarða króna og árið þar á undan jákvæður um 5,9 milljarða. Á fyrri helmingi ársins nam afgangur af þjónustujöfnuði vegna ferðalaga 11,8 milljörðum króna. „Er það heldur betur viðsnúningur frá því sem áður var, enda er þetta í aðeins annað skipti sem þessi hluti þjónustujafnaðar mælist jákvæður á fyrri árshelmingi,“ segir Greiningin enn fremur. Í fyrra var hann jákvæður um 7,2 milljarða króna og ári áður neikvæður um 2,2 milljarða króna. „Frá hruni hefur þjónustujöfnuður vegna ferðalaga ávallt mælst jákvæður á 3. ársfjórðungi, en þá nær hann árs- tíðarbundnum toppi vegna komu ferða- manna hingað til lands,“ segir deildin. Í fyrra hljóðaði afgangurinn upp á rúma 27 milljarða króna á fjórðungnum, og var þá um mesta afgang að ræða á einum fjórðungi frá upphafi. Þrátt fyrir að tölur fyrir september liggi ekki fyrir má ætla, miðað við ofangreindar tölur, að afgang- urinn, verði a.m.k. 32 milljarða króna á fjórðungnum nú í ár, segir í mati Íslands- banka. „Ekki þarf að fjölyrða um,“ segir að lokum, „hversu mikilvæg þessi þróun er fyrir gjaldeyrisflæði til og frá landinu, og er ljóst að ferðaþjónustan gegnir lykil- hlutverki við að halda styrknum í gengi krónunnar þessa dagana.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Ferðamenn strauja kortin sem aldrei fyrr 24% 83,2 Milljarðar var kortavelta er- lendra ferðamanna á fyrstu átta mánuðum ársins. Seðlabanki íSlandS. auKninG á kortaveltu útlendinga á fyrstu átt mánuðum ársins miðað við sama tíma og í fyrra. Seðlabanki íSlandS. í Tölum Láu hjartað ráða Tómatsósan mín er unnin úr fyrsta flokks fullþroskuðum lífrænum tómötum og gerir allt betra. VIKTOR Softshell jakki kr. 9.500 www.icewear.is H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S H E L G A R B L A Ð H E L G A R B L A Ð H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S ÓKEYPIS ÓKEYPI S Heimili & hönnun Fréttatíminn verður með glæsilegan blaðauka um heimili og hönnun næstu 3 vikurnar. • 26. september öllum við um gólfefni, hurðir og húsbúnað. • 3. október verður athyglin á eldhús og baðherbergi. • 10. október skrifum við um hönnun og lýsingu. Hafðu samband við auglýsingadeild Fréttatímans auglysingar@frettatiminn.is eða í síma 531-3300. 8 fréttir Helgin 19.-21. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.