Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.09.2014, Síða 8

Fréttatíminn - 19.09.2014, Síða 8
Gjaldeyrisflæði vegna ferðaþjónustu hefur aldrei verið meira en nú. Kortavelta erlendra ferðamanna nam rúmlega 83 milljörðum króna fyrstu átta mánuði ársins. Metafgangur í þjónustujöfnuði er í uppsiglingu. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi lagði fram tvær tillögur fyrir hönd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjórn á þriðjudaginn, annars vegar um aukið gagnsæi við ráðstöfun almannafjár og hins vegar bætta upplýsingaöflun til al- mennings. Í fyrri tillögunni er lagt til að borgarstjórn samþykki að upplýs- ingar um allar kostnaðargreiðslur borgarinnar verði gerðar almenn- ingi tiltækar með rafrænum hætti á netinu. Í hinni síðari er lagt til að borgarstjórn samþykki að auka gagnsæi í stjórnsýslu Reykjavíkur- borgar með því að birta gögn, sem formlega eru lögð fram á fundum nefnda og ráða borgarinnar, á net- inu ásamt fundargerðum og gera þau þannig aðgengileg almenningi. Um er að ræða endurflutning á sambærilegum tillögum sem Kjart- an flutti á árinu 2012. Hann segir að á sínum tíma hafi verið tekið vel í tillögurnar og að tillagan um „Nót- urnar á netið“ hafi verið samþykkt einróma í borgarstjórn. Tillögurnar hafa hins vegar ekki enn komist til framkvæmda. -jh  Reykjavík TvæR TillöguR SjálfSTæðiSflokkSinS „Nóturnar á netið“ Kjartan Magnússon.  feRðaþjónuSTa koRTavelTa eRlendRa feRðamanna eykST um fimmTung Erlendir ferðamenn strauja hér kort sín svo úr rýkur. Haldi fram sem horfir er metafgangur í þjónustujöfnuði í uppsiglingu. e rlendir ferðamenn straujuðu kort sín hér á landi fyrir 83,2 milljarða króna fyrstu átta mánuði ársins. Þetta 24% hærri fjárhæð í krónum en á sama tímabili í fyrra, en 51% hærra en á sama tímabili 2012. Alls nam korta- velta útlendinga 17,6 milljörðum króna í nýliðnum ágúst. Það er 20% aukning í krónum á milli ára, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands um greiðslumiðlun. Greining Íslandsbanka bendir á að þess- ar tölur rími vel við tölur Ferðamálastofu um brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í mánuðinum en þær sýndu rúmlega 16% aukningu milli ára. Fyrstu átta mánuði ársins komu hingað rétt um 700 þúsund ferðamenn. Það er 23% fjölgun miðað við árið 2013 en 48% borið saman við sama tímabil 2012. Alls nam kortavelta Íslendinga í út- löndum rúmlega 8,2 milljörðum króna í ágúst. Greining Íslandsbanka bendir á að kortaveltujöfnuður, þ.e. mismunur á kortaveltu útlendinga hér á landi og Ís- lendinga í útlöndum, hafi þar með verið jákvæður um 9,4 milljarða króna í mán- uðinum. „Er hér um að ræða langhag- felldustu útkomu þessa jafnaðar frá upp- hafi í ágústmánuði,“ segir Greiningin. Í ágúst í fyrra var jöfnuðurinn jákvæður um 7,4 milljarða króna og árið þar á undan jákvæður um 5,9 milljarða. Á fyrri helmingi ársins nam afgangur af þjónustujöfnuði vegna ferðalaga 11,8 milljörðum króna. „Er það heldur betur viðsnúningur frá því sem áður var, enda er þetta í aðeins annað skipti sem þessi hluti þjónustujafnaðar mælist jákvæður á fyrri árshelmingi,“ segir Greiningin enn fremur. Í fyrra var hann jákvæður um 7,2 milljarða króna og ári áður neikvæður um 2,2 milljarða króna. „Frá hruni hefur þjónustujöfnuður vegna ferðalaga ávallt mælst jákvæður á 3. ársfjórðungi, en þá nær hann árs- tíðarbundnum toppi vegna komu ferða- manna hingað til lands,“ segir deildin. Í fyrra hljóðaði afgangurinn upp á rúma 27 milljarða króna á fjórðungnum, og var þá um mesta afgang að ræða á einum fjórðungi frá upphafi. Þrátt fyrir að tölur fyrir september liggi ekki fyrir má ætla, miðað við ofangreindar tölur, að afgang- urinn, verði a.m.k. 32 milljarða króna á fjórðungnum nú í ár, segir í mati Íslands- banka. „Ekki þarf að fjölyrða um,“ segir að lokum, „hversu mikilvæg þessi þróun er fyrir gjaldeyrisflæði til og frá landinu, og er ljóst að ferðaþjónustan gegnir lykil- hlutverki við að halda styrknum í gengi krónunnar þessa dagana.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Ferðamenn strauja kortin sem aldrei fyrr 24% 83,2 Milljarðar var kortavelta er- lendra ferðamanna á fyrstu átta mánuðum ársins. Seðlabanki íSlandS. auKninG á kortaveltu útlendinga á fyrstu átt mánuðum ársins miðað við sama tíma og í fyrra. Seðlabanki íSlandS. í Tölum Láu hjartað ráða Tómatsósan mín er unnin úr fyrsta flokks fullþroskuðum lífrænum tómötum og gerir allt betra. VIKTOR Softshell jakki kr. 9.500 www.icewear.is H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S H E L G A R B L A Ð H E L G A R B L A Ð H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S ÓKEYPIS ÓKEYPI S Heimili & hönnun Fréttatíminn verður með glæsilegan blaðauka um heimili og hönnun næstu 3 vikurnar. • 26. september öllum við um gólfefni, hurðir og húsbúnað. • 3. október verður athyglin á eldhús og baðherbergi. • 10. október skrifum við um hönnun og lýsingu. Hafðu samband við auglýsingadeild Fréttatímans auglysingar@frettatiminn.is eða í síma 531-3300. 8 fréttir Helgin 19.-21. september 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.